Siðferði fótboltasamfélagsins – áskorun til KSÍ Ingólfur Gíslason skrifar 20. mars 2024 12:01 Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein KSÍ Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég á langa sögu sem stuðningsmaður landsliða Íslands í knattspyrnu. Fyrsti landsleikurinn sem ég fór á var Ísland-Wales árið 1980, þá var ég sex ára gamall. Því miður tapaðist leikurinn 0-4 en mörgum árum síðar fór ég til Frakklands og sá Ísland gera jafntefli við Portúgal og Ungverjaland í úrslitakeppni Evrópukeppninnar. Og þá er fátt eitt upp talið af landsleikjum sem ég hef farið á. Ég lék líka knattspyrnu í keppnum á vegum KSÍ í yngri flokkum. Mér finnst reyndar fátt eða ekkert jafn skemmtilegt og að spila fótbolta þegar vel tekst til. Ég geri ráð fyrir að fleiri þekki það dásamlega flæðisástand sem hægt er að komast í þegar maður finnur sig vel á vellinum. Nú stendur til að karlalandsliðið spili við landslið landtökunýlendunnar Ísrael. Mér líst ekki vel á það þar sem Ísraelsríki stendur í árásarstríði gegn Palestínufólki. Alþjóðadómstóllinn hefur úrskurðað til bráðabirgða að það sé rökstuddur grunur um að Ísrael stundi þjóðarmorð á Gaza í Palestínu. Mér og fleirum er gersamlega ofboðið, því mikill meirihluti Íslendinga er á móti morðum á saklausu fólki á Gaza og Vesturbakkanum í Palestínu. Fleira og fleira fólk hefur kynnt sér stöðuna og áttað sig á því gengdarlausa ofbeldi sem fólkið Palestínu þarf að þola, og hefur þurft að þola í ótal myndum í marga áratugi. Fyrir okkur fótboltaáhugafólkið er sérlega vont að vita til þess að Ísraelsher hafi fyrir nokkrum dögum drepið fyrrum landsliðsmann Palestínu í knattspyrnu, Mohammed Barakat, en reyndar hefur herinn drepið mun fleiri fótboltamenn þó að erfitt sé að segja nákvæmlega hve marga. Samkvæmt einni heimild hefur Ísrael drepið um níutíu fótboltamenn í útrýmingarstríðinu sem nú stendur yfir. Ég veit að það er ekkert smá mál að taka afstöðu innan alþjóðlegra íþróttahreyfinga á borð við FIFA, en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja. Til dæmis ákvað stjórn KSÍ árið 2022 að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið myndi leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa í Úkraínu stæði. Það var rétt ákvörðun. Það var líka rétt og mikilvægt hjá FIFA að útiloka Suður-Afríku frá keppni í þrjátíu ár, frá 1961 til 1991, á meðan þar ríkti kynþáttaaðskilnaður. Tólf knattspyrnusambönd í Mið-Austurlöndum hafa nú farið fram á að Ísrael verði útilokað frá keppnum FIFA. Nú er tækifæri til þess að taka aftur rétta ákvörðun og sniðganga leiki við Ísrael. Ég hvet KSÍ til að taka skýra afstöðu og beita sér gegn þátttöku Ísraels í alþjóðlegum keppnum FIFA. Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun