Heima er best - fyrir öll Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa 6. mars 2024 08:31 Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Vinstri græn Húsnæðismál Leigumarkaður Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Sjá meira
Á nýafstöðnum flokksráðsfundi VG var lýst yfir eindregnum vilja til að efla enn frekar framboð húsnæðis og eftirlit á húsnæðismarkaði. Slíkt er nauðsynlegt til að viðhalda stöðugleika og tryggja framboð sem mætir þörfum almennings hverju sinni. Halda þarf áfram að efla almenna íbúðakerfið, stofna húsnæðisfélag í eigu ríkisins að fordæmi Finna og skoða útvíkkun á almenna íbúðarkerfinu með því að bjóða upp á búseturéttaríbúðir og eignaríbúðir innan kerfisins. Standa þarf vörð um opinberan húsnæðissjóð sem stofnaður hefur verið að norrænni fyrirmynd til að fjármögnun húsnæðiskerfis sé byggt á jöfnuði og á forsendum almennings. Nauðsynlegt er að koma böndum á háan fjármagns-og vaxtakostnað og tryggja aðgengi að hagkvæmu lánsfé á framkvæmdatíma í slíkum verkefnum. Síðastliðin ár hafa stjórnvöld staðið undir um þriðjungi húsnæðisuppbyggingar á landinu og er það vel. Þar munar mestu um almenna íbúðakerfið þar sem 3.500 íbúðir hafa verið fjármagnaðar frá árinu 2016. Tvöföldun stofnframlaga og efling hlutdeildarlánakerfisins hafa skilað sínu en mikilvægt er að efla og útvíkka þau úrræði en frekar enda þörfin mikil og þetta ein mikilvægasta leiðin til að mæta þeirri þörf. Mikilvægt er að klára vinnu við endurskoðun á húsaleigulögum, efla þarf réttindi leigjanda og koma þarf í framkvæmd útfærslum á hugmyndum um leiguþak. Skrá þarf allar leigueignir á leiguskrá til að tryggja nægt opinbert eftirlit með leigumarkaðnum. Niðurstöðum leigukönnunar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sýnir að samningstaða leigjenda gagnvart leigusölum hefur versnað umtalsvert milli áranna 2022 og 2023 um leið og leiguverð hefur hækkað og framboð á húsnæði dregist saman milli ára. Slíka þróun þarf að stöðva svo staða leigjenda á aldrinum 35-44 ára versni ekki frekar og þá sérstaklega barnafjölskyldna. Ljóst er að þrátt fyrir endurskoðaða mannfjöldaspá Hagstofunnar er ennþá þörf fyrir um 3.500-4.000 íbúðir á ári skv. mati Húsnæðis og mannvirkjastofnunar. Tölur HMS sýna einnig að mikil eignaþjöppun er á húsnæðismarkaði og hefur fjölgun íbúða í eigu lögaðila og einstaklinga sem eiga fleiri en eina íbúð aukist töluvert á síðustu tveimur árum, þar af bættu stórtækir lögaðilar við sig tæplega 800 íbúðum á árinu 2023. Mikilvægt er að koma böndum á þessa samþjöppun og greina á milli einstaklinga sem eiga 1-2 fasteignir til eigin nota og þeirra sem eru í fjárfestingar-og útleigustarfsemi og ættu þar af leiðandi að lúta sömu lögmálum og lögaðilar. Við erum lánsöm þjóð að hér velur fólk sér að búa. En um leið þarf að halda í við þá þróun og tryggja að öll geti átt eða leigt sitt heimili. Til þess að svo verði þarf að koma í framkvæmd öflugra eftirliti og utanumhaldi með íslenskum leigumarkaði. Leiguskrá stjórnvalda er komin í gagnið en þar þurfa einungis þeir sem leigja út tvær eða fleiri íbúðir að skrá sig sem tryggir ekki nægjanlegt eftirlit. Leigumarkaður á ekki að vera gróðafyrirtæki þeirra ríku til að verða enn ríkari. Nú er mikilvægt að ríkið stígi inn í þróun sem er bagaleg fyrir íslenskt velferðarsamfélag enda örugg búseta eitt helsta velferðarmál þjóðarinnar og mikilvægur liður í jöfnuði og félagslegu réttlæti, þar sem öruggt húsnæði er eitt af grundvallarmannréttindum okkar allra. Álfhildur Leifsdóttir, oddviti VG og óháðra í Skagafirði og formaður sveitarstjórnarráðs VGHólmfríður Jennýjar Árnadóttir, oddviti VG í Suðurkjördæmi og stjórnarkona VG
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun