Katrín prinsessa greindist með krabbamein Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:07 Prinsessan af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein í ávarpi á BBC. BBC Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. „Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið. Bretland Kóngafólk England Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira
„Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið.
Bretland Kóngafólk England Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Sjá meira