Þarf lítil þúfa alltaf að velta þungu hlassi? Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 6. mars 2024 13:00 Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar