„Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 17. mars 2024 12:02 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segir atvinnulíf bæjarins í startholunum að hefja starfsemi á ný. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkur segir atburði síðasta sólarhrings sýna að íbúar Grindavíkur séu ekki tilbúnir til að snúa aftur á heimili sín. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja starfsemi í bænum á milli gosa, á meðan jörðin er róleg. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira
Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur segist hafa verið búinn undir eldgos en áhyggjur hans og annarra Grindvíkinga hafi fyrst og fremst snúist að því hvar upptökin yrðu og hvert hraunflæðið rynni. „Miðað við að upptökin voru á nokkuð góðum stað má segja að það sé ákveðinn léttir að ekki fór verr. Þetta eru vissulega erfiðir tímar en miðað við aðstæður hefði þetta geta verið verra. En endurteknir atburðir af þessu tagi eru vissulega mjög erfiðir.“ Helstu innviðir virðast munu sleppa fyrir utan skemmdir á vegum. „Ef fram fer sem horfir að þetta verði ekki alvarlegra en svo, verður hægt að hefjast handa á nýjan leik við að leggja veg yfir Grindavíkurveginn forna. Þarna eru líka ljósleiðarar undir og rafmagnslögnin, en vonandi verða ekki frekari skemmdir af völdum þessa goss,“ segir Fannar. Sjá má viðtalið við Fannar í heild sinni í spilaranum að neðan. Hægt að halda úti starfsemi í bænum á meðan jörðin er róleg Fannar, sem var í samhæfingarmiðstöð almannavarna fram á nótt og mættur aftur snemma í segist aðalega hafa fylgst þaðan með atburðarrásinni frá því að eldgosið hófst í gærkvöldi. Hann hafi því ekki rætt við marga Grindvíkinga en þeir sem hann hafi heyrt í fylgist grannt með framvindu mála og reyni að átta sig á hvað framtíðin beri í skauti sér. „Þetta segir okkur að við erum ekki tilbúin að fara heim. Það á eftir að hefja endurreisnina, við erum að reyna halda sjó núna, halda innviðum gangandi. Svo verðum við bara að vonast til að þessu linni sem fyrst en við vitum það ekki.“ Þá segir Fannar að gert sé ráð fyrir því að hægt sé að halda úti starfsemi í Grindavík á milli gosa,á meðan jörðin er róleg, eins og hann orðar það. „Ég býst við því að við hefjumst handa núna þegar þessu linnir. En það skiptir máli að þessir þrír vegir þrír vegir inn og út úr bænum í bæinn, . Nesvegurm Grindavíkurvegur og Suðurstrandavegur, séu færir. Það gæti þurft að laga þá áður en hafist verður handa á nýjan leik en atvinnulífið er tilbúið til að fara af stað eftir því sem hægt er. Þá segir Fannar að varnargarðar við bæinn hafi sannað gildi sitt. Það er mikil öryggistilfinning í að þeir hafi virkað svona vel.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Sjá meira