Tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 09:29 Ben Affleck og Jennifer Lopez létu sér leiðast í rúmar tuttugu mínútur meðan leikurinn tafðist Kevork Djansezian/Getty Images) Vegna ítrekaðra endurskoðana dómara og bilana í skotklukku tók meira en tuttugu mínútur að spila síðustu tvær mínútur leiksins þegar Golden State Warriors unnu 128-121 gegn Los Angeles Lakers í nótt. Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp. NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira
Tafirnir hófust þegar 1 mínúta og 50 sekúndur voru eftir af fjórða leikhluta, Warriors þá yfir 124-120. Darvin Ham, þjálfari Lakers, andmælti ákvörðun dómara að láta Warriors fá innkast eftir að Jaxson Hayes og Andrew Wiggins börðust um boltann. Þegar það atvik var í skoðun tóku dómararnir eftir því að þriggja stiga skot Lebron James stuttu áður, þegar 2 mínútur og 7 sekúndur voru eftir, átti að vera dæmt ógilt. Lakers fengu því innkastið en misstu þrjú stig. Dómari leiksins útskýrði að vinstri fótur Lebron James hafi verið útaf vellinum þegar hann skaut úr horninu. Stuttu síðar vildi Lakers liðið meina að Draymond Green hafi skotið ólöglegum þrist fyrir Warriors. Darvin Ham andmælti aftur ákvörðun dómara og hafði rétt fyrir sér, Lakers fékk boltann. Þá gerðist það fjórum sinnum í röð að Lakers reyndu að spila boltanum inn en skotklukka leiksins var ekki að starfa sem skyldi. Áhorfendur voru orðnir ansi þreyttir á biðinni, bauluðu og mótmæltu hástöfum. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Á endanum var gripið til þess ráðs að vallarþulur taldi niður skotklukkuna í hátalarakerfi svo leikurinn gæti haldið áfram. Þrátt fyrir langa bið voru Lakers ekki búnir að útfæra góða sókn, misstu boltann frá sér og Warriors tók forystuna 126-117 þegar 1 mínúta og 7 sekúndur voru eftir af leiknum. Þrátt fyrir tæknilega örðugleika tókst loks að klára leikinn eftir rúmlega tuttugu mínútna bið, lokatölur 128-121 sigur Warriors. Með þessum sigri skiptu Warriors og Lakers um deildarsæti, þeir núna í 9. sæti með 35 sigra og 31 tap og Lakers í 10. sæti Vestursins með 36 sigra og 32 töp.
NBA Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt Sjá meira