Ein sú besta í heimi segist vera saklaus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. mars 2024 06:30 Sam Kerr hefur lengi verið einn allra besti framherji kvennafótboltans. EPA-EFE/NEIL HALL Ástralska knattspyrnukonan Sam Kerr lýsti sig saklausa af ákæru saksóknara um að hafa áreitt lögregluþjón í London á síðasta ári en hún kom fyrir dómara í London í gær. Réttarhald yfir henni fer ekki fram fyrr en á næsta ári. Kerr, sem spilar fyrir Chelsea og ástralska landsliðið, lenti upp á kant við lögregluþjón í Twickenham í suðurhluta London þann 30. janúar á síðasta ári. Samkvæmt fréttum á þeim tíma þá kom lögreglumaðurinn á svæðið vegna ósættis með leigubílagjald. Mál Kerr var tekið fyrir í gær í Kingston upon Thames réttarsalnum. Kerr er ákærð fyrir að hafa meðal annars sýnt kynþáttafordóma gagnvart lögreglumanninum. Sam Kerr is set to face trial after being charged with racially aggravated harassment of a police officer.The Chelsea striker pleaded not guilty to the offence at a court hearing on Monday, the Crown Prosecution Service said. pic.twitter.com/kChxLagpzZ— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Kerr mætti ekki í dómsalinn en tók þátt í áheyrninni í gegnum fjarfundarbúnað. „Ég skil sem svo að vörn hennar sé sú að hún hafi ekki ætlað sér að valda lögreglumanninum óþægindum, hegðun hennar sé ekki tilefni til ákæru og að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ sagði Judith Elaine Coello dómari við lögfræðing Kerr í áheyrninni. Knattspyrnusamband Ástralíu sagðist ekki hafa vitað af málinu og Chelsea hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna þess. Réttarhaldið mun ekki fara fram fyrr í febrúar á næsta ári. Tveir lögreglumenn munu þá gefa sinni vitnisburð á því sem gekk á þetta kvöld. Kerr mun þá vera farin að spila fótbolta á ný en hún er nú frá eftir að hafa slitið krossband í æfingarbúðum í Marokkó í janúar. Kerr er ein þekktasta íþróttakona Ástrala og markahæsta landsliðskona Ástralíu með 69 mörk í 128 landsleikjum. Hún hefur skorað 58 fyrir Chelsea síðan hún kom til félagsins árið 2020 og unnið marga titla með félaginu. Áður lék hún í Bandaríkjunum og í Ástralíu við góðan orðstír. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EaPVVezETP4">watch on YouTube</a> Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira
Kerr, sem spilar fyrir Chelsea og ástralska landsliðið, lenti upp á kant við lögregluþjón í Twickenham í suðurhluta London þann 30. janúar á síðasta ári. Samkvæmt fréttum á þeim tíma þá kom lögreglumaðurinn á svæðið vegna ósættis með leigubílagjald. Mál Kerr var tekið fyrir í gær í Kingston upon Thames réttarsalnum. Kerr er ákærð fyrir að hafa meðal annars sýnt kynþáttafordóma gagnvart lögreglumanninum. Sam Kerr is set to face trial after being charged with racially aggravated harassment of a police officer.The Chelsea striker pleaded not guilty to the offence at a court hearing on Monday, the Crown Prosecution Service said. pic.twitter.com/kChxLagpzZ— BBC Sport (@BBCSport) March 4, 2024 Kerr mætti ekki í dómsalinn en tók þátt í áheyrninni í gegnum fjarfundarbúnað. „Ég skil sem svo að vörn hennar sé sú að hún hafi ekki ætlað sér að valda lögreglumanninum óþægindum, hegðun hennar sé ekki tilefni til ákæru og að ekki hafi verið um kynþáttafordóma að ræða,“ sagði Judith Elaine Coello dómari við lögfræðing Kerr í áheyrninni. Knattspyrnusamband Ástralíu sagðist ekki hafa vitað af málinu og Chelsea hefur ekki gefið frá sér yfirlýsingu vegna þess. Réttarhaldið mun ekki fara fram fyrr í febrúar á næsta ári. Tveir lögreglumenn munu þá gefa sinni vitnisburð á því sem gekk á þetta kvöld. Kerr mun þá vera farin að spila fótbolta á ný en hún er nú frá eftir að hafa slitið krossband í æfingarbúðum í Marokkó í janúar. Kerr er ein þekktasta íþróttakona Ástrala og markahæsta landsliðskona Ástralíu með 69 mörk í 128 landsleikjum. Hún hefur skorað 58 fyrir Chelsea síðan hún kom til félagsins árið 2020 og unnið marga titla með félaginu. Áður lék hún í Bandaríkjunum og í Ástralíu við góðan orðstír. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=EaPVVezETP4">watch on YouTube</a>
Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Sjá meira