Árskort í World Class eða ólögmætt skrásetningargjald? Katla Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 08:31 Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hagsmunir stúdenta Háskólar Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Þegar ég á erfitt með að einbeita mér við lærdóminn hugsa ég stundum til Gumma Emils og staðfestu hans. Gummi Emil heldur oft til í World Class í Vatnsmýrinni en ég er ekki svo lánsöm að eiga árskort og get því ekki varið tíma mínum þar. Á meðan hann kurrar í köldum potti og vekur víkinga er ég að læra við Háskóla Íslands, sem rukkar mig 75.000 krónur á ári í ólögmæt skrásetningargjöld, sem samsvarar rúmlega einu World Class árskorti í Vatnsmýrinni með stúdentaafslætti. Ef ég kæmist hjá því að borga þessi ólögmætu skrásetningargjöld gæti ég fjárfest í slíku árskorti og ég ætti rúmar 5.000 krónur eftir. Þó svo að ólögmæti skrásetningargjaldanna sé illskiljanlegt málefni skiptir máli að stúdentar skilji hvar vandinn liggur. Hér er því tilraun að útskýra í hverju brot skólans felst: Þegar stjórnvöld innheimta þjónustugjöld eru þau, eins og nafnið gefur til kynna, að rukka fyrir þjónustu. Þjónustugjöld geta t.d. verið fyrir bifreiðaskoðun, prentun á pappír eða aðra þjónustu sem ríkið veitir. Skólinn má ekki rukka gjald sem er hærra en kostnaðurinn við þjónustuna sem hann veitir. Gjaldið má ekki fara í rannsóknir eða kennslu. Einnig verður skólinn að reikna út raunkostnaðinn eða áætla hann með traustum hætti. Þessa útreikninga verða stjórnvöld síðan að birta opinberlega, þannig að hægt sé að sjá með skýrum hætti fyrir hvað er verið að greiða. Fyrirmyndardæmi um þetta er gjaldskrá Þjóðskrár Íslands, þar sem kemur skýrlega fram að tiltekin þjónusta kostar X krónur. Fyrst og fremst var það á þessu atriði sem HÍ fór út af sporinu. Kostnaðarliðir skrásetningargjaldsins eru allir lagðir saman í eitt, þannig að nemendur borga m.a. fyrir þjónustu sem þeir nota aldrei. Þessa gagnrýni má líka einfaldlega orða þannig að skrásetningargjöld HÍ eru falin skólagjöld sem eru lögð á nemendur eins og hver annar skattur. Allir nemendur borga gjaldið og það er notað til að greiða fyrir almennan rekstur skólans, skrásetning er bara lítill hluti af því. Þar að auki dregst hluti af tekjum skólans af skrásetningargjöldunum á hverju ári frá því fjármagni sem HÍ fær frá ríkinu á fjárlögum. Með öðrum orðum breytist fjármagnið sem HÍ fær ekki með skrásetningargjaldinu, en það lækkar útgjöld ríkisins. Stúdentar eru að borga úr sínum vösum til brúa bilið á milli fjármagnsins sem þennan opinbera háskóla vantar og þess sem hann fær frá stjórnvöldum. Það eru ekki skrásetningargjöld í neinum öðrum opinberum háskóla á Norðurlöndunum. Því hefur Röskva lengi talað um að skrásetningargjaldið verði endurskoðað með tilliti til lækkunar eða hreinlega afnáms. Við getum haft skiptar skoðanir á réttmæti þess að hafa skrásetningargjöld við opinbera háskóla, en nemendum verður að vera ljóst fyrir hvað þau eru að greiða. Ef ekki er áhugi fyrir slíku gagnsæi hjá háskólanum, hvers vegna sýna þau ekki þann heiðarleika að kalla gjöldin réttu nafni? Þetta eru bara skólagjöld! Höfundur er í 1. sæti á lista Röskvu á Félagsvísindasviði í komandi kosningum til Stúdentaráðs Háskóla Íslands sem fara fram á Uglunni 20. og 21. mars næstkomandi.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun