Mala kaffi í Kópavogi og senda um allt land Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. mars 2024 08:05 Kaffimeistararnir á Dalvegi 18 í Kópavogi, Guðrún Eik Sveinsdóttir og Hlynur Jónsson með poka fullan af nýmöluðu kaffi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þau sitja ekki auðum höndum starfsmennirnir á Hæfingarstöðinni við Dalveg í Kópavogi því þau eru að pakka inn tækifæriskortum, smíða á smíðaverkstæðinu, mála á boli og mala kaffi fyrir kaffiklúbba víðs vegar um landið svo eitthvað sé nefnt. Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik. Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Starfsemin á Dalveginum er mjög fjölbreytt og standa sig allir vel í sínum verkefnum. „Við erum að vinna ýmiskonar verkefni, bæði hér innanhúss og sem við fáum frá öðrum aðilum héðan og þaðan. Við erum til dæmis að setja í umslög í plast og við erum með leirherbergi hérna þar sem við erum að leira og brenna leirinn og við erum með smíðaherbergi þar sem við vinnum allskonar smíðaverkefni,” segir Sigrún Bryndísardóttir, þroskaþjálfi. „Hér koma um 36 fatlaðir starfsmenn eins og við köllum það og við erum svona liðlega 50 allt í allt. Þetta er rosalega gefandi starf, mér finnst mjög gott að vinna við þetta, þetta er æðislegt,” segir Þórður Guðmundsson, yfirþroskaþjálfi. Starfsendurhæfingarstöðin fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir og verður haldið upp á tímamótin með markaði á opnunartíma stöðvarinnar fyrstu dagana í apríl. Sýningarskápurinn þar sem má sjá hluta af því handverki, sem unnið er á Dalvegi 18.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er duglegur að vinna og mest gaman að vinna,“ segir Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Elías Gastao Cumaio, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar er mjög ánægður í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Ég er að mála á boli, það er mjög skemmtilegt,“ segir Eiríka Ýr Sigurðardóttir, starfsmaður Hæfingarstöðvarinnar. Eiríka Ýr Sigurðardóttir er líka mjög ánægð í vinnunni sinni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og svo er það kaffikvörnin, sem Hlynur Jónsson hefur yfirumsjón með, með aðstoð Guðrúnar Eikar starfsmanns. „Við erum við með þessa fínu græju, sem að mylur kaffið fyrir okkur og svo getum við vigtað það í poka til að senda fólkinu. Allir geta verið í áskrift þannig að það fær poka í hverjum mánuði af kaffi og við græjum allt hérna og setjum í poka og svona.Þetta er skemmtilegt verkefni að vinna, það er alltaf nóg að gera í kaffinu,” segja þau Hlynur og Guðrún Eik.
Kópavogur Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira