Stefnir í að enska úrvalsdeildin fái fimm Meistaradeildarsæti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2024 09:00 Tottenham Hotspur er sem stendur í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Alex Pantling/Getty Images Það stefnir allt í það að fimm lið úr ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu fái þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Verður það fyrsta tímabil þessarar bestu deildar Evrópu með nýju sniði. „Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
„Það yrði mjög óvænt ef England myndi ekki fá fimmta Meistaradeildarsætið. Það þýðir að liðið í 8. sæti gæti átt möguleika á að komast í Sambandsdeild Evrópu,“ sagði Simon Stone, starfsmaður breska ríkisútvarpsins, um málið en ensk lið gerðu það gott í Evrópudeildinni í gærkvöld, fimmtudag. Brighton & Hove Albion vann 1-0 sigur á Roma sem dugði ekki til þess að komast áfram en sigurinn gæti skipt sköpum í baráttunni um þetta auka sæti í Meistaradeildinni. Þá unnu West Ham United, Aston Villa og Liverpool stórsigra. Miguel Delaney hjá The Independent bendir á að sigur West Ham hafi svo gott sem gulltryggt ensku úrvalsdeildinni hið títtnefnda fimmta sæti. This West Ham result makes it a near certainty the Premier League will get five Champions League places.— Miguel Delaney (@MiguelDelaney) March 14, 2024 Alls eru fimm ensk lið eftir í Evrópukeppnum (Meistara-, Evrópu- og Sambandsdeild). Helsti keppinautur Englands um fimmta Meistaradeildarsætið er Þýskaland sem á aðeins þrjá fulltrúa eftir í Evrópukeppnum. Það þarf því algjört hrun enskra til að Þjóðverjar nappi fimmta sætinu í deild þeirra bestu. Hvað varðar nýtt fyrirkomulag Meistaradeildar Evrópu þá munu liðin ekki lengur leika í riðlum heldur verður um eina stóra deild að ræða. An exciting new era for European club football awaits Here s how the #UCL will look from 2024/25 pic.twitter.com/mEffFOpX2O— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 4, 2024 Þar spila leikin átta leiki gegn átta mismunandi mótherjum, tveimur úr hverjum styrkleikaflokki. Öll lið leika fjóra heima- og fjóra útileiki. Efstu átta liðin fara beint í 16-liða úrslit á meðan liðin í sæti 9. til 24. fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49 Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47 Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55 Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Dramatík í uppbótartímanum Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Sjá meira
Fimm marka kvöld hjá West Ham West Ham, AC Milan, Marseille og Benfica eru öll komin áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir seinni leik sína í sextán liða úrslitum í kvöld. 14. mars 2024 19:49
Stórskotahríð Liverpool og ellefu mörk í tveimur leikjum Liverpool átti ekki í miklum vandræðum með að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir 6-1 sigur á Slavia Prag í seinni leik liðanna á Anfield í kvöld. 14. mars 2024 21:47
Hákon lagði upp mark þegar Lille fór áfram en Kristian og Ajax eru úr leik Hákon Arnar Haraldsson og félagar í franska liðinu Lille komust í kvöld í átta liða úrslit Sambandsdeildarinnar en Íslendingaliðið Ajax steinlá á sama tíma á móti Aston Villa. 14. mars 2024 21:55