Viltu finna milljarð? Jón Ingi Hákonarson skrifar 25. mars 2024 07:30 Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson Rekstur hins opinbera Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Þegar fólk og fyrirtæki eru skuldsett er vaxtakostnaður stór hluti útgjalda, sama má segja um ríki og sveitarfélög. Vaxtabyrðin af íslensku krónunni er nær þreföld á við evru. Meðalvextir til húsnæðislána á evrusvæðinu eru 3,5% en á Íslandi eru meðalvextir 10,5%. Hér munar 7% og því eru vextir og verðbætur þrefalt hærri á Íslandi en innan evrunnar. Vaxtamunurinn hjá hinu opinbera er aðeins minni, síðustu 20 ár hefur vaxtamunurinn á milli krónu og evru verið tæp 5% á langtíma ríkisskuldabréfum. Ef tekinn er varkár samanburður og miðað við 4,5% má með einföldum hætti nota þá tölu og margfalda skuldir í íslenskum krónum til að átta sig á þeim gríðarlega kostnaði sem krónan veldur. Áhrifin eru þeim mun meiri eftir því sem skuldastaðan er verri. Skuldir ríkis og sveitarfélaga eru miklar, vextir og verðbætur eru því risastór liður í rekstri hins opinbera. Heildarskuldir sveitarfélaga árið 2022 voru 527 milljarðar króna. Krónuálagið er að jafnaði 4,5% eða 24 milljarðar króna. Fjórum milljörðum hærri en árlegur kostnaður ríkisins vegna nýgerðra kjarasamninga. Bæjarsjóður Hafnarfjarðar skuldaði samtals 36 milljarða skv. síðasta ársreikningi. Miðað við 4,5% vaxtamun hefði Hafnarfjörður sparað sér 1,6 milljarð króna. Það er hægt að gera ansi margt fyrir þessa peninga. Heildarskuldir Reykjavíkurborgar voru 137 milljarðar, með sama hætti má sjá að krónuskatturinn á höfuðborgina er um 6 milljarðar króna. Heildarskuldir A hluta ríkissjóða voru 1700 milljarðar króna. Krónuskatturinn þar eru tæpir 80 milljarðar króna. Veitir nokkuð af þessu fé í heilbrigðiskerfið okkar? Við gætum fjármagnað nýjan Landspítala á innan við fjórum árum án þess að taka lán. Gætum fjármagnað útgjaldapakka ríkissjóðs vegna kjarasamninga næstu fjögurra ára á aðeins einu ári. Fyrir mig persónulega myndi ég spara mér árlega 2,3 milljónir króna þegar kemur að fasteignalánunum mínum. Vaxtamunur fasteignalána er 7%. Ég skora á ykkur að margfalda skuldir ykkar með 0,07 til að átta ykkur á árlegum krónuskatti ykkar. Síðasta ár greiddi ég 2,3 milljónir á ári í krónuskatt. Það eru þriggja mánaða meðallaun, fyrir skatt, pælið í því. Það er eflaust hægt að finna eitthvað jákvætt við krónuna en beinn kostnaður er að lágmarki 4,5% af skuldum hins opinbera og 7% af fasteignalánum okkar. Tala nú ekki um allan óbeina kostnaðinn sem kemur fram í of háu verðlagi vegna fákeppni. Eruð þið sátt við þennan skatt? Ég er það ekki. Höfundur er oddiviti Viðreisnar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun