Handbolti

„Bene­dikt verður í heimsklassa“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benedikt Gunnar á eftir að ná langt í handboltaheiminum ef hann heldur vel á spilunum.
Benedikt Gunnar á eftir að ná langt í handboltaheiminum ef hann heldur vel á spilunum. vísir/hulda margrét

Frammistaða Benedikts Gunnars Óskarssonar í bikarúrslitaleiknum var ein sú rosalegasta sem sést hefur í leik hér á landi í áraraðir.

Benedikt skoraði sautján mörk í leiknum og sá öðrum fremur til þess að Valur rúllaði yfir ÍBV í úrslitaleiknum.

„Þetta hefur verið mín skoðun í svona tvö ár að Benedikt Gunnar Óskarsson verður í heimsklassa,“ segir íþróttafréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson í Besta sætinu sem er hlaðvarp íþróttadeildar Sýnar.

Klippa: Besta sætið | Fréttir vikunnar

„Þeir bræður eru frábærir en ég hef aðeins meiri áhyggjur af Arnóri bróður hans. Ég hef samt verið á þeirri skoðun í tvö ár að Benedikt verður einn besti handboltamaður heims. Svona frammistaða eins og hann sýndi í bikarúrslitaleiknum hefur aldrei sést áður.“

Benedikt Gunnar ætlar að kveðja félaga sína í Val greinilega með stæl en hann gengur til liðs við norska liðið Kolstad í sumar.

Hlusta má á Besta sætið hér á Vísi og það er einnig aðgengilegt á öllum helstu hlaðvarpsveitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×