Svíþjóð formlega gengin í NATO Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. mars 2024 16:10 Ulf Kristersson, forsætisráðherra Svíþjóðar, og Viktor Orban forsætisráðherra Ungverjalands, hittust í Búdapest 23. febrúar síðastliðinn. Þremur dögum síðar samþykkti ungverska þingið inngöngu Svía í NATO. Getty/Janos Kummer Svíþjóð fékk klukkan fjögur í dag að íslenskum tíma formlega aðild að Atlantshafsbandalaginu, þegar forsætisráðherrann undirritaði plagg þess efnis. Svíþjóð er þannig þrítugasta og annað ríki bandalagsins. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið fyrir tveimur árum, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess. NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Dagurinn markar tímamót því nú hefur landið horfið frá áratugalangri hlutleysisstefnu. Rússar hafa hótað aðgerðum vegna inngöngu Svía og segja að þeim verði sér í lagi beitt ef hermenn bandalagsins koma sér fyrir í Svíþjóð. Ulf Kristersson, forsætisráðherra landsins fundaði með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkanna vegna inngöngunnar í Washington í dag og er búist við að sænski fáninn verði dreginn að húni við höfuðstöðvar bandalagsins í Brussel eftir helgi. Ungverska þingið samþykkti 26. febrúar síðastliðinn inngöngu Svía í NATO og var með því síðasta aðildarríki bandalagsins til að samþykkja inngönguna. Samþykki allra meðlima bandalagsins, sem er 31 talsins, þurfti til og hafði innganga Svía strandað á Ungverjum um nokkurt skeið. Svíar sóttu um inngöngu í bandalagið í febrúar í fyrra vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Ungversk og tyrknesk stjórnvöld voru nokkuð treg til að samþykkja umsókn Svía þó svo að umsókn Finna, sem barst á svipuðum tíma og Svía, hafi verið samþykkt af báðum ríkjum strax í apríl í fyrra. Tyrkir gáfu undan í janúar eftir að sænsk stjórnvöld féllust á kröfu landsins um afhendingu á meintum kúrdískum uppreisnarmönnum, sem hafa verið á lista tyrkneskra stjórnvalda yfir meinta hryðjuverkamenn. Eins og oft hefur verið rakið frá upphafi stríðs Rússa í Úkraínu hafa Rússar hræðst mjög útbreiðslu NATO til austurs. Ungversk stjórnvöld hafa verið mun hliðhollari Rússum en önnur ríki Evrópusambandsins og hefur mótstaða þeirra við inngöngu Svía í NATO verið rakin til þess.
NATO Svíþjóð Ungverjaland Bandaríkin Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15 Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04 Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Sjá meira
Velkomnir Svíar Með inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið í dag styrkist varnarsamstarf vestrænna þjóða miklu meir en mætti halda við fjölgun um eina aðildarþjóð, úr 31 í 32. Öryggi Eystrasaltsþjóðanna þriggja eykst verulega með formlegu varnarsamstarfi við tvær öflugar vinaþjóðir í norðri, Finna og Svía. Og nú eru Norrænu ríkin öll saman í varnarbandalagi. 7. mars 2024 10:15
Ungverska þingið samþykkir inngöngu Svía Ungverska þingið hefur samþykkt lög sem heimila inngöngu Svía í Atlantshafsbandalagið, NATO, en Ungverjar eru síðastir til þess að samþykkja inngönguna. 26. febrúar 2024 16:04
Hyggst samþykkja NATO umsókn Svía í dag Ungverska þingið hyggst taka til atkvæðagreiðslu umsókn Svía í Atlantshafsbandalagið (NATO) í dag. Viktor Orbán forsætisráðherra Ungverjalands segir umsóknina verða samþykkta. Ungverjaland er síðasta landið til að samþykkja umsóknina. 26. febrúar 2024 15:16