Þá fáum við Kristínu Jónsdóttur eldfjalla- og jarðskjálftafræðing til okkar í myndver. Hún fer yfir stöðuna á eldgosinu og mögulegt framhald.
Við verðum einnig í beinni útsendingu með Víði Reynissyni sviðsstjóra almannavarna úr samhæfingarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Innviðir virðast hafa sloppið afar vel eftir eldsumbrot dagsins.
En við snertum einnig á öðrum málum í fréttatímanum. „Ég er enn í áfalli,“ segir móðir sjö mánaða stúlku sem hefði getað dáið eftir að hár móðurinnar flæktist um háls barnsins á meðan þær mæðgur sváfu. Ef ekki hefði verið fyrir nágranna hefði geta farið mun verr.
Þetta og ýmislegt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.