Foreldrar ungra reykvískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á biðlistum Atli Ísleifsson skrifar 5. mars 2024 14:29 Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum. Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag þar sem umræða um ávinning stafrænnar umbreytingar fyrir borgarbúa. Var þar meðal annars rætt um þá stöðu sem uppi sé á leikskólum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að hingað til hafi fólk þurft að skrá sig inn í Völu og sækja um eða hringja í þjónustuver borgarinnar eða í leikskólana sjálfa, til að fá upplýsingar um stöðu barna sinna. Markmið með Leikskólareikninum sé að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og sýna stöðuna eins og hún sé hverju sinni svo foreldrar og forsjáraðilar geti sjálf skoðað upplýsingar án þess að þurfa að hringja mörg símtöl. Ekki þörf á Galileo Galilei Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í samtali við fréttastofu að sjálfsögðu fagna því að fá leikskólareikninn fram. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað kallað eftir stafrænu mælaborði sem sýni stöðu biðlista eftir leikskólaplássi og sé leikskólareiknirinn ákveðið svar við því. „Hann gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast með stöðu biðlista á leikskólum borgarinnar og það er vissulega mjög jákvætt skref. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir reikninn sýna með skýrum hætti hvað biðlistavandi leikskólanna sé yfirgripsmikill. Vísir/Ívar Fannar Það sem reiknirinn sýnir okkur hins vegar líka með skýrum hætti, er hvað biðlistavandi leikskólanna er yfirgripsmikill. Hann sýnir okkur að í haust munu losna um 1.160 leikskólapláss í Reykjavík, þegar leikskólabörn færast yfir í grunnskóla. Það er engan veginn nægur fjöldi til að svara eftirspurninni. Eins og við þekkjum eru börn að meðaltali tuttugu mánaða þegar þau komast inn á leikskóla borgarinnar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni er fjöldi barna í Reykjavík undir tveggja ára aldri nú 3.271. Það þarf engan Galileo Galilei til að reikna sig niður á það að 1.160 pláss munu ekki svara þeirri þörf sem blasir við. Biðlistar verða áfram stjarnfræðilegir og leikskólavandinn enn alvarlegur. Því miður hefur maður ekki séð nýjan meirihluta, né heldur nýjan borgarstjóra, grípa til neinna aðgerða sem leyst geta þennan vanda sem blasir við fjölskyldufólki í Reykjavík,“ segir Hildur. Fæðingardagur sleginn inn Bryndís Eir Kristinsdóttir, framleiðandi Leikskólareiknisins, segir hann vera lið í að bæta þjónustu við börn og forsjáraðila í borginni. „Hann er ákveðin bylting í upplýsingagjöf þegar kemur að biðlistatölum í leikskólum Reykjavíkurborgar, en varan er unnin í góðu samtali við notendur sem bíða eftir leikskólaplássi. Leikskólareikninum er ætlað að auka gagnsæi og gera forsjáraðilum kleift að taka upplýstari ákvörðun um val á leikskóla,” segir Bryndís Eir. Um Leikskólareikninn segir í tilkynningu að fæðingardagur barns sé einfaldlega sleginn inn í leitarvél ásamt hverfi og sé þá reiknuð út áætluð staða barnsins á biðlistum í leikskóla í viðkomandi hverfi. „Niðurstaðan er byggð á fæðingardegi barns, umsóknum sem þegar hafa borist, fjölda barna sem hætta til að byrja í grunnskóla og fleiri breytum. Hægt er að skoða staðsetningar á korti og bera þannig saman til dæmis leikskóla nálægt heimili fólks eða vinnu. Leikskólareiknirinn er byggður á lifandi gögnum og eru tölurnar uppfærðar daglega. Niðurstöður úr reikninum eru ekki umsókn og geta ekki gefið loforð um pláss,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Leikskólareiknirinn var til umræðu á fundi borgarstjórnar í dag þar sem umræða um ávinning stafrænnar umbreytingar fyrir borgarbúa. Var þar meðal annars rætt um þá stöðu sem uppi sé á leikskólum borgarinnar. Í tilkynningu frá borginni segir að hingað til hafi fólk þurft að skrá sig inn í Völu og sækja um eða hringja í þjónustuver borgarinnar eða í leikskólana sjálfa, til að fá upplýsingar um stöðu barna sinna. Markmið með Leikskólareikninum sé að auka gagnsæi í upplýsingamiðlun og sýna stöðuna eins og hún sé hverju sinni svo foreldrar og forsjáraðilar geti sjálf skoðað upplýsingar án þess að þurfa að hringja mörg símtöl. Ekki þörf á Galileo Galilei Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í samtali við fréttastofu að sjálfsögðu fagna því að fá leikskólareikninn fram. Sjálfstæðismenn hafi ítrekað kallað eftir stafrænu mælaborði sem sýni stöðu biðlista eftir leikskólaplássi og sé leikskólareiknirinn ákveðið svar við því. „Hann gefur foreldrum tækifæri til að fylgjast með stöðu biðlista á leikskólum borgarinnar og það er vissulega mjög jákvætt skref. Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðismanna, segir reikninn sýna með skýrum hætti hvað biðlistavandi leikskólanna sé yfirgripsmikill. Vísir/Ívar Fannar Það sem reiknirinn sýnir okkur hins vegar líka með skýrum hætti, er hvað biðlistavandi leikskólanna er yfirgripsmikill. Hann sýnir okkur að í haust munu losna um 1.160 leikskólapláss í Reykjavík, þegar leikskólabörn færast yfir í grunnskóla. Það er engan veginn nægur fjöldi til að svara eftirspurninni. Eins og við þekkjum eru börn að meðaltali tuttugu mánaða þegar þau komast inn á leikskóla borgarinnar. Samkvæmt nýjustu tölum frá Hagstofunni er fjöldi barna í Reykjavík undir tveggja ára aldri nú 3.271. Það þarf engan Galileo Galilei til að reikna sig niður á það að 1.160 pláss munu ekki svara þeirri þörf sem blasir við. Biðlistar verða áfram stjarnfræðilegir og leikskólavandinn enn alvarlegur. Því miður hefur maður ekki séð nýjan meirihluta, né heldur nýjan borgarstjóra, grípa til neinna aðgerða sem leyst geta þennan vanda sem blasir við fjölskyldufólki í Reykjavík,“ segir Hildur. Fæðingardagur sleginn inn Bryndís Eir Kristinsdóttir, framleiðandi Leikskólareiknisins, segir hann vera lið í að bæta þjónustu við börn og forsjáraðila í borginni. „Hann er ákveðin bylting í upplýsingagjöf þegar kemur að biðlistatölum í leikskólum Reykjavíkurborgar, en varan er unnin í góðu samtali við notendur sem bíða eftir leikskólaplássi. Leikskólareikninum er ætlað að auka gagnsæi og gera forsjáraðilum kleift að taka upplýstari ákvörðun um val á leikskóla,” segir Bryndís Eir. Um Leikskólareikninn segir í tilkynningu að fæðingardagur barns sé einfaldlega sleginn inn í leitarvél ásamt hverfi og sé þá reiknuð út áætluð staða barnsins á biðlistum í leikskóla í viðkomandi hverfi. „Niðurstaðan er byggð á fæðingardegi barns, umsóknum sem þegar hafa borist, fjölda barna sem hætta til að byrja í grunnskóla og fleiri breytum. Hægt er að skoða staðsetningar á korti og bera þannig saman til dæmis leikskóla nálægt heimili fólks eða vinnu. Leikskólareiknirinn er byggður á lifandi gögnum og eru tölurnar uppfærðar daglega. Niðurstöður úr reikninum eru ekki umsókn og geta ekki gefið loforð um pláss,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Leikskólar Skóla - og menntamál Stafræn þróun Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira