Gjaldfrjálsar skólamáltíðir stórt framfaraskref í þágu barna Anton Guðmundsson skrifar 12. mars 2024 11:01 Samfélag samvinnu og jafnaðar. Grunnskóla er ætlað það hlutverk að leggja grunn að virkri þátttöku barna í lýðræðissamfélagi og veita viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám eða störf á vinnumarkaði. Næring er ein af grunnþörfum mannsins, öll þurfum við góða næringu til þess að geta fengist við verkefni dagsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna og er næring lykilatriði fyrir nemendur og hún á að vera í boði á jafnréttisgrundvelli á grunnskólastiginu án aðgreiningar og endurgjalds. Öll viljum við að börnin okkar séu vel nærð í amstri dagsins og höfum við í Suðurnesjabæ unnið markvisst að því að auka niðurgreiðslu skólamáltíða á kjörtímabilinu, um síðustu áramót var kostnaðarhlutfall sveitarfélags hækkað úr 50% í 60% og systkinaafsláttur innleiddur þar sem foreldrar borga fyrir 2 börn en 3+ án gjalds Við í Framsókn höfum talað skýrt fyrir því að okkur þykir sjálfsagt að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Suðurnesjabæjar og var það eitt af okkar helstu baráttumálum fyrir síðustu kosningar. Með gjaldfrjálsum skólamáltíðum stuðlum við að jafnræði á milli heimila óháð efnahag og stöðu foreldra. Grunnskólamenntun án aðgreiningar og endurgjalds Hugsjón okkar Framsóknar í Suðurnesjabæ er sú að á íslandi er skólaskylda og teljum við það í raun hreint og klárt velferðar og jafnréttismál að bjóða upp á raunverulega gjaldfrjálsa grunnskólamenntun á Íslandi án aðgreiningar og endurgjalds. þannig stuðlum við að jafnræði barna óháð stöðu foreldra og tryggjum einnig að börn fái heita máltíð yfir daginn, en það er því miður veruleikinn á íslandi að öll börn búa ekki við slík lífsgæði. Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska, grundvallarlífskjara og náttúrugæða óháð uppruna, heilsu og efnahags. Stutt er síðan að breytingar voru gerðar á lögum um grunnskóla nr. 91 frá 12. júní 2008 en þar kom inn ákvæði í 31. gr laganna sem fjallar um "Kostnað í skyldunámi kemur fram að Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samrýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá. Framsókn hvatti sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitastjórnarráð Framsóknarflokksins hvatti sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Sveitarstjórnarráð Framsóknar studdi að ríki og sveitarfélög myndu tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafði samþykkt. Við erum að stíga gríðarlega mikilvægt skref með því að innleiða gjaldfrjálsar skólamaltíðir á Íslandi og lýsi ég yfir ánægju með nýja kjarasamninga sem tryggja aukin lífskjör í landinu sem munu leiða af sér lækkun verðbólgu og vaxta, En þeir munu líka um leið tryggja börnunum okkar bjarta framtíð með jöfnu aðgengi að næringarríkum og hollum mat. Ríki og sveitarfélög ættu að líta á verkefnið sem lausn sameiginlegs viðfangsefnis þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jöfnuðar Framsókn er hreyfi afl framfara í samfélaginu og setur barnafjölskyldur í forgang Anton Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anton Guðmundsson Suðurnesjabær Framsóknarflokkurinn Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Grunnskólar Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Samfélag samvinnu og jafnaðar. Grunnskóla er ætlað það hlutverk að leggja grunn að virkri þátttöku barna í lýðræðissamfélagi og veita viðeigandi undirbúning og fjölbreytt tækifæri fyrir frekara nám eða störf á vinnumarkaði. Næring er ein af grunnþörfum mannsins, öll þurfum við góða næringu til þess að geta fengist við verkefni dagsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna og er næring lykilatriði fyrir nemendur og hún á að vera í boði á jafnréttisgrundvelli á grunnskólastiginu án aðgreiningar og endurgjalds. Öll viljum við að börnin okkar séu vel nærð í amstri dagsins og höfum við í Suðurnesjabæ unnið markvisst að því að auka niðurgreiðslu skólamáltíða á kjörtímabilinu, um síðustu áramót var kostnaðarhlutfall sveitarfélags hækkað úr 50% í 60% og systkinaafsláttur innleiddur þar sem foreldrar borga fyrir 2 börn en 3+ án gjalds Við í Framsókn höfum talað skýrt fyrir því að okkur þykir sjálfsagt að bjóða upp á gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum Suðurnesjabæjar og var það eitt af okkar helstu baráttumálum fyrir síðustu kosningar. Með gjaldfrjálsum skólamáltíðum stuðlum við að jafnræði á milli heimila óháð efnahag og stöðu foreldra. Grunnskólamenntun án aðgreiningar og endurgjalds Hugsjón okkar Framsóknar í Suðurnesjabæ er sú að á íslandi er skólaskylda og teljum við það í raun hreint og klárt velferðar og jafnréttismál að bjóða upp á raunverulega gjaldfrjálsa grunnskólamenntun á Íslandi án aðgreiningar og endurgjalds. þannig stuðlum við að jafnræði barna óháð stöðu foreldra og tryggjum einnig að börn fái heita máltíð yfir daginn, en það er því miður veruleikinn á íslandi að öll börn búa ekki við slík lífsgæði. Við setjum manngildi ofar auðgildi og viljum að hver og einn hafi sama rétt til menntunar, þroska, grundvallarlífskjara og náttúrugæða óháð uppruna, heilsu og efnahags. Stutt er síðan að breytingar voru gerðar á lögum um grunnskóla nr. 91 frá 12. júní 2008 en þar kom inn ákvæði í 31. gr laganna sem fjallar um "Kostnað í skyldunámi kemur fram að Kennsla í skyldunámi í opinberum grunnskólum skal veitt nemendum að kostnaðarlausu og er óheimilt að krefja nemendur eða foreldra þeirra um greiðslu fyrir kennslu, þjónustu, námsgögn eða annað efni sem nemendum er gert skylt að nota í námi sínu og samrýmist ákvæðum laga þessara og aðalnámskrá. Framsókn hvatti sveitarfélög til að styðja gjaldfrjálsar skólamáltíðir Sveitastjórnarráð Framsóknarflokksins hvatti sveitarstjórnarfólk um land allt til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á vinnumarkaði, sem hafi það að markmiði að ná niður verðbólgu og vöxtum í landinu. Sveitarstjórnarráð Framsóknar studdi að ríki og sveitarfélög myndu tryggja gjaldfrjálsar skólamáltíðir í grunnskólum eins og ríkisstjórnin hafði samþykkt. Við erum að stíga gríðarlega mikilvægt skref með því að innleiða gjaldfrjálsar skólamaltíðir á Íslandi og lýsi ég yfir ánægju með nýja kjarasamninga sem tryggja aukin lífskjör í landinu sem munu leiða af sér lækkun verðbólgu og vaxta, En þeir munu líka um leið tryggja börnunum okkar bjarta framtíð með jöfnu aðgengi að næringarríkum og hollum mat. Ríki og sveitarfélög ættu að líta á verkefnið sem lausn sameiginlegs viðfangsefnis þjóðfélagsins á grunni samvinnu og jöfnuðar Framsókn er hreyfi afl framfara í samfélaginu og setur barnafjölskyldur í forgang Anton Guðmundsson formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í Suðurnesjabæ.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar