Þarf lítil þúfa alltaf að velta þungu hlassi? Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 6. mars 2024 13:00 Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun