Siðferði fótboltasamfélagsins – áskorun til KSÍ Ingólfur Gíslason skrifar 20. mars 2024 12:01 Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Sjá meira
Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun