„Sjaldan liðið eins vel eftir tapleik“ Árni Gísli Magnússon skrifar 14. mars 2024 19:27 Sigurður Heiðar Höskuldsson er tekinn við Þórsliðinu. vísir/tjörvi týr Breiðablik er komið í úrslitaleik Lengjubikarsins eftir eins marks sigur á Þór í Boganum á Akureyri í dag. Sigurmarkið kom ekki fyrr en á sjöundu mínútu uppbótartíma og var þar Aron Bjarnason að verki. Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum. Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Þór, sem spilar í Lengjudeildinni, gaf Blikum engan afslátt og fengu fjöldann allan af góðum marktækifærum sem fóru í súginn. Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, var virkilega ánægður með spilamennsku liðsins í dag. „Tilfinningarnar eru þannig að mér hefur sjaldan liðið eins vel eftir tapleik þannig eins og ég sagði við strákana inni í klefa að mér fannst fílingurinn eftir leik að við höfum unnið þetta þrjú, fjögur núll. Frammistaðan frábær, mikill kraftur í okkur, mér fannst við ofan á nánast allan leikinn þannig jú grátlegt en einhvern veginn svekkjandi að detta út. Mér líður bara þannig að við hefðum bara unnið þetta mót ef við hefðum troðið inn einu marki úr þessum færum sem við fengum þannig líður vel þar sem við lítum út fyrir að vera á mjög góðum stað eins og staðan er núna en við þurfum að gera enn þá meira.“ Þórsliðið mætti efstu deildarliði Breiðabliks af fullum krafti og pressaði hátt uppi á vellinum og spiluðu vel út frá eigin marki. „Vorum náttúrulega bara að bíða eftir svona liði til að koma hérna til að sýna hvert við erum komnir að einhverju leyti og mér fannst við góðir í leiknum frá A til Ö nema bara að koma boltanum inn í markið.“ „Við erum að vinna í því að vera betra lið og þetta er það sem við erum búnir að vera gera í vetur og erum á góðum stað núna en við viljum vera enn þá betri, enn þá sterkari og geta hlaupið meira þannig þetta er svona einhver smjörþefur af því“, bætti Sigurður við aðspurður hvort þessi týpa af fótbolta yrði spiluð í þorpinu í sumar. Aron Ingi Magnússon og Marc Rochester Sörensen þurftu báðir að yfirgefa völlinn vegna meiðsla í síðari hálfleik. „Það er eiginlega svarti punkturinn á deginum en ég held það sé hvorugt eitthvað mikið þannig ég held að þetta séu bara nokkrir dagar. Leit kannski aðeins verr út en þeim líður aðeins betur núna og ég held að það sé bara gott en þeir sem koma inn fyrir þá stóðu sig frábærlega og þó við værum að missa þá, sem eru máttarstólpar í liðinu, þá fannst mér við bregðast rosalega vel við því og bara hrikalega ánægður með daginn.“ Hvernig er framhaldið hjá Þór fram að fyrsta leik í Lengjudeildinni? „Það er æfingaferð 1. apríl og bíður okkur líka leikur við KA hérna í Kjarnafæðimótinu og svo mögulega einn æfingarleikur áður en við förum út og svo bara beint í bikar og sjá hvert það leiðir okkur. Þetta valt svolítið á því hvort við færum áfram í dag en núna setjumst við aðeins og skipuleggjum okkur“, sagði Sigurður að lokum.
Lengjubikar karla Lengjudeild karla Þór Akureyri Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira