Snerist hugur um TikTok eftir heimsókn auðjöfurs Samúel Karl Ólason skrifar 11. mars 2024 16:57 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi. AP/Mike Stewart Undir lok forsetatíðar sinnar skrifaði Donald Trump undir forsetatilskipun sem ætlað var að takmarka umfang samfélagsmiðilsins TikTok í Bandaríkjunum. Var það á grunni þess að Kommúnistaflokkur Kína stýrði í raun samfélagsmiðlinum og hefði þannig gífurleg áhrif á fjölmiðlaneyslu Bandaríkjamanna. Forsetinn fyrrverandi hefur ítrekað sagt að hann sé mótfallinn TikTok og hafa aðrir ráðamenn vestanhafs lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Þeirra á meðal er Joe Biden, núverandi forseti. Biden hefur sagst tilbúinn til að skrifa undir frumvarp um aðgerðir gegn TikTok en um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota samfélagsmiðilinn. Kínverska fyrirtækið Bytedance á TikTok. Til stendur að greiða atkvæði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um slíkt frumvarp í þessari viku. Frumvarpið myndi þvinga yfirvöld í Kína til að selja hlut sinn í fyrirtækinu, eigi samfélagsmiðillinn að vera aðgengilegt í Bandaríkjunum. Tveir þriðju þingamanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu til að samþykkja það. Erfitt er að segja til um hvernig fer en samkvæmt frétt Reuters er framtíð þess í öldungadeildinni einnig óljós. Þar hafa þingmenn sagst vilja breytingar á frumvarpinu. Trump lýsti því skyndilega yfir síðasta fimmtudag að hann væri mótfallinn því að grípa til aðgerða gegn TikTok. Sagði hann það vera vegna þess að Meta, sem rekur Facebook, Instagram og aðra miðla, myndi hagnast á því. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, kallaði Trump Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, Zuckerschmuck, og sakaði hann Facebook um að hafa „svindlað“ í síðustu forsetakosningum. Þá lýsti forsetinn fyrrverandi því yfir að Meta væri „óvinur fólksins“. TikTok vinsælla hjá íhaldsmönnum Tímasetning kúvendingar Trumps vakti nokkra furðu. Hún kom einungis nokkrum dögum eftir að íhaldsami auðjöfurinn Jeff Yass, heimsótti Trump í Flórída. Eftir fund þeirra fór Trump fögrum orðum um auðjöfurinn og hafa fregnir borist af því að Yass ætli mögulega að gefa fé í kosningasjóði Trumps. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Yass á um 33 milljarða dala hlut í TikTok og hefur ítrekað hótað hægri sinnuðum stjórnmálamönnum vestanhafs að styðja þá ekki fjárhagslega, nema þeir séu mótfallnir áðurnefndu frumvarpi um samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Intelligencer hjá NY Magazine. Axios segir skilaboðum frá reiðum Bandaríkjamönnum hafa rignt yfir þingmenn í síðustu viku eftir að forsvarsmenn TikTok héldu því fram við notendur að yfirvöld í Bandaríkjunum væru að reyna að loka samfélagsmiðlinum. Þá hefur miðillinn orðið vinsælli meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Margir fyrirferðarmiklir aðilar innan hreyfingar Trumps njóta mikilla vinsælda þar og ná til milljóna ungra Bandaríkjamanna í gegnum TikTok. Einn innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum sagði blaðamanni Axios að Repúblikönum vegnaði vel á TikTok og myndefni þeirra næði til margra. Á sama tíma væru færslur frá íhaldsmönnum ritskoðaðar á Facebook. Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Joe Biden Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Forsetinn fyrrverandi hefur ítrekað sagt að hann sé mótfallinn TikTok og hafa aðrir ráðamenn vestanhafs lýst yfir sambærilegum áhyggjum. Þeirra á meðal er Joe Biden, núverandi forseti. Biden hefur sagst tilbúinn til að skrifa undir frumvarp um aðgerðir gegn TikTok en um 170 milljónir Bandaríkjamanna nota samfélagsmiðilinn. Kínverska fyrirtækið Bytedance á TikTok. Til stendur að greiða atkvæði í fulltrúadeild Bandaríkjaþings um slíkt frumvarp í þessari viku. Frumvarpið myndi þvinga yfirvöld í Kína til að selja hlut sinn í fyrirtækinu, eigi samfélagsmiðillinn að vera aðgengilegt í Bandaríkjunum. Tveir þriðju þingamanna þurfa að greiða atkvæði með frumvarpinu til að samþykkja það. Erfitt er að segja til um hvernig fer en samkvæmt frétt Reuters er framtíð þess í öldungadeildinni einnig óljós. Þar hafa þingmenn sagst vilja breytingar á frumvarpinu. Trump lýsti því skyndilega yfir síðasta fimmtudag að hann væri mótfallinn því að grípa til aðgerða gegn TikTok. Sagði hann það vera vegna þess að Meta, sem rekur Facebook, Instagram og aðra miðla, myndi hagnast á því. Í færslu á samfélagsmiðli sínum, Truth Social, kallaði Trump Mark Zuckerberg, forstjóra Meta, Zuckerschmuck, og sakaði hann Facebook um að hafa „svindlað“ í síðustu forsetakosningum. Þá lýsti forsetinn fyrrverandi því yfir að Meta væri „óvinur fólksins“. TikTok vinsælla hjá íhaldsmönnum Tímasetning kúvendingar Trumps vakti nokkra furðu. Hún kom einungis nokkrum dögum eftir að íhaldsami auðjöfurinn Jeff Yass, heimsótti Trump í Flórída. Eftir fund þeirra fór Trump fögrum orðum um auðjöfurinn og hafa fregnir borist af því að Yass ætli mögulega að gefa fé í kosningasjóði Trumps. Sjá einnig: Biden situr á digrum sjóðum en Trump ver fúlgum í lögmenn Yass á um 33 milljarða dala hlut í TikTok og hefur ítrekað hótað hægri sinnuðum stjórnmálamönnum vestanhafs að styðja þá ekki fjárhagslega, nema þeir séu mótfallnir áðurnefndu frumvarpi um samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Intelligencer hjá NY Magazine. Axios segir skilaboðum frá reiðum Bandaríkjamönnum hafa rignt yfir þingmenn í síðustu viku eftir að forsvarsmenn TikTok héldu því fram við notendur að yfirvöld í Bandaríkjunum væru að reyna að loka samfélagsmiðlinum. Þá hefur miðillinn orðið vinsælli meðal íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Margir fyrirferðarmiklir aðilar innan hreyfingar Trumps njóta mikilla vinsælda þar og ná til milljóna ungra Bandaríkjamanna í gegnum TikTok. Einn innanbúðarmaður í Repúblikanaflokknum sagði blaðamanni Axios að Repúblikönum vegnaði vel á TikTok og myndefni þeirra næði til margra. Á sama tíma væru færslur frá íhaldsmönnum ritskoðaðar á Facebook.
Bandaríkin Kína Samfélagsmiðlar Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Facebook Meta Joe Biden Tengdar fréttir Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26 Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39 Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31 Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42 Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Sjá meira
Segir Trump ætla að stöðva alla aðstoð handa Úkraínumönnum Viktor Orban, umdeildur forsætisráðherra Ungverjalands, segir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðanda, hafa sagt sér að verði hann forseti á nýjan leik muni hann binda endi á alla hernaðaraðstoð til Úkraínu. Það er samkvæmt Orban liður í „nákvæmum áætlunum“ Trumps um að binda enda á stríðið í Úkraínu. 11. mars 2024 14:26
Stefnuræða Bidens: Fór hörðum orðum um Trump en nefndi hann aldrei á nafn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, flutti í gær sína árlega stefnuræðu á bandaríska þinginu þar sem hann fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta og væntanlegan mótframbjóðanda hans, án þess þó að nefna hann á nafn. Þar að auki færði hann rök fyrir öðru kjörtímabili sínu og gagnrýndi Repúblikana harðlega. 8. mars 2024 11:39
Trump skorar Biden á hólm í kappræðum Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi frambjóðandi hefur skorað á Joe Biden sitjandi forseta í kappræður í sjónvarpi. 7. mars 2024 07:31
Haley hættir við Nikki Haley, fyrrverandi ríkisstjóri Suður-Karólínu og fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, ætlar að hætta við forsetaframboð sitt. Henni hefur ekki gengið vel í forvali Repúblikanaflokksins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. 6. mars 2024 11:42
Ríkjum ekki heimilt að útiloka Trump Hæstiréttur Bandaríkjanna segir einstök ríki ekki geta meinað Donald Trump, fyrrverandi forseta og núverandi forsetaframbjóðanda, að vera á kjörseðlum þar á grundvelli fjórtánda ákvæðis stjórnarskrár ríkisins. Ákvörðunin mun hafa áhrif í Colorado, Maine og Illinois, þar sem Trump hafði verið bannað að bjóða sig fram. 4. mars 2024 15:41