„Ljóst að hann réð ekki við verkefnið“ Atli Ísleifsson skrifar 20. mars 2024 10:37 Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir hafa verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi hjá meirihluta bæjarstjórnar. Tíðindi morgunsins hafi engu að síður komið honum á óvart. XD/Hveragerði Eyþór H. Ólafsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Hveragerði, segir að ákvörðun meirihluta bæjarstjórar að semja við Geir Sveinsson bæjarstjóra um starfslok hafa komið sér nokkuð á óvart. Þó hafi verið ljóst um nokkurt skeið hvert stefndi. Fulltrúar meirihlutans munu ekki tjá sig um málið fyrr en að loknum bæjarstjórnarfundi á föstudag. Tilkynning var send frá skrifstofu sveitarfélagsins í morgun þar sem sagt var frá því að tillaga að starfslokasamningi Geirs yrði lögð fyrir bæjarstjórnarfund á föstudaginn. „Starfsfólk á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar var upplýst í morgun um að tillagan verði lögð fram. Ekki verða veittar frekari upplýsingar fyrr en að bæjarstjórnarfundi loknum,“ sagði í tilkynningunni, en undir hana rita þau Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs, og Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar. Eyþór segir fulltrúa minnihlutans ítrekað hafa bent á ýmis mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og ekki hafa gengið sem skyldi. „Geir er góður drengur en við höfum séð mörg merki þess að bæjarstjórinn réð ekki við verkefnið. Og það sama á að sjálfsögðu við um fulltrúa meirihlutans. Það hafa ýmis mál komið upp sem hafa klikkað,“ segir Eyþór. Hann segir ljóst að þessi tíðindi komi til með að vera sveitarfélaginu dýr enda kveði ráðningarsamningur á um sex mánaða biðlaun. „Og miðað við fyrri yfirlýsingar fulltrúa meirihlutans þá verður staðan auglýst á ný. Enda hafa þeir sagt að auglýsa eigi eftir bæjarstjóra á faglegum forsendum,“ segir Eyþór. Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Tilkynning var send frá skrifstofu sveitarfélagsins í morgun þar sem sagt var frá því að tillaga að starfslokasamningi Geirs yrði lögð fyrir bæjarstjórnarfund á föstudaginn. „Starfsfólk á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar var upplýst í morgun um að tillagan verði lögð fram. Ekki verða veittar frekari upplýsingar fyrr en að bæjarstjórnarfundi loknum,“ sagði í tilkynningunni, en undir hana rita þau Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir, formaður bæjarráðs, og Njörður Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar. Eyþór segir fulltrúa minnihlutans ítrekað hafa bent á ýmis mál sem varða rekstur sveitarfélagsins og ekki hafa gengið sem skyldi. „Geir er góður drengur en við höfum séð mörg merki þess að bæjarstjórinn réð ekki við verkefnið. Og það sama á að sjálfsögðu við um fulltrúa meirihlutans. Það hafa ýmis mál komið upp sem hafa klikkað,“ segir Eyþór. Hann segir ljóst að þessi tíðindi komi til með að vera sveitarfélaginu dýr enda kveði ráðningarsamningur á um sex mánaða biðlaun. „Og miðað við fyrri yfirlýsingar fulltrúa meirihlutans þá verður staðan auglýst á ný. Enda hafa þeir sagt að auglýsa eigi eftir bæjarstjóra á faglegum forsendum,“ segir Eyþór.
Hveragerði Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Erlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Sjá meira
Geir hættir sem bæjarstjóri Hveragerðis Meirihluti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar og Geir Sveinsson bæjarstjóri hafa náð samkomulagi um starfslok Geirs. 20. mars 2024 09:53