Árslaun stjórnarformanna bankanna hlupu á tugum milljóna Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. mars 2024 08:22 Brynjólfur, Helga, Linda og Sigurður gegndu stjórnarformennsku í bönkum á liðnu ári. Stjórnarformenn Íslandsbanka, Kviku banka, Arion banka og Landsbanka voru með á bilinu 1,1 til 2,2 milljónir króna í mánaðarlaun fyrir að gegna starfi stjórnarformanns. Öll sinna þau öðrum störfum samhliða formannssetunni Heimildin greindi frá því á þriðjudag að Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði fengið alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir stjórnarformennsku Kviku banka árið 2023. Það gera um það bil 1,8 milljónir króna á mánuði. Mánaðarlaun hans hjá SI námu að meðaltali 4,1 milljón árið 2022 samkvæmt hátekjulista miðilsins. Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður bankans hefði fengið 26,5 milljónir í árslaun frá bankanum. Að meðaltali eru það um 2,2 milljónir á mánuði. Brynjólfur situr að auki í stjórn fjárfestingafélagsins Marinvest og álframleiðslufélagsins ISAL hf. – Rio Tinto. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans fékk samkvæmt ársskýrslu samtals 19,9 milljónir í laun í fyrir formannssetuna í fyrra, eða um 1,6 milljón á mánuði. Hún starfar á sviði fasteignaþróunar og ráðgjafar. Hvað Íslandsbanka varðar var kjörin inn ný stjórn á hluthafafundi þann 28. júlí í fyrra eftir að Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu eftir Íslandsbankamálið svokallaða. Á fundinum var Linda Jónsdóttir kjörin stjórnarformaður Íslandsbanka. Samkvæmt ársskýrslu fékk Linda 5,7 milljónir króna það árið fyrir stjórnarformennskuna. Þá má áætla að hún hafi fengið um 1,1 milljón á mánuði þá rúmu fimm mánuði sem hún gegndi stöðunni. Linda var samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar með tæplega sex milljónir króna í laun á mánuði árið 2022 þegar hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel. Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Heimildin greindi frá því á þriðjudag að Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefði fengið alls 21,5 milljónir króna í laun fyrir stjórnarformennsku Kviku banka árið 2023. Það gera um það bil 1,8 milljónir króna á mánuði. Mánaðarlaun hans hjá SI námu að meðaltali 4,1 milljón árið 2022 samkvæmt hátekjulista miðilsins. Í ársskýrslu Arion banka kemur fram að Brynjólfur Bjarnason stjórnarformaður bankans hefði fengið 26,5 milljónir í árslaun frá bankanum. Að meðaltali eru það um 2,2 milljónir á mánuði. Brynjólfur situr að auki í stjórn fjárfestingafélagsins Marinvest og álframleiðslufélagsins ISAL hf. – Rio Tinto. Helga Björk Eiríksdóttir formaður bankaráðs Landsbankans fékk samkvæmt ársskýrslu samtals 19,9 milljónir í laun í fyrir formannssetuna í fyrra, eða um 1,6 milljón á mánuði. Hún starfar á sviði fasteignaþróunar og ráðgjafar. Hvað Íslandsbanka varðar var kjörin inn ný stjórn á hluthafafundi þann 28. júlí í fyrra eftir að Finnur Árnason stjórnarformaður, Guðrún Þorgeirsdóttir varaformaður og Ari Daníelsson gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi setu eftir Íslandsbankamálið svokallaða. Á fundinum var Linda Jónsdóttir kjörin stjórnarformaður Íslandsbanka. Samkvæmt ársskýrslu fékk Linda 5,7 milljónir króna það árið fyrir stjórnarformennskuna. Þá má áætla að hún hafi fengið um 1,1 milljón á mánuði þá rúmu fimm mánuði sem hún gegndi stöðunni. Linda var samkvæmt hátekjulista Heimildarinnar með tæplega sex milljónir króna í laun á mánuði árið 2022 þegar hún starfaði sem framkvæmdastjóri rekstrar hjá Marel.
Íslandsbanki Arion banki Landsbankinn Kvika banki Fjármálafyrirtæki Kjaramál Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira