Xavi sá rautt þegar Barca vann stórt í Madríd Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 21:57 Fermin Lopez heldur betur kátur eftir að hafa skorað þriðja mark Barcelona. Vísir/Getty Barcelona gerði góða ferð til höfuðborgarinnar Madríd þegar liðið vann öruggan sigur á Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin voru fyrir leikinn í dag í 3. og 5. sæti deildarinnar en Barcelona átti möguleika á að fara upp í 2. sætið eftir að Girona tapaði 1-0 gegn Getafe. Bæði liðin eru komin áfram í Meistaradeild Evrópu en Atletico Madrid tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á eftirminnilegan hátt í vikunni með sigri á Inter eftir vítakeppni. Í dag var það hins vegar Barcelona sem var betri aðilinn. Eftir nokkuð rólega byrjun var það Joao Felix sem kom Barcelona yfir á 38. mínútu með marki gegn sínum gömlu félögum eftir sendingu frá Robert Lewandowski. Xavi actually has got more yellows as a manager than he did as a playerpic.twitter.com/9z0fDuS2F7— (@GlenBlch) March 17, 2024 Undir lok fyrri hálfleiks fékk knattspyrnustjóri Barcelona Xavi að líta rauða spjaldið fyrir tuð í dómaranum. Leikmennirnir létu það hins vegar ekkert á sig fá að Xavi væri ekki til staðar í hálfleikshléinu. Þeir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að tvöfalda forystuna þegar Lewandwoski skoraði eftir sendingu Raphinha. Á 65. mínútu var svo komið að Fermin Lopez að skora. Hann fékk þá sendingu frá Lewandowski og skoraði með skalla. Staðan orðin 3-0 og hinn magnaði Lewandowski búinn að koma að öllum mörkum Barcelona. Í uppbótartíma fékk Nahuel Molina leikmaður Atletico Madrid rautt spjald en það skipti litlu og Barcelona fagnaði sigrinum. 3-0 urðu lokatölur leiksins og Barcelona fer þar með upp fyrir Girona í töflunni og er átta stigum á eftir Real Madrid sem situr í toppsæti deildarinnar. Atletico er í fimmta sæti og hefur aðeins misst flugið í síðustu deildarleikjum, eru aðeins með tvo sigra í síðustu fimm leikjum. Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira
Liðin voru fyrir leikinn í dag í 3. og 5. sæti deildarinnar en Barcelona átti möguleika á að fara upp í 2. sætið eftir að Girona tapaði 1-0 gegn Getafe. Bæði liðin eru komin áfram í Meistaradeild Evrópu en Atletico Madrid tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum á eftirminnilegan hátt í vikunni með sigri á Inter eftir vítakeppni. Í dag var það hins vegar Barcelona sem var betri aðilinn. Eftir nokkuð rólega byrjun var það Joao Felix sem kom Barcelona yfir á 38. mínútu með marki gegn sínum gömlu félögum eftir sendingu frá Robert Lewandowski. Xavi actually has got more yellows as a manager than he did as a playerpic.twitter.com/9z0fDuS2F7— (@GlenBlch) March 17, 2024 Undir lok fyrri hálfleiks fékk knattspyrnustjóri Barcelona Xavi að líta rauða spjaldið fyrir tuð í dómaranum. Leikmennirnir létu það hins vegar ekkert á sig fá að Xavi væri ekki til staðar í hálfleikshléinu. Þeir byrjuðu síðari hálfleikinn á því að tvöfalda forystuna þegar Lewandwoski skoraði eftir sendingu Raphinha. Á 65. mínútu var svo komið að Fermin Lopez að skora. Hann fékk þá sendingu frá Lewandowski og skoraði með skalla. Staðan orðin 3-0 og hinn magnaði Lewandowski búinn að koma að öllum mörkum Barcelona. Í uppbótartíma fékk Nahuel Molina leikmaður Atletico Madrid rautt spjald en það skipti litlu og Barcelona fagnaði sigrinum. 3-0 urðu lokatölur leiksins og Barcelona fer þar með upp fyrir Girona í töflunni og er átta stigum á eftir Real Madrid sem situr í toppsæti deildarinnar. Atletico er í fimmta sæti og hefur aðeins misst flugið í síðustu deildarleikjum, eru aðeins með tvo sigra í síðustu fimm leikjum.
Spænski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Fleiri fréttir Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sjá meira