Örplast tengt við hjartasjúkdóma, heilablóðföll og dauða í nýrri rannsókn Magnús Jochum Pálsson skrifar 8. mars 2024 00:23 Plastið er alls staðar og örplastið enn víðar. Vísir/Vilhelm Ítölsk rannsókn hefur vakið athygli vegna þess að hún sýnir í fyrsta sinn tengsl milli örplasts og hjartasjúkdóma. Rannsóknin er ýmsum takmörkunum háð en vísindamenn sem rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakefið segja hana marka tímamót. Við erum umkringd og umvafin plasti flestalla daga, hvort sem það er í matarpakkningum, raftækjum, dekkjum, húsgögnum eða fötum. Það sem meira er þá losar plastið frá sér örplast sem getur smogið næstum hvert sem er og fólk getur bæði gleypt og andað að sér. Örplast hefur fundist í höfunum, drykkjar- og regnvatni, flögrandi um loftið og meira að segja í brjóstamjólk. Ekki nóg með að örplastið sé alls staðar heldur getur það tekið aldir fyrir það að brotna niður. Fyrir vikið eiga frumur sem sjá um að hreinsa burt rusl erfitt með að eyða örplastinu sem safnast þá upp í lífverum. Í mönnum hefur örplast fundist í blóði og líffærum á borð við lungu og fylgju. Þrátt fyrir að örplastið safnist fyrir í líkamanum þýðir ekki endilega að það valdi skaða. Plastmengaðir líklegri til að fá hjartaáfall, slag eða deyja Í fyrsta skipti hefur hins vegar birst rannsókn sem sýnir tengsl milli örplasts og heilsu fólks. Rannsóknin var unnin af ítölskum vísindamönnum við Campania Luigi Vanvitelli háskóla í Caserta og tók fyrir 257 einstaklinga sem höfðu farið í aðgerð til að losa stíflaðar blóðæðar í hálsi. Vísindamennirnir greindu fitubygginguna sem skurðlæknarnir fjarlægðu úr hálsslagæðum fólksins en þær ferja blóð og súrefni til heilans. Með tveimur aðferðum greindu þeir merki um plast, aðallega ósýnilegt nanóplast, í æðaskellum 150 sjúklinga (um 58 prósent þátttakenda) en ekkert plast í 107 sjúklingum. Fylgst var með einstaklingunum í þrjú ár eftir aðgerðina. Þrjátíu einstaklingar af þeim sem innihéldu plast (um nítján prósent) fengu á þeim tíma hjartaáfall, heilablóðfall eða létust til samanburðar við aðeins átta af þeim plastlausu (um 7,5 prósent). Þar að auki voru merki um meiri æðabólgur í þeim sem voru með plast í æðunum en þær eru taldar geta aukið hættu á hjartaáföllum og heilablóðföllum. Fyrsta rannsóknin sem gefi til kynna tengsl plasts við sjúkdóma Rannsóknin birtist í The New England Journal of Medicine þann 6. mars er þó ýsmum takmörkunum háð. Í fyrsta lagi vegna þess hve fáir voru rannsakaðir, í öðru lagi vegna þess að fólkið sem var til rannsóknar glímdi þegar við ákveðna heilsubresti sem eru ekki lýsandi fyrir heildarfjölda fólks og í þriðja lagi vegna þess að vísindamennirnir gátu ekki rannsakað efnahagslega og félagslega þætti sjúklinganna. Phillip Landrigan, barnalæknir og faraldursfræðingur við Boston College, skrifaði ritsjórnarleiðara í sama tímarit og segir vísindamenn hafa velt fyrir sér áhrifum örplasts á heilsu fólks undanfarin tuttugu ár en það hafi reynst erfitt að meta hver þau séu nákvæmlega. Landrigan segir rannsóknina vera þá fyrstu sem gefi til kynna tengsl milli örplasts og nanóplasts við sjúkdóma í mönnum. „Hún sannar ekki orsök og afleiðingu en gefur í skyn orsök og afleiðingu,“ sagði Landrigan sem sagði nauðsynlegt að rannsóknin krefðist frekari rannsókna svo hægt væri annað hvort að staðfesta niðurstöðurnar eða afsanna þær. Skotpallur fyrir frekari rannsóknir á örplasti Aðrir vísindamenn sem hafa rannsakað hjarta- og æðakerfið hafa verið misyfirlýsingarglaðir um rannsóknina. Hún sé takmörkuð en boði þó ákveðin tíðindi. „Rannsóknin er forvitnileg. Hins vegar eru töluverðar takmarkanir á henni,“ sagði Dr. Steve Nissen, hjartasérfræðingur við Cleveland Clinic, akademíska læknastöð. Hann segir rannsóknina vekja okkur til umhugsunar um að hugsanlega þurfi að taka örplast meira alvarlegar en áður. „Valdur að hjartasjúkdómum? Ekki sannað. Sem mögulegu valdu? Já, kannski,“ Robert Brook, vísindamaður sem vinnur við að rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakerfið við Wayne State háskóla í Detroit, var yfirlýsingaglaðari og sagði rannsóknina vera tímamótarannsókn. „Þetta verður skotpallur fyrir frekari rannsóknir um allan heim við að staðfesta, víkka út og kafa dýpra ofan í stærð þeirrar hættu sem stafar af ör- og nanóplasti,“ sagði hann. Umhverfismál Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Við erum umkringd og umvafin plasti flestalla daga, hvort sem það er í matarpakkningum, raftækjum, dekkjum, húsgögnum eða fötum. Það sem meira er þá losar plastið frá sér örplast sem getur smogið næstum hvert sem er og fólk getur bæði gleypt og andað að sér. Örplast hefur fundist í höfunum, drykkjar- og regnvatni, flögrandi um loftið og meira að segja í brjóstamjólk. Ekki nóg með að örplastið sé alls staðar heldur getur það tekið aldir fyrir það að brotna niður. Fyrir vikið eiga frumur sem sjá um að hreinsa burt rusl erfitt með að eyða örplastinu sem safnast þá upp í lífverum. Í mönnum hefur örplast fundist í blóði og líffærum á borð við lungu og fylgju. Þrátt fyrir að örplastið safnist fyrir í líkamanum þýðir ekki endilega að það valdi skaða. Plastmengaðir líklegri til að fá hjartaáfall, slag eða deyja Í fyrsta skipti hefur hins vegar birst rannsókn sem sýnir tengsl milli örplasts og heilsu fólks. Rannsóknin var unnin af ítölskum vísindamönnum við Campania Luigi Vanvitelli háskóla í Caserta og tók fyrir 257 einstaklinga sem höfðu farið í aðgerð til að losa stíflaðar blóðæðar í hálsi. Vísindamennirnir greindu fitubygginguna sem skurðlæknarnir fjarlægðu úr hálsslagæðum fólksins en þær ferja blóð og súrefni til heilans. Með tveimur aðferðum greindu þeir merki um plast, aðallega ósýnilegt nanóplast, í æðaskellum 150 sjúklinga (um 58 prósent þátttakenda) en ekkert plast í 107 sjúklingum. Fylgst var með einstaklingunum í þrjú ár eftir aðgerðina. Þrjátíu einstaklingar af þeim sem innihéldu plast (um nítján prósent) fengu á þeim tíma hjartaáfall, heilablóðfall eða létust til samanburðar við aðeins átta af þeim plastlausu (um 7,5 prósent). Þar að auki voru merki um meiri æðabólgur í þeim sem voru með plast í æðunum en þær eru taldar geta aukið hættu á hjartaáföllum og heilablóðföllum. Fyrsta rannsóknin sem gefi til kynna tengsl plasts við sjúkdóma Rannsóknin birtist í The New England Journal of Medicine þann 6. mars er þó ýsmum takmörkunum háð. Í fyrsta lagi vegna þess hve fáir voru rannsakaðir, í öðru lagi vegna þess að fólkið sem var til rannsóknar glímdi þegar við ákveðna heilsubresti sem eru ekki lýsandi fyrir heildarfjölda fólks og í þriðja lagi vegna þess að vísindamennirnir gátu ekki rannsakað efnahagslega og félagslega þætti sjúklinganna. Phillip Landrigan, barnalæknir og faraldursfræðingur við Boston College, skrifaði ritsjórnarleiðara í sama tímarit og segir vísindamenn hafa velt fyrir sér áhrifum örplasts á heilsu fólks undanfarin tuttugu ár en það hafi reynst erfitt að meta hver þau séu nákvæmlega. Landrigan segir rannsóknina vera þá fyrstu sem gefi til kynna tengsl milli örplasts og nanóplasts við sjúkdóma í mönnum. „Hún sannar ekki orsök og afleiðingu en gefur í skyn orsök og afleiðingu,“ sagði Landrigan sem sagði nauðsynlegt að rannsóknin krefðist frekari rannsókna svo hægt væri annað hvort að staðfesta niðurstöðurnar eða afsanna þær. Skotpallur fyrir frekari rannsóknir á örplasti Aðrir vísindamenn sem hafa rannsakað hjarta- og æðakerfið hafa verið misyfirlýsingarglaðir um rannsóknina. Hún sé takmörkuð en boði þó ákveðin tíðindi. „Rannsóknin er forvitnileg. Hins vegar eru töluverðar takmarkanir á henni,“ sagði Dr. Steve Nissen, hjartasérfræðingur við Cleveland Clinic, akademíska læknastöð. Hann segir rannsóknina vekja okkur til umhugsunar um að hugsanlega þurfi að taka örplast meira alvarlegar en áður. „Valdur að hjartasjúkdómum? Ekki sannað. Sem mögulegu valdu? Já, kannski,“ Robert Brook, vísindamaður sem vinnur við að rannsaka umhverfisáhrif á hjarta- og æðakerfið við Wayne State háskóla í Detroit, var yfirlýsingaglaðari og sagði rannsóknina vera tímamótarannsókn. „Þetta verður skotpallur fyrir frekari rannsóknir um allan heim við að staðfesta, víkka út og kafa dýpra ofan í stærð þeirrar hættu sem stafar af ör- og nanóplasti,“ sagði hann.
Umhverfismál Heilbrigðismál Ítalía Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira