Verslunarmenn boða atkvæðagreiðslu um verkfall á Keflavíkurflugvelli Heimir Már Pétursson skrifar 6. mars 2024 10:05 Verkfall myndi hafa mikil áhrif á starfsemi Icelandair. Vísir/Vilhelm Samninganefnd VR hefur ákveðið að boða til atkvæðagreiðslu um verkfall félagsmanna í farþega- og hleðsluþjónustu hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Með aðgerðunum á að þrýsta á breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsfólksins á flugvellinum. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR. Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun verði auglýst á morgun, fimmtudag, og að atkvæðagreiðsla hefjist nk. mánudag kl. 9.00 og standi í þrjá daga. Verði vinnustöðvun samþykkt er gert ráð fyrir að verkföll hefjist föstudaginn 22. mars nk. Samninganefndin segir að kjör og vinnufyrirkomulag starfsfólks í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli væri eitt af þeim málum sem þurfi að leysa í yfirstandandi kjaraviðræðum milli VR og Samtaka atvinnulífsins. Önnur mál lúti meðal annars að launalið, forsenduákvæðum og ýmsum kjara- og réttindamálum. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinnur á lágmarkstöxtum og eftir vinnufyrirkomulagi sem þekkist ekki innan okkar kjarasamnings og brýtur gegn grundvallarrétti til samfellds vinnutíma,“ segir í samþykkt samninganefndarinnar. Yfir sumarmánuðina væri starfsfólkið í 100% starfi og vinni á 12 tíma vöktum eins og venjan væri um starfsfólk sem sinni flugumferð. „Á veturna eru þau þvinguð úr 100% starfi í 76% starf og njóta ekki sjálfsagðs réttar til samfellds vinnutíma. Þau mæta til vinnu milli 5 og 9 að morgni, er síðan sent heim og gert að mæta aftur milli 13 og 17. Þetta er óviðunandi vinnufyrirkomulag og mikilvægt að ná fram leiðréttingu á því,“ segir í samþykktinni. Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli vinni eftir lágmarkstöxtum og starfshlutfallskerðing geri mörgum þeirra mjög erfitt að ná endum saman. „Starfsfólk í farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli er langþreytt á skeytingarleysi gagnvart kjörum þeirra og vinnuumhverfi. Þau vinna í framlínu flugfélagsins og þeim þykir annt um bæði starf sitt og farþegana sem þau þjónusta. Þau vilja fá leiðréttingu á sínum kjörum og starfsumhverfi og samninganefnd VR telur rétt að kalla eftir lýðræðislegum vilja þeirra með atkvæðagreiðslu um verkfall," segir í samþykkt samninganefndar VR.
Kjaraviðræður 2023-24 Icelandair Kjaramál Keflavíkurflugvöllur Stéttarfélög Tengdar fréttir Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38 Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Innlent Vill skoða að lengja fæðingarorlof Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Innlent Dró upp hníf í miðbænum Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Sjá meira
Ræða mögulegar verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli Fulltrúar VR mættu til síns fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan þrjú í dag. Þetta var fyrsti fundurinn frá því VR klauf sig frá breiðfylkingunni fyrir rúmri viku. Formaðurinn segir ýmis sérmál VR standa út af borðinu. 4. mars 2024 20:38