Farþegalistarnir duga skammt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. mars 2024 11:01 Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við þeirri spurningu hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið sé til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Með öðrum orðum er mögulegt að koma hingað til lands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins án þess að gefa upp réttar upplýsingar. Þar á meðal nöfn enda hafa slík mál ítrekað komið upp hér á landi. Þeir, sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa lögbrot í hyggju, eru eðli málsins samkvæmt líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar. Þá er ekki að ástæðulausu að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er gagnvart ríkjum utan þess. Hending að brotamenn séu stöðvaðir Forsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem farþegar þyrftu að framvísa vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér. Vaxandi umræða hefur átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, nýr yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, lýsti því yfir nýverið að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á svæðið. Hafa ófá ríki innan Schengen-svæðisins brugðist við þessari stöðu á undanförnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess. Sækjast eftir því að koma til landsins „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birtist í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar á innri landamærunum. „Þannig að ég get auðvitað velt fyrir mér öryggi á ytri landamærum Schengen-ríkja annarra en okkar hér á Íslandi,“ sagði Úlfar við Ríkisútvarpið 26. október varðandi lek ytri landamæri Schengen-svæðisins. Fyrst og fremst mætti þakka frumkvæðis- og greiningarvinnu lögreglunnar og tollsins þann árangur sem eftir sem áður hefði náðst við að stöðva brotamenn á innri landamærunum. Minnst af upplýsingunum kæmi hins vegar úr upplýsingakerfi Schengen sem hefur verið sagt helzti kosturinn við aðildina að svæðinu. Meginforsendan fyrir löngu brostin Heyrzt hefur í umræðunni að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu hliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Varðandi mögulegar betrumbætur á eftirliti með ytri mörkum svæðisins hafa hugmyndir Evrópusambandsins í þeim efnum aðallega snúizt um það að sambandið taki yfir eftirlitið. Þar á meðal hér á landi. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri er beinlínis að finna í sjálfu Schengen-fyrirkomulaginu. Þannig er heimilt samkvæmt fyrirkomulaginu að taka tímabundið upp hefðbundið eftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar hætta er talin á ferðum. Þá var forsenda þess að talið var óhætt að fella slíkt eftirlit niður innan svæðisins sú að það yrði tryggt á ytri landamærunum. Þó að sú hafi að vísu aldrei verið raunin. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur þannig í raun aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og bendir fátt ef eitthvað til þess að breyting eigi eftir að verða á í þeim efnum. Hafa má í huga í þessu sambandi að bæði Bretar og Írar kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyþjóðir er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Keflavíkurflugvöllur Utanríkismál Öryggis- og varnarmál Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Kallað hefur verið eftir því að öll flugfélög sem fljúgi til Íslands afhendi hérlendum yfirvöldum farþegalista í þágu bættrar löggæzlu á Keflavíkurflugvelli en nokkuð hefur vantað upp á afhendingu þeirra. Hins vegar má ljóst vera að takmarkað gagn sé í reynd að slíkum farþegalistum þegar flogið er til landsins frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins. Farþegalistar innihalda upplýsingar úr bókunarkerfum flugfélaga sem farþegar hafa látið þeim í té en innan svæðisins er ekki um að ræða upplýsingar staðfestar með vegabréfum. „Farþegaupplýsingar (PNR) úr flugum innan Schengen innihalda ekki upplýsingar úr vegabréfum heldur aðeins bókunarkerfum flugfélaga. Það eru aðeins upplýsingar frá flugum utan Schengen (API) sem innihalda upplýsingar úr vegabréfum,“ segir í svari dómsmálaráðuneytisins við þeirri spurningu hvort þess sé krafizt að farþegalistar byggi á upplýsingum úr vegabréfum þegar flogið sé til landsins frá öðrum ríkjum innan Schengen-svæðisins. Þess má geta að Evrópusambandið skilgreinir umrædda farþegalista sem „óstaðfestar upplýsingar“. Með öðrum orðum er mögulegt að koma hingað til lands frá öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins án þess að gefa upp réttar upplýsingar. Þar á meðal nöfn enda hafa slík mál ítrekað komið upp hér á landi. Þeir, sem komizt hafa í kast við lögin og/eða hafa lögbrot í hyggju, eru eðli málsins samkvæmt líklegri en aðrir til þess að gefa upp rangar upplýsingar. Þá er ekki að ástæðulausu að brotamenn koma allajafna hingað til lands frá eða í gegnum önnur ríki innan svæðisins. Hefðbundið landamæraeftirlit er gagnvart ríkjum utan þess. Hending að brotamenn séu stöðvaðir Forsenda þess að Ísland gerðist aðili að Schengen-svæðinu fyrir tæpum aldarfjórðungi síðan, og felldi þar með niður hefðbundið landamæraeftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum þess, var sú að á móti yrði landamæraöryggi á ytri mörkum svæðisins tryggt. Hins vegar hefur sú aldrei verið raunin. Þetta á einkum við um suður- og austurhluta svæðisins þar sem víða hefur gengið illa að halda uppi viðunandi landamæragæzlu. Þegar einu sinni er komið inn á svæðið, löglega eða ólöglega, er hægt að ferðast skilríkjalaust innan þess. Fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, 24. janúar að hending ein réði því hvort brotamenn væru stöðvaðir á landamærum Íslands að öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þar sem hefðbundnu landamæraeftirliti væri ekki fyrir að fara gagnvart þeim eins og í tilfelli ríkja utan svæðisins þar sem farþegar þyrftu að framvísa vegabréfum. Þá ítrekaði hann fyrri ummæli sín í fjölmiðlum þar sem hann benti á það að ytri landamæri Schengen-svæðisins væru lek víða annars staðar en hér. Vaxandi umræða hefur átt sér stað í aðildarríkjum Schengen-svæðisins um öryggi á ytri mörkum þess allt frá því að það kom til sögunnar. Hans Leijtens, nýr yfirmaður Frontex, landamærastofnunar Evrópusambandsins, lýsti því yfir nýverið að ómögulegt væri að koma í veg fyrir það að hægt væri að komast með ólögmætum hætti inn á svæðið. Hafa ófá ríki innan Schengen-svæðisins brugðist við þessari stöðu á undanförnum árum með því að grípa til tímabundins hefðbundins landamæraeftirlits gagnvart öðrum aðildarríkjum þess. Sækjast eftir því að koma til landsins „Færa má gild rök fyrir því að Ísland ætti að standa fyrir utan Schengen en landfræðileg staða landsins er með öðrum hætti en hjá öðrum Schengen-ríkjum þar sem landið er fjarri meginlandi Evrópu,“ sagði Úlfar í öðru viðtali við Morgunblaðið sem birtist í blaðinu 11. janúar. Sagðist hann hafa verulegar áhyggjur af umferð um innri landamæri Schengen-svæðisins hér á landi sem væru að hans sögn vegna fyrirkomulagsins innan svæðisins tiltölulega greiðfær fyrir brotamenn sem sæktust mjög eftir því að komast til landsins. „Starf lögreglu og tollgæzlu á Keflavíkurflugvelli er gríðarlega mikilvægt en eins og kunnugt er höfum við ekki fullkomna stjórn á því hverjir koma til landsins vegna fyrirkomulags á innri landamærum Íslands [gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen] þar sem heimilt er að fara yfir landamæri Schengen-svæðisins án þess að landamæraeftirlit fari fram, án tillits til ríkisfangs einstaklings,“ sagði Úlfar einnig í viðtalinu við Morgunblaðið. Fyrir vikið væru helztu áskoranir lögreglunnar og tollgæzlunnar á innri landamærunum. „Þannig að ég get auðvitað velt fyrir mér öryggi á ytri landamærum Schengen-ríkja annarra en okkar hér á Íslandi,“ sagði Úlfar við Ríkisútvarpið 26. október varðandi lek ytri landamæri Schengen-svæðisins. Fyrst og fremst mætti þakka frumkvæðis- og greiningarvinnu lögreglunnar og tollsins þann árangur sem eftir sem áður hefði náðst við að stöðva brotamenn á innri landamærunum. Minnst af upplýsingunum kæmi hins vegar úr upplýsingakerfi Schengen sem hefur verið sagt helzti kosturinn við aðildina að svæðinu. Meginforsendan fyrir löngu brostin Heyrzt hefur í umræðunni að auðvelt ætti að vera að hafa eftirlit með komum til landsins í ljósi þess að þær séu langflestar í gegnum eitt hlið, Keflavíkurflugvöll. Hins vegar er eðli málsins samkvæmt takmarkað gagn að einu hliði gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar lítið sem ekkert eftirlit er með því. Varðandi mögulegar betrumbætur á eftirliti með ytri mörkum svæðisins hafa hugmyndir Evrópusambandsins í þeim efnum aðallega snúizt um það að sambandið taki yfir eftirlitið. Þar á meðal hér á landi. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að viðurkenningu á því að hefðbundið landamæraeftirlit sé ávísun á öruggari landamæri er beinlínis að finna í sjálfu Schengen-fyrirkomulaginu. Þannig er heimilt samkvæmt fyrirkomulaginu að taka tímabundið upp hefðbundið eftirlit gagnvart öðrum aðildarríkjum Schengen-svæðisins þegar hætta er talin á ferðum. Þá var forsenda þess að talið var óhætt að fella slíkt eftirlit niður innan svæðisins sú að það yrði tryggt á ytri landamærunum. Þó að sú hafi að vísu aldrei verið raunin. Meginforsendan fyrir aðild Íslands að Schengen-svæðinu hefur þannig í raun aldrei verið uppfyllt á þeim tæpa aldarfjórðungi sem landið hefur verið aðili að svæðinu og bendir fátt ef eitthvað til þess að breyting eigi eftir að verða á í þeim efnum. Hafa má í huga í þessu sambandi að bæði Bretar og Írar kusu að standa utan svæðisins af þeirri meginástæðu að um eyþjóðir er að ræða líkt og okkur Íslendinga. Með aðildinni að Schengen-svæðinu var því öryggi sem felst í náttúrulegum landamærum Íslands að verulegu leyti fórnað. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun