Markmiðin góð í fjölmiðlastefnu en segir fjárhæð styrkja of lága Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. mars 2024 19:17 Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, fagnar því að drög að fjölmiðlastefnu liggi nú fyrir. Vísir/Vilhelm Í drögum að fyrstu opinberu fjölmiðlastefnu landsins er lagt upp með að hefðbundin auglýsingasala hjá RÚV verði óheimil og styrkir til einkarekinna fjölmiðla festir í sessi. Formaður Blaðamannafélags Íslands fagnar markmiðinu en segir fjárhæð styrkja of lága sé miðað við Norðurlöndin. Fjölmiðlastefnan er til ársins 2030 en drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og miða m.a. að því að efla fjölbreytni, fagmennsku og rekstur innlendra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, fagnar þessu skrefi en finnst um leið umhugsunarvert að fjölmiðlastefna hafi ekki þegar verið í gildi. „Það hefur alltaf verið tekið sem sjálfsögðum hlut að hér séu frjálsir fjölmiðlar og að tjáningarfrelsi sé virt og að það þurfi ekki að gera neitt mikið til þess að passa upp á það en það er bara alls ekki þannig. Við sjáum það bara í kringum okkur að þar sem er ekki passað upp á fjölmiðlafrelsið þá fjarar undan því,“ segir Sigríður Dögg. Lægri ritstjórnarkostnaður Í drögunum eru settar fram 29 skilgreindar aðgerðir til að stuðla að fjölmiðlastefnunni. Ein þeirra er að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks. Sigríður segir þennan lið aðgerðaáætlunarinnar vera fagnaðarefni en kallar eftir því að prósentutalan verði hækkuð. Í drögum að fjölmiðlastefnunni er lagt til að opinberar stofnanir, sem verja meira en tíu milljónum árlega í auglýsingar, geri grein fyrir viðskiptunum. Sigríður Dögg vill ekki hafa neina viðmiðunarfjárhæð og að fullkomið gagnsæi ríki. „Það ætti líka að setja skýrar reglur um að það eigi eingöngu að kaupa auglýsingar af þeim sem borga til samfélagsins; þeim sem borga hér skatta og gjöld.“ Stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd fest í sessi Í fjölmiðlastefnudrögunum segir að áfram verði stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd. Grafík/Sara „Það er náttúrulega mjög áhugavert að sjá þarna samanburðinn á milli Norðurlandaþjóðanna en við erum í langfámennasta ríkinu með fámennistungumál og mestu samkeppnisskekkjuna en samt sem áður eru styrkir til einkarekinna miðla lægstir hér,“ segir Sigríður sem bætir við að styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sé ekki við lýði í Finnlandi. Fyrirkomulag auglýsingamála RÚV enn of óljóst Í skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins koma fram þrjár leiðir til breytinga og svokölluð stafræn leið talin ákjósanlegust en hún hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Hún gerir ráð fyrir að hefðbundin sala á auglýsingum hjá stofnuninni verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum en að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks. Sigríði finnst þessi angi málsins aðeins of óljós á þessu stingi máls. „Ég sé ekki alveg hvernig það á að ganga upp. Mjög auðvelt að það komi þarna einhverjir milliliðir þarna inn á markaðinn og ég myndi vilja sjá betri útskýringar á því hvernig ráðherra hefur hugsað útfærslu á þessum hlutum.“ Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38 Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Fjölmiðlastefnan er til ársins 2030 en drögin hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda og miða m.a. að því að efla fjölbreytni, fagmennsku og rekstur innlendra fjölmiðla. Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, fagnar þessu skrefi en finnst um leið umhugsunarvert að fjölmiðlastefna hafi ekki þegar verið í gildi. „Það hefur alltaf verið tekið sem sjálfsögðum hlut að hér séu frjálsir fjölmiðlar og að tjáningarfrelsi sé virt og að það þurfi ekki að gera neitt mikið til þess að passa upp á það en það er bara alls ekki þannig. Við sjáum það bara í kringum okkur að þar sem er ekki passað upp á fjölmiðlafrelsið þá fjarar undan því,“ segir Sigríður Dögg. Lægri ritstjórnarkostnaður Í drögunum eru settar fram 29 skilgreindar aðgerðir til að stuðla að fjölmiðlastefnunni. Ein þeirra er að veita einkareknum fjölmiðlum tímabundna undanþágu frá greiðslu 70% tryggingagjalds af launum fjölmiðlafólks. Sigríður segir þennan lið aðgerðaáætlunarinnar vera fagnaðarefni en kallar eftir því að prósentutalan verði hækkuð. Í drögum að fjölmiðlastefnunni er lagt til að opinberar stofnanir, sem verja meira en tíu milljónum árlega í auglýsingar, geri grein fyrir viðskiptunum. Sigríður Dögg vill ekki hafa neina viðmiðunarfjárhæð og að fullkomið gagnsæi ríki. „Það ætti líka að setja skýrar reglur um að það eigi eingöngu að kaupa auglýsingar af þeim sem borga til samfélagsins; þeim sem borga hér skatta og gjöld.“ Stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd fest í sessi Í fjölmiðlastefnudrögunum segir að áfram verði stutt við rekstur einkarekinna fjölmiðla með stuðningskerfi að norrænni fyrirmynd. Grafík/Sara „Það er náttúrulega mjög áhugavert að sjá þarna samanburðinn á milli Norðurlandaþjóðanna en við erum í langfámennasta ríkinu með fámennistungumál og mestu samkeppnisskekkjuna en samt sem áður eru styrkir til einkarekinna miðla lægstir hér,“ segir Sigríður sem bætir við að styrkjakerfi til einkarekinna fjölmiðla sé ekki við lýði í Finnlandi. Fyrirkomulag auglýsingamála RÚV enn of óljóst Í skýrslu starfshóps um málefni Ríkisútvarpsins koma fram þrjár leiðir til breytinga og svokölluð stafræn leið talin ákjósanlegust en hún hefur verið kynnt í ríkisstjórn. Hún gerir ráð fyrir að hefðbundin sala á auglýsingum hjá stofnuninni verði óheimil en auglýsingahólf séu þess í stað seld á vefnum en að vefpantanir séu án aðkomu sölufólks. Sigríði finnst þessi angi málsins aðeins of óljós á þessu stingi máls. „Ég sé ekki alveg hvernig það á að ganga upp. Mjög auðvelt að það komi þarna einhverjir milliliðir þarna inn á markaðinn og ég myndi vilja sjá betri útskýringar á því hvernig ráðherra hefur hugsað útfærslu á þessum hlutum.“
Fjölmiðlar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38 Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Lagt til að auglýsingasala RÚV verði stafræn Starfshópur menningar- og viðskiptaráðuneytisins leggur til að stafræn leið verði farin til að minnka umsvif RÚV á auglýsingamarkaði. Sala og markaðssetning á auglýsingum verði óheimil hjá RÚV en hægt sé að kaupa auglýsingahólf samkvæmt verðskrá á vefnum. 6. mars 2024 14:38
Leggja til ýmsar breytingar á auglýsingasölu RÚV Dregið verður úr umsvifum Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði og unnið að því að hefðbundin sala og markaðsetning á auglýsingum hjá RÚV verði gerð óheimil, ef tillögur um stefnu um málefni fjölmiðla til ársins 2030 ná fram að ganga. 6. mars 2024 11:23