Mögulegir frambjóðendur komnir í samband við almannatengla Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. mars 2024 10:53 Andrés Jónsson almannatengill spáði í forsetakosningarnar í Íslandi í dag í gærkvöldi. Vísir/Einar Almannatengill telur alls ekki útilokað að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig fram til embættis forseta í komandi kosningum. Þá hefur hann heyrt af þreifingum víða; mögulegir frambjóðendur séu byrjaðir að setja sig í samband við kollega í almannatengslum. Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2. Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Forsetakosningarnar voru til umfjöllunar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Andrés Jónsson almannatengill var fenginn til að spá í spilin. Hann segir spennandi kosningar í vændum og margir hugsi Guðna Th. Jóhannessyni fráfarandi forseta eflaust þegjandi þörfina að hafa skapað vettvang fyrir kapphlaupið sem nú fer í hönd. Enn er þó beðið eftir sannfærandi valkosti í kapphlaupið og nokkrir slíkir liggja undir feldi; Baldur Þórhallson prófessor í stjórnmálafræði eflaust sá sem kominn er næst framboði, í það minnsta opinberlega. „Svo er talað um forsætisráðherrann okkar. Ég tel ekkert útilokað að hún komi fram og fleiri í kringum mig eru farnir að velta því upp. En þetta verður mjög spennandi,“ segir Andrés. Katrín var spurð að því á Alþingi í byrjun mánaðar hvort hún hygði á forsetaframboð. Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins bað hana um afdráttarlaust „nei eða já“-svar. „Já, herra forseti. Ég hef ekki leitt hugann að slíku framboði enda eru ærin verkefni í forsætisráðuneytinu,“ svaraði forsætisráðherra. Hvað sem því líður eru almannatenglar landsins byrjaðir að finna fyrir áhuga frá mögulegum „alvöru“ frambjóðendum. Afgerandi þreifingar eru semsagt hafnar. „Maður hefur heyrt af áhuga og vangaveltum ýmissa. Ég svosem hef ekki tekið neinn að mér en maður hefur heyrt að kollegar, þeir séu farnir að fá fyrirspurnir,“ segir Andrés. Brot úr viðtalinu við Andrés má horfa á í spilaranum hér fyrir ofan. Áskrifendur geta horft á þáttinn í heild, þar sem einnig er rætt við Þóru Arnórsdóttur fyrrverandi forsetaframbjóðanda, á Stöð 2+ eða í frelsiskerfi Stöðvar 2.
Ísland í dag Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Mest lesið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Lífið Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið