Dýrtíðin skerði samkeppnishæfni áfangastaðarins Íslands Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. mars 2024 14:27 Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar bendir á að efnahagslegt umhverfi greinarinnar hér á landi skerði samkeppnishæfni. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld verða að taka alvarlega þær blikur sem á lofti eru í ferðaþjónustu. Þetta segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem varar við þeim efnahagslegu afleiðingum sem samdráttur í greininni hefði í för með sér fyrir þjóðarbúið. Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“ Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Í aðsendri grein í Viðskiptamogganum segir Bjarnheiður að blikur séu á lofti í ferðaþjónustu. Nokkrir samverkandi þættir leiði til þess að líklega verði samdráttur í greininni á þessu ári, til dæmis jarðhræringar á Reykjanesi en fréttaflutningur erlendis virðist hafa haft þau áhrif að fólk telji Ísland síður öruggan áfangastað. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.Vísir/Egill Þá vegur dýrtíðin á Íslandi einnig þungt. Skilaboðin sem Samtök ferðaþjónustunnar fái frá söluaðilum erlendis séu þau að samanburður á ferðum til Íslands og ferða til fjarlægari landa, sem hafi verið kostnaðarsamari, sýni að verðið sé orðið sambærilegt. Því sé nauðsynlegt að bæta efnahagslegt umhverfi hér á landi. „Það er há verðbólga, háir stýrivextir, hár launakostnaður, háir skattar og svo framvegis sem veldur því að verðlag í greininni er tiltölulega hátt miðað við þær þjóðir sem við berum okkur saman við og þá drögumst við einfaldlega aftur úr í samkeppnishæfni þegar áfangastaðurinn er orðinn of dýr.“ Svokallaðir „fjarmarkaðir“ séu nú að opnast hver af öðrum eftir kórónuveirufaraldur. „Við högnuðumst á því að sumir þessara markaða voru nánast lokaðir þannig að fólk ferðaðist meira bara innan Evrópu og Bandaríkjamenn til Evrópu og að lokum þá langar mig að nefna það að við stöndum okkar keppinautum langt að baki varðandi neytendamarkaðssetningu á erlendum mörkuðum. Við erum ekki að fjárfesta nægilega mikið til að kynna áfangastaðinn og halda vitund gesta vakandi varðandi staðinn og það er helst það sem við gætum bætt úr á þessum tímapunkti. Við gætum stóraukið markaðsetningu erlendis á áfangastaðnum Íslandi.“ Blikur eru á lofti í ferðaþjónustu.Vísir/VIlhelm Nokkurra prósenta samdráttur á pari við loðnubrest Bjarnheiður segir að ekki megi vanmeta efnahagsleg áhrif mögulegs samdráttar fyrir þjóðarbúið. Hún segir að til þess að almenningur og stjórnvöld skilji umfangið þurfi hún að bera saman ferðamennsku og sjávarútveg. „Fimm prósent samdráttur í fjölda ferðamanna til Íslands er eins og á við 25 milljarða tekjutap sem er á við eina meðal loðnuvertíð og síðan er hægt að margfalda þetta eftir því sem samdrátturinn verður meiri.“
Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29 Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31 Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Hægði verulega á vexti ferðaþjónustunnar undir lok árs Töluvert hægði á vexti ferðaþjónustunnar síðustu tvo mánuði ársins 2023. Velta jókst töluvert í flestum atvinnugreinum á árinu samanborið við 2022 þar sem ferðaþjónustan varð um tíma stærsta atvinnugrein landsins og óx um tuttugu prósent ásamt fasteignaviðskiptum og byggingarstarfsemi. 21. febrúar 2024 10:29
Þróunin í ferðaþjónustu á næstunni er „einn helsti áhættuþátturinn“ Vísbendingar eru um að jarðhræringarnar á Reykjanesi séu að hafa talsverð neikvæð áhrif á ferðaþjónustuna í upphafi ársins og „einn helsti áhættuþátturinn“ er hvernig þróunin verður í framhaldinu í atvinnugreininni, að sögn seðlabankastjóra. Ef hagkerfið fer að kólna hraðar en nú er spáð vegna samdráttar í ferðaþjónustu er „alveg klárt“ að það mun flýta fyrir vaxtalækkunum. 9. febrúar 2024 11:31
Vísbendingar um að ferðamönnum fjölgi ekki í ár - jafnvel samdráttur Vísbendingar eru um að það verði ekki vöxtur í fjölda ferðamanna í ár og jafnvel samdráttur, segir forstjóri eins stærsta ferðaþjónustu fyrirtækis landsins. Það er þvert á opinberar spár. 30. janúar 2024 07:00