Arsenal trónir á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þegar tíu leikir eru til loka tímabils. Liðið er hins vegar með bakið uppvið vegg í Meistaradeildinni eftir 0-1 tap í Portúgal. Á morgun þarf liðið því að vinna með að lágmarki tveggja marka mun og það án Martinelli.
Gabriel Martinelli will miss Arsenal s Champions League game against Porto on Tuesday due to a foot injury.#AFC
— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) March 11, 2024
More from @gunnerblog https://t.co/vtY2Vx4TdH
Hinn 22 ára gamli Martinelli er lykilmaður í liði Arsenal en hann er meiddur á fæti. Leikur þessi Brasilíski framherji öllu jafna úti vinstra megin í 4-3-3 leikkerfi Mikel Arteta, þjálfara liðsins.
Til þessa hefur Martinelli skorað tvö mörk og gefið eina stoðsendingu í fjórum leikjum í deild þeirra bestu. Þá hefur hann skorað sex og lagt upp fjögur til viðbótar í ensku úrvalsdeildinni.
Leikur Arsenal og Porto hefst klukkan 20.00 annað kvöld, þriðjudag, og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.