Kvöldfréttir Stöðvar 2 Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. mars 2024 18:01 Sindri Sindrason les fréttir í kvöld. Vísir Sjálfstæðismenn saka ríkisstjórn og stéttarfélög um að ráðskast með sveitarfélögin við gerð kjarasamninga. Formaður Sambands sveitarfélaga hafi ekki komið andstöðu þeirra við gjaldfrjálsar skólamáltíðir skýrt á framfæri. Heimir Már fer yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Hætt verður að krefja ábyrgðarmenn gamalla námslána um greiðslu ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Hún leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið í heild sinni og segir það sanngirnismál. Kristján Már Unnarsson kemur í myndver og fer yfir athyglisverða spá tveggja jarðvísindamanna um framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga. Veðurstofan segir í nýrri tilkynningu að vísbendingar séu um að meiri kviku þurfi undir Svartsengi en áður til að koma eldgosi af stað. Óvissa um næsta mögulega gos sé meiri en verið hefur. Við förum í heimsókn í Háskóla Íslands, þar sem vendingar hafa orðið í bílastæðamálum. Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Þá verður Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður okkar í beinni útsendingu frá Malaví, þar sem 35 ára afmæli þróunarsamvinnu við Ísland er fagnað um þessar mundir. Við sýnum einnig frá mögnuðu geimskoti fyrirtækisins Space X og fylgjumst með hinsta ferðalagi björgunarþyrlunnar TF-LÍF í dag. Stærstu félagsskipti í sögu íslenska boltans urðu í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Við förum yfir málið í sportpakkanum. Og í Íslandi í dag heimsækir Vala Matt hina sögufrægu verslun Guðsteins Eyjólfssonar, sem kveður nú miðborgina. Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira
Hætt verður að krefja ábyrgðarmenn gamalla námslána um greiðslu ef nýtt frumvarp háskólaráðherra nær fram að ganga. Hún leggur til að ábyrgðarmannakerfið verði afnumið í heild sinni og segir það sanngirnismál. Kristján Már Unnarsson kemur í myndver og fer yfir athyglisverða spá tveggja jarðvísindamanna um framhald jarðhræringa á Reykjanesskaga. Veðurstofan segir í nýrri tilkynningu að vísbendingar séu um að meiri kviku þurfi undir Svartsengi en áður til að koma eldgosi af stað. Óvissa um næsta mögulega gos sé meiri en verið hefur. Við förum í heimsókn í Háskóla Íslands, þar sem vendingar hafa orðið í bílastæðamálum. Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Þá verður Sunna Sæmundsdóttir fréttamaður okkar í beinni útsendingu frá Malaví, þar sem 35 ára afmæli þróunarsamvinnu við Ísland er fagnað um þessar mundir. Við sýnum einnig frá mögnuðu geimskoti fyrirtækisins Space X og fylgjumst með hinsta ferðalagi björgunarþyrlunnar TF-LÍF í dag. Stærstu félagsskipti í sögu íslenska boltans urðu í dag þegar Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði undir tveggja ára samning við Val. Við förum yfir málið í sportpakkanum. Og í Íslandi í dag heimsækir Vala Matt hina sögufrægu verslun Guðsteins Eyjólfssonar, sem kveður nú miðborgina.
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Fleiri fréttir Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Sjá meira