Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 23:56 Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur VÍSIR/ARNAR Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum. Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum.
Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53