Virði lýðræðis Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 17. mars 2024 09:00 Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Hrund Pétursdóttir Forsetakosningar 2024 Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hver á embætti forseta Íslands? Þjóðin. Hver getur boðið sig fram til embættis forseta Íslands? Allir Íslendingar (einstaklingar með íslenskan ríkisborgararétt) sem náð hafa 35 ára aldri. Þetta er eina sjálfstæða, frjálsa og óháða embættið sem þjóðin á sameiginlega. Umræða hefur skapast um frekari takmarkanir á aðgengi þjóðarinnar til eigins embættis. Nú þarf að lágmarki 1500 meðmæli (að hámarki 3000) sem dreifast um landið til að komast að sem frambjóðandi. Núverandi forsætisráðherra vill auka meðmælendafjölda í yfir 12000, eða um 5% þjóðarinnar hverju sinni. Þessu er ég hróplega ósammála og skal ég útskýra mína afstöðu hér kýrskírt og klárt á einfaldan máta. Ég er sjálfstæð, frjáls og óháð í mínu framboði til forseta. Ég kem fyrir þjóðina - ekki sjálfa mig, ekki valdið og ekki metorð. Pólitíkin sér um sína. Frambjóðandi sem á pólitíkina sem vinkonu mætir seint til framboðs, með vel smurða og taktfasta maskínu með þétt tengslanet. Það er þekkt aðferð. Frambjóðandi sem kemur úr opinbera geiranum gerir svipað. Viðkomandi er okkur þekkt/ur í gegnum vel unnin störf í okkar þágu og hefur fengið kynningu á andliti sínu og nafni í gegnum sín góðu störf, en kynningin er greidd af þjóðinni, því við höldum opinbera kerfinu gangandi í gegnum skattkerfið. Þessi einstaklingur á líka gott og haldbært tengslanet í gegnum sitt starf, sem þjóðin greiðir fyrir. Ég er sjálfstæður atvinnurekandi, óflokksbundin og er að sækja umboð mitt til þjóðarinnar í okkar eina sameiginlega sjálfstæða, frjálsa og óháða embætti. Ég hef undirbúið mig í 2 ár fyrir þessa vegferð, enda framkvæmi ég hluti vel og ígrundað. Ég á ekki maskínu né risavaxið tengslanet. Ég þarf að kynna mig og sækja mín meðmæli með því að mæta beint til fólksins. Núna er ég á hringferð í kringum landið að spjalla við þjóðina, heyra hvað okkur finnst um stöðu Íslands, fyrir hvað við stöndum, finna hvernig okkur líður – og eðlilega til að sýna fólki hver og hvernig ég er – og safna að lágmarki 1500 meðmælum. Mér er alls staðar afar vel tekið og fólkið er samhliða að ala upp sinn forseta. Ég er að sinna lýðræðinu með virkri þátttöku fyrir okkar hönd á eigin kostnað. Áttum okkur á því að framboð er ekki gefins vegferð. Mín vegferð er mín fjárfesting í okkar björtu framtíð. Ef ég ætti að safna meðmælum frá 5% þjóðarinnar kæmist ég aldrei að sem frambjóðandi. Það er of bratt fyrir hina venjulegu íslensku frjálsu, sjálfstæðu og óháðu konu. Aukning á meðmælafjölda er hefting á lýðræðið og takmörkun á lýðræðinu mun ég aldrei samþykkja sem forseti og velja fyrir mína þjóð. Á Íslandi eigum við öll rétt á að komast að og ef það er erfitt að velja úr vegna fjölda frambjóðenda eru það lúxusforréttindi því víða í alþjóðaþorpinu er lýðræðið misnotað, illa stundað eða hreinlega ekki fyrir hendi. Betur hugnast mér að leyfa öllum viljugum að komast að og hafa tvær umferðir til kjörs og þrengja þannig frambjóðendahópinn. Enn fremur uni ég því illa að ákvarðanir á takmörkunum á aðgengi að okkar sameiginlega embætti séu teknar af öðrum en þjóðinni sjálfri. Sem forseti mun ég hafa vald fyrir okkar hönd til að leggja fram breytingu á meðmælendafjölda. Það er mér ljúft og skylt að gera og mun framkvæma. En ég mun spyrja þjóðina, ekki Alþingi, því þjóðin á að velja sína eigin leið – óháð og sjálfstæð. Þess ber að geta að allir okkar forsetar hafa verið úr opinbera geiranum og nokkrir úr pólitík samhliða. Ég verð fyrsti sjálfstæði atvinnurekandinn og önnur konan til að þjóna okkur í þessu embætti – en til þess að komast þangað þarf að lyfta mér upp og áfram og yfir um - og byrja á því að mæla með mér. Val er vald og valdið er okkar. Hjálpið mér að standa vörð um okkar embætti og iðkum okkar lýðræðislegu réttindi af öllu afli. Stöndum með okkur sjálfum og munum hver við erum og hvaðan við komum. Annað - fyrst ég er með ykkur á línunni - ég mun aldrei tala annað er beinskeytta kurteisa íslensku við þjóðina eða fyrir okkar hönd því hin stórkostlegu og dýrmætu réttindin sem við eigum og ber að virða og iðka eru frelsi sjálfstæðrar og óheftrar tjáningar. Ráðið sem ég fæ ítrekað frá fólkinu er „vertu þú sjálf“. Ég þakka samtalið og uppeldið. Það sem þið sjáið er það sem þið fáið – og veljið. Val er vald. Höfundur safnar meðmælum til framboðs forseta Íslands 2024.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun