Vísindamenn vilja friðlýsa vísindalega mikilvæg svæði á tunglinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 08:13 Vísindamenn sjá fyrir sér margs konar rannsóknir á tunglinu en frumkvöðlar horfa einnig til tunglsins með ýmis tækifæri í huga, til að mynda námugröft. Getty Vísindamenn kalla nú eftir því að ákveðin svæði á tunglinu verði friðlýst, til að tryggja að hægt verði að gera ákveðnar rannsóknir þar í framtíðinni. Margir ætla sér stóra hluti á tunglinu á næstu árum og áratugum. Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði. Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira
Svæðin sem um ræðir búa yfir ýmsum kostum; sum þeirra eru í algjöru vari frá hávaða frá jörðinni, sum eru laus við allan titring í jörðu og önnur hafa aldrei verið böðuð sólarljósi og eru því ísköld. Köldu svæðin eru tilvalin staðsetning fyrir infra-rauðra geimsjónauka sem virka aðeins þar sem hitastigið er undir -200 gráðum. Þá sjá vísindamenn fyrir sér að koma fyrir útvarpssjónaukum hinum megin á tunglinu, á svæðum sem eru í friði fyrir útsendingum frá jörðinni. Á þeim svæðum hyggur nýsköpunarfyrirtækið Interlune hins vegar á námugröft, til að sækja helium-3 sem er mikilvægt hráefni í hátækniiðnaði. Þá eru að minnsta kosti 22 leiðangrar á tunglið á áætlun fyrir árið 2026. Bandaríkjamenn annars vegar og Rússar og Kínverjar hins vegar hyggjast einnig reisa geimstöðvar á tunglinu fyrir árið 2040. Guardian hefur eftir vísindamönnum að ef ekkert verður gert til að samræma aðgerðir og umsvif á tunglinu, megi allt eins gera ráð fyrir árekstrum. Sjá megi fyrir sér að fyrirætlanir eins ógni fyrirætlunum annarra. Martin Elvis, stjörnufræðingur við Harvard og Smithsonian Center for Astrophysics í Massachusetts, segir mannkynið standa á tímamótum en nú sé komið að því í fyrsta sinn að maðurinn ákveði hvernig hann hyggst sækja fram í geimnum. Hætta sé á að einstök tækifæri til að rannsaka og skilja alheiminn fari forgörðum. Elvis og Alanna Krolikowski, stjórnmálafræðingur við Missouri University of Science and Technology, hafa ritað grein í Philosophical Transactions þar sem þau segja umrædd svæði, sem köllu eru Sesis, fela í sér einstaka möguleika til að stunda rannsóknir á alheimnum en svæðin séu fágæt og viðkvæm. Sesis stendur fyrir „sites of extraordinary scientific importance“. Elvis segir þá stöðu vel geta komið upp að menn hafi ólíka sýn á það hvernig þeir hyggjast nýta sama svæðið. Nauðsynlegt sé að eiga samráð um nýtingu á tunglinu til að fyrirbyggja árekstra og vernda mikilvæg svæði.
Tunglið Vísindi Tækni Geimurinn Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Fleiri fréttir „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Sjá meira