Dýr eiga ekki að þjást Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar 14. mars 2024 10:30 Dýr geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við berum öll siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart dýrum, bæði hvað varðar meðferð og aðbúnað, hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Rík lagaleg skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra. Hér á landi gerist það að dýr séu látin þjást á meðan mál eru í ferli hjá yfirvöldum. Það er með öllu óviðunandi að dýr séu látin þjást svo vikum og jafnvel árum skiptir, verja þarf velferð dýra mun betur hér á landi. Þegar ný lög um velferð dýra voru sett árið 2013 gáfu þau góða von um aukna áherslu stjórnvalda á dýravelferð í landinu. Lögin eru að mörgu leyti góð og með þeim var jafnframt staðfest að dýr eru skyni gæddar verur. Ísland steig með þessu þýðingarmikið skref og varð eitt fárra landa heims sem viðurkenna að dýr hafi sinn tilverurétt sem beri að virða. Minnkað eftirlit með dýravelferð Nýjum dýravelferðarlögum fylgdi þó breyting sem hefur reynst mjög illa. Það staðfestir nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með velferð búfjár, margt er verulega ábótavant hvað varðar eftirlitið. Með nýjum lögum var eftirlit með dýravelferð fært til MAST, tíðni heimsókna minnkuð og ríkari áhersla lögð á ábendingar frá almenningi. Eftirlitið fór úr því að vera reglubundið árlegt eftirlit sem það var áður hjá sveitarfélögunum í svokallað áhættumiðað eftirlit þar sem langt getur liðið milli eftirlitsheimsókna. Dæmi um það er að það líða þrjú ár milli eftirlitsheimsókna hjá bæjum sem halda nautgripi og sauðfé og fjögur ár hjá þeim sem halda hross. Þetta er langur tími. Graðnaut sem eru eldri en 6 mánaða skulu alfarið haldin inni lögum samkvæmt sem þýðir að aðeins þeir aðilar sem eiga erindi í gripahúsin sjá aðbúnað þeirra. Ef þessir aðilar tilkynna slæman aðbúnað þá veit viðkomandi búfjáreigandi yfirleitt hver tilkynnti sem hefur fælandi áhrif, þessir aðilar geta veigrað sér við að tilkynna til að verða ekki fyrir áreiti eða tapa viðskiptum. Á meðan þjást dýrin. Að stjórnvöld treysti á ábendingar frá almenningi í jafn ríkum mæli og nú er gert verndar ekki dýrin. Augljóslega þarf að auka tíðni eftirlitsheimsókna. Núverandi fyrirkomulag ver ekki velferð dýra Með minnkuðu eftirliti var stöðugildum dýraeftirlitsfólks jafnframt fækkað, úr um 12 stöðugildum í 6. Svæði dýraeftirlitsfólks er gríðarstórt og hafa þau eftirlit með hundruðum starfsstöðva sem halda búfé, ásamt því að bregðast við ábendingum vegna gæludýra. Það er dagljóst að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Núverandi fyrirkomulag eftirlits með dýravelferð er óviðunandi. Það veitir búfjáreigendum lítið aðhald, það er ekki fyrirbyggjandi og ver ekki velferð dýra eins og á að vera. Nauðsynlegt er að stjórnvöld endurskoði reglur um eftirlitið og það verði árlegt á öllum starfsstöðvum eins og áður var. Jafnframt þarf að bregðast mun hraðar við þegar dýravelferðarmál koma upp. Dýr eiga ekki að þjást. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) skorar á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og hefur sambandið hrundið af stað undirskriftasöfnun. Hægt er að skrifa undir hér: Ekkert dýr á að þjást (dyravernd.is) Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Linda Karen Gunnarsdóttir Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Dýr geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Við berum öll siðferðilega og lagalega skyldu gagnvart dýrum, bæði hvað varðar meðferð og aðbúnað, hjálparskyldu og tilkynningarskyldu. Rík lagaleg skylda hvílir á stjórnvöldum að gæta að velferð dýra. Hér á landi gerist það að dýr séu látin þjást á meðan mál eru í ferli hjá yfirvöldum. Það er með öllu óviðunandi að dýr séu látin þjást svo vikum og jafnvel árum skiptir, verja þarf velferð dýra mun betur hér á landi. Þegar ný lög um velferð dýra voru sett árið 2013 gáfu þau góða von um aukna áherslu stjórnvalda á dýravelferð í landinu. Lögin eru að mörgu leyti góð og með þeim var jafnframt staðfest að dýr eru skyni gæddar verur. Ísland steig með þessu þýðingarmikið skref og varð eitt fárra landa heims sem viðurkenna að dýr hafi sinn tilverurétt sem beri að virða. Minnkað eftirlit með dýravelferð Nýjum dýravelferðarlögum fylgdi þó breyting sem hefur reynst mjög illa. Það staðfestir nýleg skýrsla Ríkisendurskoðunar um eftirlit Matvælastofnunar (MAST) með velferð búfjár, margt er verulega ábótavant hvað varðar eftirlitið. Með nýjum lögum var eftirlit með dýravelferð fært til MAST, tíðni heimsókna minnkuð og ríkari áhersla lögð á ábendingar frá almenningi. Eftirlitið fór úr því að vera reglubundið árlegt eftirlit sem það var áður hjá sveitarfélögunum í svokallað áhættumiðað eftirlit þar sem langt getur liðið milli eftirlitsheimsókna. Dæmi um það er að það líða þrjú ár milli eftirlitsheimsókna hjá bæjum sem halda nautgripi og sauðfé og fjögur ár hjá þeim sem halda hross. Þetta er langur tími. Graðnaut sem eru eldri en 6 mánaða skulu alfarið haldin inni lögum samkvæmt sem þýðir að aðeins þeir aðilar sem eiga erindi í gripahúsin sjá aðbúnað þeirra. Ef þessir aðilar tilkynna slæman aðbúnað þá veit viðkomandi búfjáreigandi yfirleitt hver tilkynnti sem hefur fælandi áhrif, þessir aðilar geta veigrað sér við að tilkynna til að verða ekki fyrir áreiti eða tapa viðskiptum. Á meðan þjást dýrin. Að stjórnvöld treysti á ábendingar frá almenningi í jafn ríkum mæli og nú er gert verndar ekki dýrin. Augljóslega þarf að auka tíðni eftirlitsheimsókna. Núverandi fyrirkomulag ver ekki velferð dýra Með minnkuðu eftirliti var stöðugildum dýraeftirlitsfólks jafnframt fækkað, úr um 12 stöðugildum í 6. Svæði dýraeftirlitsfólks er gríðarstórt og hafa þau eftirlit með hundruðum starfsstöðva sem halda búfé, ásamt því að bregðast við ábendingum vegna gæludýra. Það er dagljóst að þetta fyrirkomulag gengur ekki upp. Núverandi fyrirkomulag eftirlits með dýravelferð er óviðunandi. Það veitir búfjáreigendum lítið aðhald, það er ekki fyrirbyggjandi og ver ekki velferð dýra eins og á að vera. Nauðsynlegt er að stjórnvöld endurskoði reglur um eftirlitið og það verði árlegt á öllum starfsstöðvum eins og áður var. Jafnframt þarf að bregðast mun hraðar við þegar dýravelferðarmál koma upp. Dýr eiga ekki að þjást. Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) skorar á stjórnvöld að bæta eftirlit með velferð dýra og hefur sambandið hrundið af stað undirskriftasöfnun. Hægt er að skrifa undir hér: Ekkert dýr á að þjást (dyravernd.is) Höfundur er formaður Dýraverndarsambands Íslands (DÍS).
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar