Vonbrigði að stúdentum bjóðist ekki mótvægisaðgerðir samhliða gjaldskyldu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. mars 2024 20:01 Stúdentaráð Háskóla Íslands kaus gegn tillögu um gjaldskyldu þrátt fyrir að vera sammála því markmiði að draga úr umferðarþunga á háskólasvæðinu. Stúdentum hafi þótt mikilvægt að innleiða mótvægisaðgerðir samhliða slíkri breytingu. Vísir/Arnar Forseti stúdentaráðs HÍ segir vonbrigði að háskólaráð hafi ekki innleitt samgöngukort að evrópskri fyrirmynd fyrir nemendur samhliða ákvörðun um almenna gjaldskyldu á bílastæðum háskólans. Háskólaráð hefur ákveðið að hefja almenna gjaldtöku á bílastæðum skólans 1. september næstkomandi. Ákvörðunin er tekin til þess að stemma stigu við mikinn umferðarþunga á Háskólasvæðinu en það kostar háskólann um fimmtíu milljónir árlega að reka bílastæðin. Bílastæðum verður skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Á bílastæðum sem eru rauðmerkt verður áfram gjaldtaka líkt og verið hefur en á blámerktu bílastæðunum geta nemendur og starfsfólk Háskólan Íslands lagt gegn mánaðarlegri, vægri greiðslu.Grafík/Hjalti Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Rakel Anna Boulter, forseti stúdentaráðs, tekur undir þau sjónarmið að bregðast þurfi við auknum umferðarþunga á háskólasvæðinu en það sé ótækt að mótvægisaðgerðir hafi ekki fylgt ákvörðun um gjaldskyldu, líkt og kallað hafi verið eftir. „Það sem við vorum að horfa á í því samhengi var svokallaður „U-passi,“ sem erlendis þekkist sem „University pass“ en væri hægt að þýða sem umhverfispassa sem er þá niðurgreiddur passi af háskólanum í fjölbreyttar samgöngur; ekki bara árskort í strætó heldur kannski hopphjólin og fleiri samgöngumáta. Þess vegna er kosið gegn þessari tillögu vegna þess að slíkar mótvægisaðgerðir eru ekki til staðar og það eru gífurleg vonbrigði að svo sé ekki.“ Rakel segir þetta enn eina birtingarmynd undirfjármögnunar háskólans. „Undirfjármögnun Háskóla íslands bitnar fyrst og fremst á stúdentum.“ Júlíus Viggó segir að almenningssamgöngur séu ekki nægilega sterkar á Íslandi. Vísir/Arnar Júlíus Viggó Ólafsson, stúdentaráðsliði Vöku segir stúdenta ekki mega við íþyngjandi aðgerðum. Þetta sé hópur sem ekki hafi mikið á milli handanna en hann bendir á að almenningssamgöngukerfið sé ekki eins og best verði á kosið. „Ástæðan fyrir því að fólk nýtir sér ekki endilega strætó til að fara í skólann er ekki vegna þess að strætó sé of dýr, það er dýrt að reka bíl. Innviðirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir svo að allir geti nýtt sér strætó og almenningssamgöngur, til dæmis barnafólk, fólk sem er vinnandi eða fólk sem býr lengra frá miðsvæði höfuðborgarsvæðisins.“ Þess skal getið að í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands að fjárhagsstaða skólans byði ekki upp á að skólinn myndi niðurgreiða strætókort en tók fram að ákvörðun um gjaldtöku í haust væri fyrsta skref af nokkrum til að bregðast við þungri bílaumferð á svæðinu en að þau hafi í hyggju að reyna að koma á mótvægisvægisaðgerðum fyrir nemendur og starfsfólk síðar meir. Háskólar Hagsmunir stúdenta Umhverfismál Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. 14. mars 2024 14:07 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Háskólaráð hefur ákveðið að hefja almenna gjaldtöku á bílastæðum skólans 1. september næstkomandi. Ákvörðunin er tekin til þess að stemma stigu við mikinn umferðarþunga á Háskólasvæðinu en það kostar háskólann um fimmtíu milljónir árlega að reka bílastæðin. Bílastæðum verður skipt í tvö gjaldsvæði. Á völdum stæðum næst byggingum Háskólans verður alltaf tekið gjald líkt og verið hefur í skeifunni, svokölluðu, við Aðalbyggingu og við Gimli. Á bílastæðum sem eru rauðmerkt verður áfram gjaldtaka líkt og verið hefur en á blámerktu bílastæðunum geta nemendur og starfsfólk Háskólan Íslands lagt gegn mánaðarlegri, vægri greiðslu.Grafík/Hjalti Önnur stæði verða í gjaldflokki P3 og þar verður einnig tekið almennt gjald en nemendur og starfsfólk munu geta skráð bíla sína til að fá heimild til að leggja í þau með mánaðarlegri áskrift upp á fimmtán hundruð krónur. Rakel Anna Boulter, forseti stúdentaráðs, tekur undir þau sjónarmið að bregðast þurfi við auknum umferðarþunga á háskólasvæðinu en það sé ótækt að mótvægisaðgerðir hafi ekki fylgt ákvörðun um gjaldskyldu, líkt og kallað hafi verið eftir. „Það sem við vorum að horfa á í því samhengi var svokallaður „U-passi,“ sem erlendis þekkist sem „University pass“ en væri hægt að þýða sem umhverfispassa sem er þá niðurgreiddur passi af háskólanum í fjölbreyttar samgöngur; ekki bara árskort í strætó heldur kannski hopphjólin og fleiri samgöngumáta. Þess vegna er kosið gegn þessari tillögu vegna þess að slíkar mótvægisaðgerðir eru ekki til staðar og það eru gífurleg vonbrigði að svo sé ekki.“ Rakel segir þetta enn eina birtingarmynd undirfjármögnunar háskólans. „Undirfjármögnun Háskóla íslands bitnar fyrst og fremst á stúdentum.“ Júlíus Viggó segir að almenningssamgöngur séu ekki nægilega sterkar á Íslandi. Vísir/Arnar Júlíus Viggó Ólafsson, stúdentaráðsliði Vöku segir stúdenta ekki mega við íþyngjandi aðgerðum. Þetta sé hópur sem ekki hafi mikið á milli handanna en hann bendir á að almenningssamgöngukerfið sé ekki eins og best verði á kosið. „Ástæðan fyrir því að fólk nýtir sér ekki endilega strætó til að fara í skólann er ekki vegna þess að strætó sé of dýr, það er dýrt að reka bíl. Innviðirnir eru einfaldlega ekki nógu góðir svo að allir geti nýtt sér strætó og almenningssamgöngur, til dæmis barnafólk, fólk sem er vinnandi eða fólk sem býr lengra frá miðsvæði höfuðborgarsvæðisins.“ Þess skal getið að í hádegisfréttum Bylgjunnar sagði Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands að fjárhagsstaða skólans byði ekki upp á að skólinn myndi niðurgreiða strætókort en tók fram að ákvörðun um gjaldtöku í haust væri fyrsta skref af nokkrum til að bregðast við þungri bílaumferð á svæðinu en að þau hafi í hyggju að reyna að koma á mótvægisvægisaðgerðum fyrir nemendur og starfsfólk síðar meir.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Umhverfismál Bílastæði Samgöngur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16 Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. 14. mars 2024 14:07 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Þriggja ára fangelsi: Framburður Spánverjans að engu hafandi Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Sjá meira
Gjaldtaka hefst á bílastæðum HÍ í haust Gjaldtaka mun hefjast á bílastæðum við Háskóla Íslands í haust. Gjald verður tekið fyrir notkun bílastæða milli átta og fjögur á virkum dögum og verður bílastæðum skipt í tvö gjaldsvæði. 13. mars 2024 18:16
Fimmtíu milljónir árlega í rekstur bílastæða við HÍ Gjaldtaka á bílastæðum við Háskóla Íslands hefst í haust. Rektor háskólans segir tilganginn að draga úr bílaumferð um svæðið og auka kostnaðarvitund starfsfólks og nemenda um bílastæðin en Háskólinn hefur borgað fimmtíu milljónir árlega fyrir rekstur stæðanna. 14. mars 2024 14:07