Fótbolti

Arsenal heldur í við toppliðin eftir sigur í nágrannaslag

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Alessia Russo skoraði markið sem skildi liðin að í dag.
Alessia Russo skoraði markið sem skildi liðin að í dag. Gaspafotos/MB Media/Getty Images

Arsenal vann sterkan 1-0 sigur er liðið tók á móti nágrönnum sínum í Tottenham á Emirates-vellinum í ensku Ofurdeildinni í dag.

Mep sigri gat Arsenal jafnað Englandsmeistara Chelsea að stigum í öðru sæti deildarinnar og komist þrem stigum frá toppliði Manchester City. Tottenham situr hins vegar um miðja deild.

Það var Alessia Russo sem skoraði eina mark leiksins þegar hún kom heimakonum yfir snemma í síðari hálfleik eftir stoðsendingu frá Beth Mead.

Niðurstaðan því 1-0 sigur Arsenal sem situr enn í þriðja sæti deildarinnar, nú með 34 stig eftir 15 leiki. Liðið er með jafn mörg stig og Chelsea sem situr í öðru sætinu og þremur stigum á eftir toppliði Manchester City, en toppliðin tvö eiga bæði leik til góða.

Tottenham situr hins vegar í sjötta sæti með 19 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×