„Ég get aðeins orðið forsætisráðherra ef allir flokkar stjórnarsamstarfið styðja það. Svo er ekki,“ skrifar hann í færslu á samfélagsmiðilinn X fyrr í kvöld.
Ik kan alleen premier worden als ALLE partijen in de coalitie dat steunen. Dat was niet zo.
— Geert Wilders (@geertwilderspvv) March 13, 2024
Ik wil graag een rechts kabinet. Minder asiel en immigratie. Nederlanders op 1.
De liefde voor mijn land en kiezer is groot en belangrijker dan mijn eigen positie.
Ik hou van NL
„Ást mín á landi mínu og kjósendum er stærri og mikilvægari en eigið embætti,“ bætir hann við.
Frelsisflokkurinn sem hefur verið kallaður öfgafullur og popúlískur vann stórsigur í þingkosningum síðastliðinn nóvember, langt umfram allar spár. Síðan niðurstöður kosninganna lágu ljósar fyrir hefur Geert reynt að mynda ríkisstjórn.
Það hefur gengið brösuglega sökum ýmissa öfgafulla stefnumála Frelsisflokksins sem aðrir hægriflokkar styðja ekki svo sem bann á rekstur moska og kóraninn. Ásamt því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu varðandi mögulega útgöngu Hollands úr Evrópusambandinu.
Frelsisflokkurinn hefur verið í viðræðum við Flokk fólks fyrir frelsi og lýðræði, Borgarahreyfingu Bænda og Nýjan samfélagssáttmála sem eru hægrisinnaðir flokkar á hollenska þinginu.
Hollenski ríkismiðillinn NOS hafði áður greint frá því að það væri til skoðunar að mynda utanþingsríkisstjórn án flokksformanna sem myndu þó halda sæti sínu á þingi. Ríkisstjórn gæti þá verið mynduð þar sem stjórnmálamenn og sérfræðingar sem eru ekki hluti af stjórnmálaflokki sætu í háum embættum.