Guðfinnur tekur sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. mars 2024 18:40 Guðfinnur Sigurvinsson Rakarastofan Herramenn Guðfinnur Sigurvinsson, bæjarfulltrúi í Garðabæ, mun taka sér hlé frá bæjarstjórnarstörfum vegna veikinda og öðrum persónulegum ástæðum. Hann segir vinátta þeirra sem eru með honum í bæjarstjórn og nefndarstörfum gera það tilhlökkunarefni að snúa aftur. Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“ Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Guðfinnur er rakari á Rakarastofunni Sjoppunni á Höfðatorgi í Reykjavík og hefur verið bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ frá árinu 2022. Hann birti í dag færslu á síðu sína á Facebook þar sem hann greinir frá ákvörðun sinni. Hann segist taka skyldur sínar sem bæjarfulltrúi alvarlega og að heilsa sín þurfi að vera í forgangi til að hægt sé að gefa áfram af sér til samfélagsins okkar. „Ég tek skyldur mínar sem bæjarfulltrúi ykkar alvarlega og mér þykir vænt um að hugsa til þess að fyrir tveimur árum fór einhver í kápuna og annar í frakkann til að gera sér ferð á kjörstað og styðja mig til þessara starfa. Hvort sem var í prófkjörinu eða sveitarstjórnarkosningunum sjálfum. Það traust vil ég axla af ábyrgð og endurgjalda en í því felst margt,“ skrifar Guðfinnur. Hann segir það sömuleiðis nauðsynlegt að vera á góðum járnum hvað heilsuna varðar því það sé „hvorki viturlegt né sanngjarnt gagnvart samstarfsfólki eða bæjarbúum að mæta haltur til leiks.“ Guðfinnur tekur sérstaklega fram að hann sé ekki með þessu að „klukka sig út“ fyrir fullt og fast, hvorki sem bæjarfulltrúi né í lífinu sjálfu. Hann þurfi einfaldlega að ná fyrri styrk og segist vonast til að snúa aftur ekki mikið síðar en í sumarbyrjun. Það sé eftir ráðleggingum lækna. „Aðalstarfi mínu sem hárskeri sinni ég áfram en meiru anna ég ekki eins og sakir standa og ég reyndi í allra lengstu lög að gera,“ segir Guðfinnur. Hann segir einnig að hann hefði getað haldið þessu fyrir sig sjálfan en að hann vilji koma hreint fram með þetta því fólk vilji beina mörgu að sínum kjörnu fulltrúum. „Fjarveru og svarleysi má svo auðveldlega misskilja.“ Hann þakkar öllum þeim sem með honum eru í bæjarstjórn og nefndarstörfum fyrir mikinn og góðan skilning undanfarið og allan stuðninginn. „Það er nefnilega gott að vera Garðbæingur þegar í harðbakkann slær. Svo sannarlega!“
Sveitarstjórnarmál Heilsa Garðabær Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum