Hætta með Pizzavagninn eftir tuttugu ára rekstur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 17:17 Björgvin Þór og Petrína hafa rekið Pizzavagninn í tuttugu ár. Hafliði Breiðfjörð Petrína og Björgvin Þór hafa ekið Pizzavagninum um uppsveitir Árnessýslu í tuttugu ár en ætla að hætta rekstri í vikunni. Óvissa er um það hvort einhver taki við rekstrinum. Pizzavagninn verður á balli á Flúðum á miðvikudaginn og hættir eftir það. Pizzavagninn tók fyrst til starfa 12. júní 2004, en fyrir það höfðu hjónin átt pítsuofn sem þau færðu milli staða í rúmt ár, segir Petrína. Pítsaofninn var þá ýmist á Hestakránni eða í Steinsholti þar sem hjónin seldu pítsur. Svo hafi vagninn komið til sögunnar árið 2004. Petrína segir bróður sinn, Hafliða Breiðfjörð, hafa fengið hugmyndina. Síðan þá hefur verið rúllandi dagskrá allt árið og Pizzavagninn ýmist staðsettur á Flúðum, í Reykholti, Árnesi, Brautarholti, Borg í Grímsnesi og á Laugarvatni. Þau hafi tekið jólafrí og sumarfrí í ágúst. Pizzavagninn félagslegur „Það má alveg fylgja með að fyrst og fremst er Pizzavagninn er félagslegur, þetta er bara félagsleg vinna, maður hitti svo mikið af skemmtilegu fólki. Það er eiginlega það sem við eigum eftir að sakna mest,“ segir Petrína. Hún segir að samskipti við sveitunga og aðra vegfarendur sé það sem standi upp úr eftir tuttugu ára rekstur. Hún segist hafa fundið fyrir miklu þakklæti, en hjónin hafa fengið margar kveðjur eftir að þau tilkynntu ákvörðun sína. Nokkur óvissa ríkir um framtíð vagnsins, en reksturinn er til sölu eins og er. Þá séu sonur og tengdadóttir hjónanna að íhuga að taka við rekstrinum. Það verði bara að koma í ljós hver og hvort einhver taki við rekstrinum. Nú taka við alls konar verkefni hjá Björgvini og Petrínu, en þau eru bændur í Laxárdal í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Þar eru þau með svínabúskap, kornrækt og kjötvinnslu, en Petrína er nýkjörin í stjórn bændasamtakanna. Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira
Pizzavagninn tók fyrst til starfa 12. júní 2004, en fyrir það höfðu hjónin átt pítsuofn sem þau færðu milli staða í rúmt ár, segir Petrína. Pítsaofninn var þá ýmist á Hestakránni eða í Steinsholti þar sem hjónin seldu pítsur. Svo hafi vagninn komið til sögunnar árið 2004. Petrína segir bróður sinn, Hafliða Breiðfjörð, hafa fengið hugmyndina. Síðan þá hefur verið rúllandi dagskrá allt árið og Pizzavagninn ýmist staðsettur á Flúðum, í Reykholti, Árnesi, Brautarholti, Borg í Grímsnesi og á Laugarvatni. Þau hafi tekið jólafrí og sumarfrí í ágúst. Pizzavagninn félagslegur „Það má alveg fylgja með að fyrst og fremst er Pizzavagninn er félagslegur, þetta er bara félagsleg vinna, maður hitti svo mikið af skemmtilegu fólki. Það er eiginlega það sem við eigum eftir að sakna mest,“ segir Petrína. Hún segir að samskipti við sveitunga og aðra vegfarendur sé það sem standi upp úr eftir tuttugu ára rekstur. Hún segist hafa fundið fyrir miklu þakklæti, en hjónin hafa fengið margar kveðjur eftir að þau tilkynntu ákvörðun sína. Nokkur óvissa ríkir um framtíð vagnsins, en reksturinn er til sölu eins og er. Þá séu sonur og tengdadóttir hjónanna að íhuga að taka við rekstrinum. Það verði bara að koma í ljós hver og hvort einhver taki við rekstrinum. Nú taka við alls konar verkefni hjá Björgvini og Petrínu, en þau eru bændur í Laxárdal í Skeiða-og Gnúpverjahreppi. Þar eru þau með svínabúskap, kornrækt og kjötvinnslu, en Petrína er nýkjörin í stjórn bændasamtakanna.
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Veitingastaðir Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Leikskólakerfið en ekki fæðingarorlofið sem er gjörólíkt á hinum Norðurlöndunum Úlfar íhugar að sækja um embætti ríkislögreglustjóra Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Sjá meira