Boston heldur flugi og Oklahoma á toppinn Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2024 11:30 Jaylen Brown fór á kostum í Detroit-borg í gærkvöld. AP/Paul Sancya Leikmenn Boston Celtics virðast ætla að fara á miklu flugi inn í úrslitakeppni NBA-deildarinnar, sem nú fer að styttast í, en þeir unnu sinn áttunda sigur í röð í nótt þegar þeir lögðu Detroit Pistons að velli, 129-102. Jaylen Brown var í aðalhlutverki hjá Boston og skoraði 33 stig en þetta er í sjötta sinn frá því um stjörnuleiks-helgina í febrúar sem hann skorar yfir 30 stig. Payton Pritchard skoraði 20. Boston er langefst í austurdeildinni með 56 sigra, ellefu fleiri en Milwaukee Bucks, og sigurhlutfall Boston-manna er raunar einnig mikið betra en hjá bestu liðum vesturdeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað 14 leikjum nú þegar að á 12 leiki eftir fram að úrslitakeppninni í næsta mánuði. Detroit er hins vegar á botninum með aðeins 12 sigra. Á toppi vesturdeildarinnar komst lið Oklahoma City Thunder upp fyrir ríkjandi meistara Denver Nuggets með því að leggja Toronto Raptors að velli, 123-103. Toppbaráttan í vesturdeildinni er hnífjöfn en Oklahoma er efst með 49 sigra og 20 töp, Denver er með 49/21 og og Minnesota Timberwolves með 48/22. Lakers og Pacers með sigra Anthony Davis skoraði 23 stig og LeBron James 20, þar af 11 í lokaleikhlutanum, þegar Los Angeles Lakers unnu Philadelphia 76ers 101-94. Indiana Pacers unnu útisigur á Golden State Warriors, 123-111, í San Francisco, þar sem Tyrese Haliburton skoraði 26 og Pascal Siakam 25 fyrir Pacers, en Stephen Curry 25 fyrir Warriors. Eins og staðan er núna eru Lakers og Warriors í 9. og 10. sæti vesturdeildar, á leið í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Pacers eru hins vegar í 6. sæti austurdeildar og sleppa við umspilið ef þeir halda því en 76ers eru í 8. sæti. Wembanyama frábær í sáru tapi Þá tryggði Jaren Jackson Jr liði Memphis Grizzlies 99-97 sigur gegn San Antonio Spurs á síðustu sekúndu. Victor Wembanyama skoraði 31 stig fyrir Spurs, tók 16 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði þrjú skot en það dugði ekki til. Spurs eru langneðstir í vesturdeildinni með aðeins 15 sigra en Grizzlies í 13. sæti með 24 sigra. NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Jaylen Brown var í aðalhlutverki hjá Boston og skoraði 33 stig en þetta er í sjötta sinn frá því um stjörnuleiks-helgina í febrúar sem hann skorar yfir 30 stig. Payton Pritchard skoraði 20. Boston er langefst í austurdeildinni með 56 sigra, ellefu fleiri en Milwaukee Bucks, og sigurhlutfall Boston-manna er raunar einnig mikið betra en hjá bestu liðum vesturdeildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað 14 leikjum nú þegar að á 12 leiki eftir fram að úrslitakeppninni í næsta mánuði. Detroit er hins vegar á botninum með aðeins 12 sigra. Á toppi vesturdeildarinnar komst lið Oklahoma City Thunder upp fyrir ríkjandi meistara Denver Nuggets með því að leggja Toronto Raptors að velli, 123-103. Toppbaráttan í vesturdeildinni er hnífjöfn en Oklahoma er efst með 49 sigra og 20 töp, Denver er með 49/21 og og Minnesota Timberwolves með 48/22. Lakers og Pacers með sigra Anthony Davis skoraði 23 stig og LeBron James 20, þar af 11 í lokaleikhlutanum, þegar Los Angeles Lakers unnu Philadelphia 76ers 101-94. Indiana Pacers unnu útisigur á Golden State Warriors, 123-111, í San Francisco, þar sem Tyrese Haliburton skoraði 26 og Pascal Siakam 25 fyrir Pacers, en Stephen Curry 25 fyrir Warriors. Eins og staðan er núna eru Lakers og Warriors í 9. og 10. sæti vesturdeildar, á leið í umspil um að komast í úrslitakeppnina. Pacers eru hins vegar í 6. sæti austurdeildar og sleppa við umspilið ef þeir halda því en 76ers eru í 8. sæti. Wembanyama frábær í sáru tapi Þá tryggði Jaren Jackson Jr liði Memphis Grizzlies 99-97 sigur gegn San Antonio Spurs á síðustu sekúndu. Victor Wembanyama skoraði 31 stig fyrir Spurs, tók 16 fráköst, gaf fimm stoðsendingar, stal boltanum tvisvar og varði þrjú skot en það dugði ekki til. Spurs eru langneðstir í vesturdeildinni með aðeins 15 sigra en Grizzlies í 13. sæti með 24 sigra.
NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira