Haley sigraði Trump í Washington D.C. Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:56 Haley er fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningar. AP/Reba Saldanha Nikki Haley varð í gær fyrsta konan til að sigra í forkosningum Repúblikanaflokksins í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum þegar hún fór með sigur af hólmi gegn Donald Trump í Washington D.C. Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Haley tryggði sér 62,9 prósent atkvæða gegn 33,2 prósentum forsetans fyrrverandi. Þar með tryggði hún sér nítján kjörmenn fyrir landsfund flokksins sem fram fer í júlí en heildarfjöldi kjörmanna á þinginu verður 1.215. Olivia Perez-Cubas, talskona Haley, sagði eftir sigurinn í gær að það kæmi ekki á óvart að þeir Repúblikanar sem þekktu best til báknsins í Washington hefðu hafnað Donald Trump og glundroðanum sem honum fylgdi. Haley á enn á brattann að sækja í kapphlaupinu við Trump en hann tryggði sér 39 kjörmenn í forvalinu í Michigan á laugardaginn. Þá er honum spáð öruggum sigri í næstum öllum kosningunum sem framundan eru og mun raunar líklega tryggja sér útnefninguna á þriðjudag, þegar forval fer fram í fimmtán ríkjum. Haley hefur sagst munu halda ótrauð áfram, að minnsta kosti fram yfir þriðjudag. Hún tók undir hróp stuðningsmanns á kosningafundi á föstudag, þegar viðkomandi kallaði að Trump gæti ekki lagt Biden. Haley hefur ítrekað haldið því sama fram; að hún sé sú eina sem geti komið í veg fyrir annað kjörtímabil Biden. Talsmaður Trump átti að sjálfsögðu svar við sigri Haley í Washington og sagði að á sama tíma og kjósendur út um allt land hefðu hafnað Haley hefðu kjósendur í Washington D.C. krýnt hana „drottningu fenjana“. Þess ber að geta í þessu sambandi að Trump hefur ítrekað talað um að „hreinsa þurfi fenið“ í Washington, það er að segja meinta pólitíska spillingu.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira