Umfjöllun og viðtöl: Valur - Álftanes 89-71 | Ellefu sigrar í röð hjá Val Árni Jóhannsson skrifar 7. mars 2024 18:30 vísir/hulda margrét Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. Álftnesingar byrjuðu betur í kvöld og leiddu 2-7 áður en Valsmenn náðu vopnum sínum og komu leiknum í jafnvægi. Liðin skiptust á körfum og forystu þángað til að gestirnir náðu að smíða fjögurra stiga forskot áður en Valsmenn kláruðu fyrsta leikhluta með því að minnka muninn í tvö stig. Álftnesingar áttu góðar lotur, en ekki áhlaup, í upphafi leiks og í lok leikhlutans varnarleikur beggja liða var ekki í fyrirrúmi. Í öðrum leikhluta hótuðu Valsmenn að stinga af en þeir voru komnir í átta stiga forskot þegar um tvær mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Valsmenn voru að loka á aðgerðir gestanna en náðu ekki að nýta það í sóknarleiknum til að gera forskotið stærra og gestirnir nýttu það. Eftir nokkra þrista og stopp þá var munurinn orðinn eitt stig þegar nokkrar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik en Ástþór Svalason lokaði honum með þrist þanngi að staðan var 46-42 fyrir Val. Kristófer Acox var stigahæstur í hálfleik með 15 stig. Allt annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta þegar Valsmenn byrjuðu að klemma Álftnesinga niður og skora körfur í kjölfarið á stoppunum sínum. Valur skoraði 11 stig gegn tveimur stigum gestanna og um miðbik hálfleiksins þurftu Álftnesingar að taka leikhlé til að ráða ráðum sínum. Munurinn þá 13 stig 57-44. Álftnesingar tóku örlítið við sér en alls ekki nóg til að ógna forskotinu sem Valur var með og staðan 67-56 fyrir heimamenn fyrir lokaleikhlutann. Í fjórða leikhluta var það Justas Tamulis sem fékk lyklana að Valsvagninum. Hann skoraði sjö stig í röð fyrir Valsmenn og það var hann sem negldi niður þrist til að koma muninum í 20 stig þegar þrjár mínútur voru eftir, 82-62. Valur lokaði á öll sund og gestirnir gátu ekki keypt sér aðgang að teig heimamanna. Þeir reyndu þó en Valur tók leikhlé þegar stutt var eftir og fékk tvo þrista út úr því og enduðu leikar 89-71 fyrir Valsmenn sem hafa unnið 11 leiki í röð. Þeir eru líklegast besta lið landsins þessa stundina því taflan lýgur sjaldan og það voru engar lygar í þessari frammistöðu þeirra. Afhverju vann Valur? Þeir komust á þann stað sem þeir vilja vera á í varnarleik sínum í seinni hálfleik. Þvinguðu Álftnesinga í að vera fyrir utan teiginn þar sem þeirra helstu menn nýtast ekki sem skildi og fengu fínan sóknarleik upp úr því. Hvað gekk illa? Álftnesingar hittu mjög illa þegar leið á leikinn. Það er til marks um fínan varnarleik heimamanna. Heildarprósentan 38% en 32% úr þriggja stiga skotum. Sem er fínt en 41% hittni inn í teig er ekki nógu gott. Þá gekk gestunum illa að halda boltanum. Allavega verr en heimamönnum sem töpuðu sex boltum en Álftanes 15. Bestir á vellinum? Douglas Wilson var stigahæstur gestanna með 18 stig og tók kappinn einnig 12 fráköst. Það dugði samt skammt en hann hitti úr átta af 21 skoti sínu. Hjá Val var Kristófer Acox stigahæstur með 20 stig, átta fráköst og fimm stosendingar. Hann vann sínar mínútur með mesta mun allra eða með 32 stigum. Annars voru margir sem lögðu í púkkið hjá Val og skoraði Justas Tamulis 18 stig i kvöld og þar af voru meira en 10 stig í fjórða leikhluta. Alls skoruðu fimm leikmenn Vals yfir 10 stig. Hvað næst? Valur getur fagnað því að vera á toppnum og eru að nálgast það að vera deildarmeistarar. Þeir geta gengið enn lengra í áttina að honum í næstu viku þegar þeir fara í Smárann og etja kappi við Grindavík sem er að banka á dyrnar. Álftanes þarf að finn áræðnina hjá sér og jafna sig á þessari frammistöðu en hún var ekki góð. Það verður samt erfitt því þeir eru að fara í nágrannaslag við Stjörnuna og það verður erfitt. Finnur Freyr: Góður kúltúr í liðinu Þjálfari Valsmanna var sammála um það að þetta hafi verið fagmannleg frammistaða hjá hans mönnum í kvöld. „Já þetta var virkilega góð frammistaða og sérstaklega í seinni hálfleiknum. Ég er sáttur við það hvernig menn brugðust við eftir ryðgaðan takt í fyrri hálfleik.“ Finnur var spurður að því hvort stærðin á Álftnesingum hafi verið að valda hans mönnum vandræðum. „Þeir eru stórir og sterkir en þetta var frekar ryð í okkur. Við vorum illa staðsettir og ákvarðanatakan var frekar slök eftir að hafa verið bara að æfa í nokkuð langan tíma.“ Það fékkst endanlega staðfest í kvöld að Joshua Jefferson verður ekki meira með Val í kvöld. „Joshua sleit krossbönd og er á leiðinni í aðgerð í næstu viku. Hann er duglegur í sinni endurhæfingu og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni en verður ekki meira með hjá okkur.“ Það lá þá beinast við að spyrja hvort það sé eitthvað að frétta af Kára Jónssyni og Finnur fór í langan sálm þá um lið sitt sem er vissulega vel mannað. „Kári er svona að hóta þessu með því að skokka hérna í hring en það er langt í hann. Það þýðir ekkiert að spá í það meira og þið verðið að gera mér greiða að hætta að spyrja um hann. Við erum með flottan leikmannahóp og Justas er að komast betur inn í þetta. Hjálmar og Aaron áttu góðan leik og þetta er liðið okkar út keppnina og ég hef fulla trú á því að við getum gert góða atlögu að því að vinna rest.“ Það er þá væntanlega góðs viti að hafa úr nægu að velja í liðinu? „Já, við þurftum kannski að fara í einhverjar breytingar þegar menn eru að detta út en það er gaman að sjá óvæntar breytingar. Ástþór Svalason er búinn að vera frábær einhverja tíu leiki í röð og það er góður kúltúr í liðinu sem mér finnst vera að smitast út og nýjir menn eru fljótir að komast inn í þetta. En við skulum vera alveg rólegir. Álftanes er kannski með hugann í Höllinni, eitthvað sem við erum súrir að missa af, þannig að það er fínt að geta tekið það út á þeim í kvöld“, sagði Finnur og brosti út í annað. Subway-deild karla Valur UMF Álftanes
Valur steig stórt skref í átt að deildarmeistaratitlinum með sigri á nýliðum Álftaness á Hlíðarenda. Valsmenn sýndu af sér fagmannlega frammistöðu og eftir jafnan fyrri hálfleik þá gengu þeir á milli bols og höfuðs á Álftnesingum. Lokatölur 89-71. Álftnesingar byrjuðu betur í kvöld og leiddu 2-7 áður en Valsmenn náðu vopnum sínum og komu leiknum í jafnvægi. Liðin skiptust á körfum og forystu þángað til að gestirnir náðu að smíða fjögurra stiga forskot áður en Valsmenn kláruðu fyrsta leikhluta með því að minnka muninn í tvö stig. Álftnesingar áttu góðar lotur, en ekki áhlaup, í upphafi leiks og í lok leikhlutans varnarleikur beggja liða var ekki í fyrirrúmi. Í öðrum leikhluta hótuðu Valsmenn að stinga af en þeir voru komnir í átta stiga forskot þegar um tvær mínútur lifðu af fyrri hálfleik. Valsmenn voru að loka á aðgerðir gestanna en náðu ekki að nýta það í sóknarleiknum til að gera forskotið stærra og gestirnir nýttu það. Eftir nokkra þrista og stopp þá var munurinn orðinn eitt stig þegar nokkrar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik en Ástþór Svalason lokaði honum með þrist þanngi að staðan var 46-42 fyrir Val. Kristófer Acox var stigahæstur í hálfleik með 15 stig. Allt annað var upp á teningnum í þriðja leikhluta þegar Valsmenn byrjuðu að klemma Álftnesinga niður og skora körfur í kjölfarið á stoppunum sínum. Valur skoraði 11 stig gegn tveimur stigum gestanna og um miðbik hálfleiksins þurftu Álftnesingar að taka leikhlé til að ráða ráðum sínum. Munurinn þá 13 stig 57-44. Álftnesingar tóku örlítið við sér en alls ekki nóg til að ógna forskotinu sem Valur var með og staðan 67-56 fyrir heimamenn fyrir lokaleikhlutann. Í fjórða leikhluta var það Justas Tamulis sem fékk lyklana að Valsvagninum. Hann skoraði sjö stig í röð fyrir Valsmenn og það var hann sem negldi niður þrist til að koma muninum í 20 stig þegar þrjár mínútur voru eftir, 82-62. Valur lokaði á öll sund og gestirnir gátu ekki keypt sér aðgang að teig heimamanna. Þeir reyndu þó en Valur tók leikhlé þegar stutt var eftir og fékk tvo þrista út úr því og enduðu leikar 89-71 fyrir Valsmenn sem hafa unnið 11 leiki í röð. Þeir eru líklegast besta lið landsins þessa stundina því taflan lýgur sjaldan og það voru engar lygar í þessari frammistöðu þeirra. Afhverju vann Valur? Þeir komust á þann stað sem þeir vilja vera á í varnarleik sínum í seinni hálfleik. Þvinguðu Álftnesinga í að vera fyrir utan teiginn þar sem þeirra helstu menn nýtast ekki sem skildi og fengu fínan sóknarleik upp úr því. Hvað gekk illa? Álftnesingar hittu mjög illa þegar leið á leikinn. Það er til marks um fínan varnarleik heimamanna. Heildarprósentan 38% en 32% úr þriggja stiga skotum. Sem er fínt en 41% hittni inn í teig er ekki nógu gott. Þá gekk gestunum illa að halda boltanum. Allavega verr en heimamönnum sem töpuðu sex boltum en Álftanes 15. Bestir á vellinum? Douglas Wilson var stigahæstur gestanna með 18 stig og tók kappinn einnig 12 fráköst. Það dugði samt skammt en hann hitti úr átta af 21 skoti sínu. Hjá Val var Kristófer Acox stigahæstur með 20 stig, átta fráköst og fimm stosendingar. Hann vann sínar mínútur með mesta mun allra eða með 32 stigum. Annars voru margir sem lögðu í púkkið hjá Val og skoraði Justas Tamulis 18 stig i kvöld og þar af voru meira en 10 stig í fjórða leikhluta. Alls skoruðu fimm leikmenn Vals yfir 10 stig. Hvað næst? Valur getur fagnað því að vera á toppnum og eru að nálgast það að vera deildarmeistarar. Þeir geta gengið enn lengra í áttina að honum í næstu viku þegar þeir fara í Smárann og etja kappi við Grindavík sem er að banka á dyrnar. Álftanes þarf að finn áræðnina hjá sér og jafna sig á þessari frammistöðu en hún var ekki góð. Það verður samt erfitt því þeir eru að fara í nágrannaslag við Stjörnuna og það verður erfitt. Finnur Freyr: Góður kúltúr í liðinu Þjálfari Valsmanna var sammála um það að þetta hafi verið fagmannleg frammistaða hjá hans mönnum í kvöld. „Já þetta var virkilega góð frammistaða og sérstaklega í seinni hálfleiknum. Ég er sáttur við það hvernig menn brugðust við eftir ryðgaðan takt í fyrri hálfleik.“ Finnur var spurður að því hvort stærðin á Álftnesingum hafi verið að valda hans mönnum vandræðum. „Þeir eru stórir og sterkir en þetta var frekar ryð í okkur. Við vorum illa staðsettir og ákvarðanatakan var frekar slök eftir að hafa verið bara að æfa í nokkuð langan tíma.“ Það fékkst endanlega staðfest í kvöld að Joshua Jefferson verður ekki meira með Val í kvöld. „Joshua sleit krossbönd og er á leiðinni í aðgerð í næstu viku. Hann er duglegur í sinni endurhæfingu og það verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni en verður ekki meira með hjá okkur.“ Það lá þá beinast við að spyrja hvort það sé eitthvað að frétta af Kára Jónssyni og Finnur fór í langan sálm þá um lið sitt sem er vissulega vel mannað. „Kári er svona að hóta þessu með því að skokka hérna í hring en það er langt í hann. Það þýðir ekkiert að spá í það meira og þið verðið að gera mér greiða að hætta að spyrja um hann. Við erum með flottan leikmannahóp og Justas er að komast betur inn í þetta. Hjálmar og Aaron áttu góðan leik og þetta er liðið okkar út keppnina og ég hef fulla trú á því að við getum gert góða atlögu að því að vinna rest.“ Það er þá væntanlega góðs viti að hafa úr nægu að velja í liðinu? „Já, við þurftum kannski að fara í einhverjar breytingar þegar menn eru að detta út en það er gaman að sjá óvæntar breytingar. Ástþór Svalason er búinn að vera frábær einhverja tíu leiki í röð og það er góður kúltúr í liðinu sem mér finnst vera að smitast út og nýjir menn eru fljótir að komast inn í þetta. En við skulum vera alveg rólegir. Álftanes er kannski með hugann í Höllinni, eitthvað sem við erum súrir að missa af, þannig að það er fínt að geta tekið það út á þeim í kvöld“, sagði Finnur og brosti út í annað.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti