Þurfi að hafa samúð með starfsfólki Veðurstofunnar Eiður Þór Árnason skrifar 17. mars 2024 13:24 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir umbrotin á Reykjanesskaga fara stigvaxandi. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir greinilegt að fyrirvarinn á eldgosum í Sundhnjúkagígaröðinni fari minnkandi og merkin að verða ógreinilegri. Gossprungan milli Hagafells og Stóra-Skógfells opnaðist einungis örfáum mínútum eftir að Veðurstofan tilkynnti um aukna jarðskjálftavirkni og landbreytingar sem bentu til þess að kvikuhlaup gæti fljótlega hafist. Dregið hefur úr virkni og gosrennsli frá því að gosið hófst á níunda tímanum í gær og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að framvindan hafi verið frekar fyrirsjáanleg. Um sé að ræða þá sviðsmynd sem flestir töldu langlíklegasta og það hafi staðist að stutt væri í næsta gos og gróf staðsetning þess. Hann bætir við að mjög erfitt sé að spá fyrir um framtíð atburðarásarinnar sem núna er í gangi á Reykjanesskaga. Umbrotin hafi staðið yfir í fjögur ár, farið stigvaxandi og engin merki um að þau taki enda í bráð. Samúð með vaktfólki Veðurstofunnar „Þetta var nánast enginn fyrirvari. Menn þurfa að hafa fulla samúð með starfsmönnum Veðurstofunnar að reyna að rýna í þetta og gefa út viðvörun því jörðin gaf ekkert voðalega mikið til kynna hvað til stóð. Þessi skjálftahrina sem kom á undan er mjög væg og svona varla að menn hefðu eiginlega ástæðu til að taka eftir henni nema af því að það var búist við henni,“ sagði Páll í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Hún var lítil og ógreinileg og svo var þessi tími frá því að fyrstu merki sjást og þangað til gos kemur upp líka stuttur. Þá bætist við vandamálin að þessi fyrstu merki voru mjög ógreinileg þannig ég get alveg séð fyrir mér vaktfólkið á Veðurstofunni tvístígandi yfir þessum merkjum og alveg verið með á hreinu hvort það ætti að hringja bjöllum eða ekki.“ Páll bætir við að þetta hafi verið fyrirséð út frá fyrri reynslu. Í röð atburða eins og nú standi yfir megi gera ráð fyrir að skjálftavirkni fari almennt minnkandi eftir því sem líður á tímann. Þannig verði skjálftavirkni minni og ógreinilegri en gosvirkni líkleg til að fara vaxandi. „Þetta eru engar kjöraðstæður fyrir þá sem eru að reyna að rýna í merkin sem sjást.“ Ari Trausti Guđmundsson jarðfræðingur. vísir/vilhelm Maðurinn lítill í samhengi við náttúruöflin Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fór í þyrluflug yfir gosið um miðnætti ásamt fleiri vísindamönnum en þá hafði lítillega dregið úr hraunflæðinu frá því að gosið hófst á níunda tímanum. „Það var mjög kraftmikið í gær og glæsilegt að sjá þetta.“ Hraunflæði hafi verið verulegt, stórar hraunár sjáanlegar og glæsilegur hraunfoss á einum stað. Ari sá hraunið fara yfir Grindavíkurveg og læðast meðfram varnargörðunum norðan við Grindavík þar sem fólk var enn við vinnu. „Það var hægt að sjá vel úr lofti litlu ljósin og svo stóra ljósið. Þá sér maður hvað maðurinn er lítill í tengslum við náttúruna,“ sagði Ari Trausti í Sprengisandi. Gosið var einstaklega tignarlegt í náttmyrkrinu.Vísir/Vilhelm Fyrirvarinn að minnka Ari Trausti bætir við að aðdragandinn hafi verið skammur og skjálftalínurit sem sérfræðingar Veðurstofunnar hafi unnið hafi sýnt þétta og tíða smáskjálfta rétt áður en gosið hófst. Tíminn frá því að bera fari á skjálftavirkni og að því að hraunið brjótist upp sé talinn í mínútum. Greinilegt sé að fyrirvarinn sé að styttast með hverju nýju gosi. Þrátt fyrir þetta telur Ari Trausti að tími til að rýma svæði sé yfirleitt nægur á meðan gosin haldi sig á þessum slóðum þar sem hraunið geti tekið einn til þrjá klukkutíma að ná vissum stöðum. Þó sé hætta á því að menn séu að vinna í nágrenninu þegar gos brýst út. Hann tekur undir að atburðarásin hafi verið fyrirsjáanleg og gosin orðin kröftugri. Á sama tíma hafi þau verið að styttast. Ari Trausti bendir á að ekki séu öll kurl komin til grafar þar sem Suðurstrandarvegur sé enn í hættu en hann á von á því að hitaveituæðin og raflagnir muni þola hraunrennslið þar sem búið sé að grafa það í jörð og fergja. Erfitt að gera áreiðanlegar spár til lengri tíma Ari Trausti segir erfitt sé að leggja mat á það hver þróunin verði eftir að þessu gosi ljúki. Jarðfræðingar hafi ekki haft mikil tækifæri á því að rannsaka hvernig kvikuhólf á borð við þetta þróist yfir lengri tíma. „Í Kröflu var sérstakt kvikuhólf sem tengdist megineldstöðinni en þarna er engin megineldstöð og það virðist draga úr innflæðinu að einhverju leyti upp í sylluna, svo er það sem er að fara úr henni vill verða meira og minna svipað. Þannig það er ekki hægt að vera með neinar áreiðanlegar spár um hvenær þessu lýkur til dæmis eða eitthvað slíkt, það er hægt að að gefa sér ákveðnar forsendur og koma svo með einhverja grófa útreikninga en það er allt saman leikur að tölum vil ég segja.“ „En það er klárt mál að mælitækin þau safna gögnum sem gerir þó Veðurstofunni kleift að vera með þetta tiltölulega nákvæma spá: Að það er mjög líklegt á næstu dögum að það verði eldgos og það kemur á þessari tilteknu rein og kvikuhólfið er búið að safna kviku upp að brotmörkum,“ segir Ari Trausti. Fyrir þetta beri að hrósa og sömuleiðis að leiðigarðar hafi sýnt fram á gagnsemi sína við að beina hrauninu frá innviðum og öðrum mannvirkjum. Fylgjast má með nýjustu fregnum af gosinu í Vaktinni og með vefmyndavélum Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sprengisandur Tengdar fréttir Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. 16. mars 2024 23:04 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Dregið hefur úr virkni og gosrennsli frá því að gosið hófst á níunda tímanum í gær og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að framvindan hafi verið frekar fyrirsjáanleg. Um sé að ræða þá sviðsmynd sem flestir töldu langlíklegasta og það hafi staðist að stutt væri í næsta gos og gróf staðsetning þess. Hann bætir við að mjög erfitt sé að spá fyrir um framtíð atburðarásarinnar sem núna er í gangi á Reykjanesskaga. Umbrotin hafi staðið yfir í fjögur ár, farið stigvaxandi og engin merki um að þau taki enda í bráð. Samúð með vaktfólki Veðurstofunnar „Þetta var nánast enginn fyrirvari. Menn þurfa að hafa fulla samúð með starfsmönnum Veðurstofunnar að reyna að rýna í þetta og gefa út viðvörun því jörðin gaf ekkert voðalega mikið til kynna hvað til stóð. Þessi skjálftahrina sem kom á undan er mjög væg og svona varla að menn hefðu eiginlega ástæðu til að taka eftir henni nema af því að það var búist við henni,“ sagði Páll í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni. „Hún var lítil og ógreinileg og svo var þessi tími frá því að fyrstu merki sjást og þangað til gos kemur upp líka stuttur. Þá bætist við vandamálin að þessi fyrstu merki voru mjög ógreinileg þannig ég get alveg séð fyrir mér vaktfólkið á Veðurstofunni tvístígandi yfir þessum merkjum og alveg verið með á hreinu hvort það ætti að hringja bjöllum eða ekki.“ Páll bætir við að þetta hafi verið fyrirséð út frá fyrri reynslu. Í röð atburða eins og nú standi yfir megi gera ráð fyrir að skjálftavirkni fari almennt minnkandi eftir því sem líður á tímann. Þannig verði skjálftavirkni minni og ógreinilegri en gosvirkni líkleg til að fara vaxandi. „Þetta eru engar kjöraðstæður fyrir þá sem eru að reyna að rýna í merkin sem sjást.“ Ari Trausti Guđmundsson jarðfræðingur. vísir/vilhelm Maðurinn lítill í samhengi við náttúruöflin Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur fór í þyrluflug yfir gosið um miðnætti ásamt fleiri vísindamönnum en þá hafði lítillega dregið úr hraunflæðinu frá því að gosið hófst á níunda tímanum. „Það var mjög kraftmikið í gær og glæsilegt að sjá þetta.“ Hraunflæði hafi verið verulegt, stórar hraunár sjáanlegar og glæsilegur hraunfoss á einum stað. Ari sá hraunið fara yfir Grindavíkurveg og læðast meðfram varnargörðunum norðan við Grindavík þar sem fólk var enn við vinnu. „Það var hægt að sjá vel úr lofti litlu ljósin og svo stóra ljósið. Þá sér maður hvað maðurinn er lítill í tengslum við náttúruna,“ sagði Ari Trausti í Sprengisandi. Gosið var einstaklega tignarlegt í náttmyrkrinu.Vísir/Vilhelm Fyrirvarinn að minnka Ari Trausti bætir við að aðdragandinn hafi verið skammur og skjálftalínurit sem sérfræðingar Veðurstofunnar hafi unnið hafi sýnt þétta og tíða smáskjálfta rétt áður en gosið hófst. Tíminn frá því að bera fari á skjálftavirkni og að því að hraunið brjótist upp sé talinn í mínútum. Greinilegt sé að fyrirvarinn sé að styttast með hverju nýju gosi. Þrátt fyrir þetta telur Ari Trausti að tími til að rýma svæði sé yfirleitt nægur á meðan gosin haldi sig á þessum slóðum þar sem hraunið geti tekið einn til þrjá klukkutíma að ná vissum stöðum. Þó sé hætta á því að menn séu að vinna í nágrenninu þegar gos brýst út. Hann tekur undir að atburðarásin hafi verið fyrirsjáanleg og gosin orðin kröftugri. Á sama tíma hafi þau verið að styttast. Ari Trausti bendir á að ekki séu öll kurl komin til grafar þar sem Suðurstrandarvegur sé enn í hættu en hann á von á því að hitaveituæðin og raflagnir muni þola hraunrennslið þar sem búið sé að grafa það í jörð og fergja. Erfitt að gera áreiðanlegar spár til lengri tíma Ari Trausti segir erfitt sé að leggja mat á það hver þróunin verði eftir að þessu gosi ljúki. Jarðfræðingar hafi ekki haft mikil tækifæri á því að rannsaka hvernig kvikuhólf á borð við þetta þróist yfir lengri tíma. „Í Kröflu var sérstakt kvikuhólf sem tengdist megineldstöðinni en þarna er engin megineldstöð og það virðist draga úr innflæðinu að einhverju leyti upp í sylluna, svo er það sem er að fara úr henni vill verða meira og minna svipað. Þannig það er ekki hægt að vera með neinar áreiðanlegar spár um hvenær þessu lýkur til dæmis eða eitthvað slíkt, það er hægt að að gefa sér ákveðnar forsendur og koma svo með einhverja grófa útreikninga en það er allt saman leikur að tölum vil ég segja.“ „En það er klárt mál að mælitækin þau safna gögnum sem gerir þó Veðurstofunni kleift að vera með þetta tiltölulega nákvæma spá: Að það er mjög líklegt á næstu dögum að það verði eldgos og það kemur á þessari tilteknu rein og kvikuhólfið er búið að safna kviku upp að brotmörkum,“ segir Ari Trausti. Fyrir þetta beri að hrósa og sömuleiðis að leiðigarðar hafi sýnt fram á gagnsemi sína við að beina hrauninu frá innviðum og öðrum mannvirkjum. Fylgjast má með nýjustu fregnum af gosinu í Vaktinni og með vefmyndavélum Vísis. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Sprengisandur Tengdar fréttir Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. 16. mars 2024 23:04 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Sjá meira
Öflugasta gosið hingað til Magnús Tumi Guðmundsson eldfjallafræðingur segir að gosið sem hófst í kvöld virðast vera það kraftmesta af þeim sem hafa verið á Reykjanesskaganum undanfarin misseri. 16. mars 2024 23:04