Verður hryllingsmyndin hjá Bayern enn hryllilegri? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. mars 2024 15:00 Leon Goretzka og Thomas Tuchel svekktir í leik Bayern München og Freiburg um helgina. Hann fór 2-2. getty/Helge Prang Ef Bayern München tapar fyrir Lazio í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld eru allar líkur á fyrsta titlalausa tímabili liðsins í tólf ár. Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport. Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira
Lazio vann fyrri leikinn gegn Bayern, 1-0, í Rómarborg 14. febrúar síðastliðinn. Ciro Immobile skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu á 69. mínútu. Bayern þarf því að snúa dæminu sér í vil í seinni leiknum á Allianz Arena í kvöld. Ef það gerist ekki eru yfirgnæfandi líkur á að tímabilið verði það fyrsta frá 2011-12 sem Bæjarar vinna ekki titil. Bayern er tíu stigum á eftir Bayer Leverkusen á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar, tapaði fyrir C-deildarliði Saarbrucken í bikarkeppninni og fyrir Leipzig í ofurbikarnum. Leon Goretzka skóf ekkert af því í nýlegu viðtali þegar hann lýsti tímabilinu hjá Bayern eins og hryllingsmynd sem tæki engan enda. Búið er að tilkynna að Thomas Tuchel verði ekki áfram með Bayern á næsta tímabili en hluti leikmannahóps liðsins hefur snúist gegn honum. Meðal þeirra er Joshua Kimmich sem virðist með allt á hornum sér þessi dægrin. Tölfræðin er kannski ekki með Bayern í liði í kvöld því þýsku meistararnir hafa aðeins unnið einn af sex leikjum í útsláttarkeppni undir stjórn Tuchels. Hann hefur þó sýnt hversu fær stjóri hann er í Meistaradeildinni. Hann kom Paris Saint-Germain í úrslit 2020 og gerði svo Chelsea að Englandsmeisturum ári seinna. Tuchel á enn því möguleika á að koma þriðja liðinu í úrslit Meistaradeildarinnar. Kollegi hans hjá Lazio, Maurizio Sarri, vann einnig Evróputitil sem stjóri Chelsea (Evrópudeildina 2019) og getur orðið fyrsti stjóri Lazio til að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar síðan Sven-Göran Eriksson gerði það tímabilið 1999-00. Leikur Bayern og Lazio hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Á sama tíma hefst leikur Real Sociedad og PSG á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst klukkan 19:25 á Stöð 2 Sport.
Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Fleiri fréttir Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Sjá meira