Enski boltinn

Nottingham Forest missir fjögur stig

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta er mikið áfall fyrir Neco Williams og félaga í liði Nottingham Forest.
Þetta er mikið áfall fyrir Neco Williams og félaga í liði Nottingham Forest. Getty/Robbie Jay Barratt

Nottingham Forest er fjórum stigum fátækara í baráttu liðsins fyrir áframhaldandi sæti í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Guardian segir frá því að enska úrvalsdeildin hafi ákveðið að taka fjögur stig af Nottingham Forest vegna brota á rekstrarreglum. Formleg tilkynning á að koma út í dag en það er líka búist við því að félagið áfrýi þessum dómi.

Vegna þessa eru nýliðarnir dottnir niður í fallsæti, einu sæti á eftir Luton Town sem situr í síðasta örugga sætinu. Hin liðin í fallsæti eru Burnley og Sheffield United.

Everton er nú fjórum stigum fyrir ofan fallsæti en það voru tekin sex stig af Everton fyrr í vetur vegna brota á rekstrarreglum.

Nottingham Forest er nýliði í deildinni og hafði ekki spilað í deildinni í 23 ár þegar Forest komst upp síðasta vor.

Forest skipti nánast öllu liði sínu út eftir að liðið fór upp. Alls hefur félagið fengið til sín 42 leikmenn og borgað fyrir þá í kringum 250 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×