„Það breytti alveg planinu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. mars 2024 07:30 Gylfi er spenntur fyrir sumrinu og einblínir á það að ná sér góðum af meiðslum. Vísir/Hulda Margrét Útilokun Gylfa Þórs Sigurðssonar frá yfirstandandi landsliðsverkefni hafði mikið að segja um samning hans við Val. Hann er spenntur fyrir komandi leiktíð í Bestu deildinni sem fer senn að bresta á. Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10. Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Gylfi Þór fékk þau skilaboð einhverjum vikum fyrir yfirstandandi landsliðsverkefni að hann yrði ekki hluti af hópi Íslands. Það voru honum vonbrigði þar sem hann sinnti endurhæfingu af miklum krafti með það fyrir augum að taka þátt í umspilinu. Eftir símtalið frá landsliðsþjálfaranum fóru af stað þreifingar við lið hér heima og Valur varð fyrir valinu. „Það breytti alveg planinu, þannig séð. Ég þurfti alveg að endurhugsa þetta og virkilega hugsa bæði til skemmri og lengri tíma hvað ég ætlaði að gera. En eftir það fóru hlutirnir að ganga hratt,“ segir Gylfi, sem fékk tilboð annars staðar frá hér heima. „Yfir langan tíma hafði Valur verið í sambandi, í einhverja tólf mánuði. Það sýndi mér að þeir hefðu gríðarlegan áhuga. Þegar hlutrnir fara að breytast mjög hratt voru nokkur lið sem höfðu samband en það var eitthvað við Val, að þekkja strákana í liðinu, stemninguna í hópnum, þjálfarann, aðstöðuna og klúbbinn sjálfan. Það var eitthvað sem dró mig hingað,“ segir Gylfi. Gylfi kveðst þá ekki vera að hugsa um að fara út aftur, allavega ekki eins og sakir standa. „Ég bara veit það ekki. Aðalplanið hjá mér er að koma mér í toppstand og byrja tímabilið eins mögulega og vel og ég get. Ég er mjög ánægður ef ég verð hérna í tvö ár, ef eitthvað annað kemur upp á þá hugsa ég það seinna meir,“ Aðeins tólf dagar eru í að boltinn fari að rúlla í Bestu deildinni og Gylfa hlakkar til að taka þátt í deild á uppleið. „Það er mikill áhugi núna og hefur verið að aukast síðustu ár. Með því að félögin eru fjárhagslega sterkari, það eru fleiri ungir góðir leikmenn og íslenskir leikmenn sem eru að koma heim erlendis frá. Gæðin í deildinni eru alltaf að verða meiri og þar af leiðandi verður áhuginn meiri,“ segir Gylfi sem leitar enn fyrsta titilsins með félagsliði á sínum ferli. „Það væri yndislegt að ná því loksins. Auðvitað enn þá sætara að ná því hérna heima. Það væri frábært að vinna titil í sumar,“ segir Gylfi. Gylfi og félagar hefja leik í Bestu deild karla eftir tólf daga er ÍA heimsækir Hlíðarenda þann 7. apríl. Besta deild karla hefst 6. apríl með leik Víkings og Stjörnunnar í Víkinni. Fréttina úr Sportpakkanum má sjá að ofan en viðtalið við Gylfa í heild að neðan. Klippa: Gylfi fer yfir sviðið Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Fyrsta umferð Bestu deildar karla Laugardagur 6. apríl 19:15 Víkingur R. - Stjarnan Sunnudagur 7. apríl 13:00 Fram - Vestri 16:15 KA - HK 19:15 Valur - ÍA 19:15 Fylkir - KR Mánudagur 8. apríl 19:15 Breiðablik - FH
Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Íslenski boltinn Fótbolti Valur Besta deild karla Landslið karla í fótbolta Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn