Engin samkeppni, aðeins samstaða Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 8. mars 2024 09:01 Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun