Ísak fagnaði sterkum sigri en Ingibjörg bíður enn Sindri Sverrisson skrifar 8. mars 2024 19:44 Ísak Bergmann Jóhannesson á ferðinni gegn Hamburg í kvöld. Getty/Stefan Brauer Ísak Bergmann Jóhannesson ætti að koma fullur sjálfstrausts í komandi landsliðsverkefni eftir gott gengi hjá Fortuna Düsseldorf. Liðið vann sterkan 2-0 sigur gegn Hamburg í kvöld, í þýsku B-deildinni í fótbolta. Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti. Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira
Ísak var að vanda í byrjunarliði Düsseldorf og lék nánast allan leikinn. Heimamenn komust yfir á elleftu mínútu, með marki Felix Klaus, og hagur þeirra vænkaðist enn þegar Hamburg missti Moritz Heyer af velli með rautt spjald snemma í seinni hálfleik. Christos Tzolis innsiglaði svo sigur Düsseldorf á 63. mínútu. Düsseldorf er núna í 7. sæti með 37 stig, fjórum stigum á eftir Hamburg sem er í 3. sæti en liðið sem endar í því sæti fer í umspil um að komast upp í efstu deild. St. Pauli og Holstein Kiel eru í efstu tveimur sætunum, með 48 og 43 stig. Þórir Jóhann Helgason var í byrjunarliði Braunschweig og lék í klukkutíma þegar liðið tók á móti Hansa Rostock, en eftir að Þórir fór af velli skoruðu gestirnir eina mark leiksins. Sigurinn var dýrmætur fyrir Hansa Rostock sem komst upp í 16. sæti, einu stigi upp fyrir Braunschweig sem nú situr í fallsæti. Lið Ingibjargar enn án sigurs Það gengur fátt upp hjá Duisburg, liði landsliðskonunnar Ingibjargar Sigurðardóttur, en liðið er enn án sigurs eftir fjórtán leiki og virðist ætla að kveðja efstu deild. Ingibjörg gekk til liðs við félagið í janúar. Í kvöld tapaði Duisburg 4-1 fyrir Essen á útivelli, eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Ingibjörg lék allan leikinn í vörn Duisburg. Duisburg er aðeins með fjögur stig í tólfta og neðsta sæti, sjö stigum frá næsta örugga sæti, en Essen er með 18 stig í 8. sæti.
Þýski boltinn Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Sjá meira