Bónus, viðbót eða umframorka Hörður Arnarson skrifar 25. mars 2024 11:00 Undanfarin misseri hefur verið rætt um skerðanlega orku og forgangsorku. Það er ákaflega flókið að reka lokað raforkukerfi 100% endurnýjanlegrar orku þar sem náttúruöflin ráða vinnslugetu hvers árs og ekki er hægt að bæta meiri orku inn á kerfið þegar eftirspurnin eykst. Við erum eina þjóðin í heimi sem rekur slíkt kerfi og ég er ítrekað spurður hvernig þetta sé eiginlega hægt. Okkur hefur tekist vel upp á undanförnum áratugum. Orkuvinnslugetan er hins vegar mismikil á hverju ári. Við semjum um sölu á orku miðað við lökustu orkuvinnsluárin, því við getum ekki lofað fyrirfram að meiri orka verði til. Þessi orka er svokölluð forgangsorka, sú orka sem við getum alltaf staðið við að afhenda. Þetta hugtak, forgangsorka, er hvergi annars staðar til. Orkuvinnslufyrirtæki í öðrum löndum selja einfaldlega alla orku sem þau framleiða og ef skortur verður þá er gripið til varaafls, hvort sem það er gas- eða kolaorkuver, jafnvel kjarnorkuver. Orkufyrirtæki þjóðarinnar leggur alla áherslu á ábyrgan rekstur og lofar ekki upp í ermina á sér. Um þetta snýst svonefnt orkuöryggi fyrst og fremst: að viðskiptavinir okkar, stórir og smáir, geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri. Oftast er afgangur Flest ár getum við unnið meiri raforku en þarf til að standa undir skuldbindingum okkar um afhendingu öruggrar forgangsorku. Við viljum nýta þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir sem allra best og þess vegna viljum við að sjálfsögðu koma allri raforku í verð. Við getum hins vegar ekki lofað að þessi umframorka verði alltaf tiltæk. Sum árin eru mjög góð vatnsár, önnur lakari. Við höfum alltaf staðið við afhendingu forgangsorkunnar og kappkostum að gera það áfram en þessi sveiflukennda aukaorka er líka verðmæti. Verðmæti sem við viljum ekki að renni einfaldlega framhjá raforkukerfinu okkar og þess vegna seljum við hana líka ef við getum, en ódýrari en forgangsorkuna. Viðskiptavinir sem kaupa þessa orku vita að hverju þeir ganga, enda er þessi orka beinlínis kölluð „skerðanleg“ og samningar kveða skýrt á um að ef harðnar á dalnum þá munum við neyðast til að hætta afhendingu á þessari ódýru og óöruggu orku. Stærstu viðskiptavinir okkar þurfa líka stundum að sæta skerðingu á raforku af því að í samningum þeirra er kveðið á um að t.d. 10-15% orkunnar séu skerðanleg í lélegum vatnsárum. Í vetur höfum við þurft að grípa til þess ráðs að skerða stóriðjusamninga á þennan hátt. Sumir viðskiptavinir okkar reiða sig nær eingöngu á skerðanlegu raforkuna, t.d. fyrir fjarvarmaveitur á köldum svæðum. Þegar náttúruöflin leyfa þá fá þessir viðskiptavinir ódýrustu orkuna sem völ er á hverju sinni. Þegar lítið rennur í lónin er þessi orka hins vegar ekki í boði, eins og ávallt er skýrt í öllum samningum. Orkan er ódýr af því að hún er ekki örugg og þegar náttúran hagar málum svo að hún er ekki í boði þá getum við ekki afhent hana. Styður við orkuskipti Fiskimjölsverksmiðjur hafa staðið í mjög árangursríkum orkuskiptum, frá olíu til rafmagns. Þær hafa keypt ódýrustu orkuna, skerðanlegu raforkuna, til að hjálpa til við þessi dýru umskipti og tekist að gera það án aðkomu stjórnvalda. Þessar verksmiðjur eru í raun eins og tvinnbíll sem ekur um 90% tímans á raforku. Skerðing á þessari skerðanlegu orku er ekki spurning um orkuöryggi, heldur algjörlega eðlileg aðgerð í lokuðu raforkukerfi. Orkuöryggi er eftir sem áður tryggt, þótt þeir aðilar sem kjósa að kaupa skerðanlega orku sæti því að afhending orku sé skert. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem kaupa skerðanlega orku geti og sætti sig við að taka á sig skerðingar þegar til þess kemur. Því miður er oft látið eins og skerðanleg orka sé neikvæð á einhvern hátt. Kannski vekur nafnið þau hughrif. Réttara væri að kalla þetta bónusorku, viðbótarorku eða umframorku. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja að hægt sé að selja þessa umframorku og margir sem hafa notið góðs af því að fá ódýrustu orkuna sem í boði er – þegar hún er í boði. Þeir notendur sem þurfa að ganga að raforkunni sinni vísri allan ársins hring eiga ekki að kaupa skerðanlega orku. Ef þeim er um megn að kaupa örugga forgangsorku verða stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti því þótt Landsvirkjun sé í eigu þjóðarinnar lýtur fyrirtækið samkeppnislögum og má því ekki niðurgreiða orku til einstakra viðskiptavina. Skerðingar ótengdar orkuskorti Skerðingar eru ekki merki um orkuskort. Þær þýða bara að það varð ekki til mikil umframorka þetta árið. Það er alltaf staðið við gerða samninga um forgangsorku og svo reynt að selja það sem verður til umfram samningsgetu. Það er hins vegar orkuskortur ef við lendum í þeirri stöðu að ekki sé hægt að afhenda umsamda forgangsorku eða ef ekki er hægt að verða við óskum um slíka samninga á smásölumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að heimilin þurfi ekki að keppa um orkuna við stóriðjuna, heldur séu þessir tveir markaðir aðskildir eins og hefur verið frá stofnun Landsvirkjunar. Betri vatnsár munu ekki bæta úr orkuskorti, því það er ekki hægt að semja um langtímasölu á þeirri umframorku sem þá verður til. Það er gott að geta gert verðmæti úr henni þegar þannig árar og nýta þannig auðlindina og fjárfestingarnar sem best - en hún verður aldrei undirstaða orkuöryggis. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Arnarson Orkumál Orkuskipti Landsvirkjun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur verið rætt um skerðanlega orku og forgangsorku. Það er ákaflega flókið að reka lokað raforkukerfi 100% endurnýjanlegrar orku þar sem náttúruöflin ráða vinnslugetu hvers árs og ekki er hægt að bæta meiri orku inn á kerfið þegar eftirspurnin eykst. Við erum eina þjóðin í heimi sem rekur slíkt kerfi og ég er ítrekað spurður hvernig þetta sé eiginlega hægt. Okkur hefur tekist vel upp á undanförnum áratugum. Orkuvinnslugetan er hins vegar mismikil á hverju ári. Við semjum um sölu á orku miðað við lökustu orkuvinnsluárin, því við getum ekki lofað fyrirfram að meiri orka verði til. Þessi orka er svokölluð forgangsorka, sú orka sem við getum alltaf staðið við að afhenda. Þetta hugtak, forgangsorka, er hvergi annars staðar til. Orkuvinnslufyrirtæki í öðrum löndum selja einfaldlega alla orku sem þau framleiða og ef skortur verður þá er gripið til varaafls, hvort sem það er gas- eða kolaorkuver, jafnvel kjarnorkuver. Orkufyrirtæki þjóðarinnar leggur alla áherslu á ábyrgan rekstur og lofar ekki upp í ermina á sér. Um þetta snýst svonefnt orkuöryggi fyrst og fremst: að viðskiptavinir okkar, stórir og smáir, geti gengið að umsaminni forgangsorku vísri. Oftast er afgangur Flest ár getum við unnið meiri raforku en þarf til að standa undir skuldbindingum okkar um afhendingu öruggrar forgangsorku. Við viljum nýta þær auðlindir sem okkur er treyst fyrir sem allra best og þess vegna viljum við að sjálfsögðu koma allri raforku í verð. Við getum hins vegar ekki lofað að þessi umframorka verði alltaf tiltæk. Sum árin eru mjög góð vatnsár, önnur lakari. Við höfum alltaf staðið við afhendingu forgangsorkunnar og kappkostum að gera það áfram en þessi sveiflukennda aukaorka er líka verðmæti. Verðmæti sem við viljum ekki að renni einfaldlega framhjá raforkukerfinu okkar og þess vegna seljum við hana líka ef við getum, en ódýrari en forgangsorkuna. Viðskiptavinir sem kaupa þessa orku vita að hverju þeir ganga, enda er þessi orka beinlínis kölluð „skerðanleg“ og samningar kveða skýrt á um að ef harðnar á dalnum þá munum við neyðast til að hætta afhendingu á þessari ódýru og óöruggu orku. Stærstu viðskiptavinir okkar þurfa líka stundum að sæta skerðingu á raforku af því að í samningum þeirra er kveðið á um að t.d. 10-15% orkunnar séu skerðanleg í lélegum vatnsárum. Í vetur höfum við þurft að grípa til þess ráðs að skerða stóriðjusamninga á þennan hátt. Sumir viðskiptavinir okkar reiða sig nær eingöngu á skerðanlegu raforkuna, t.d. fyrir fjarvarmaveitur á köldum svæðum. Þegar náttúruöflin leyfa þá fá þessir viðskiptavinir ódýrustu orkuna sem völ er á hverju sinni. Þegar lítið rennur í lónin er þessi orka hins vegar ekki í boði, eins og ávallt er skýrt í öllum samningum. Orkan er ódýr af því að hún er ekki örugg og þegar náttúran hagar málum svo að hún er ekki í boði þá getum við ekki afhent hana. Styður við orkuskipti Fiskimjölsverksmiðjur hafa staðið í mjög árangursríkum orkuskiptum, frá olíu til rafmagns. Þær hafa keypt ódýrustu orkuna, skerðanlegu raforkuna, til að hjálpa til við þessi dýru umskipti og tekist að gera það án aðkomu stjórnvalda. Þessar verksmiðjur eru í raun eins og tvinnbíll sem ekur um 90% tímans á raforku. Skerðing á þessari skerðanlegu orku er ekki spurning um orkuöryggi, heldur algjörlega eðlileg aðgerð í lokuðu raforkukerfi. Orkuöryggi er eftir sem áður tryggt, þótt þeir aðilar sem kjósa að kaupa skerðanlega orku sæti því að afhending orku sé skert. Það er hins vegar mikilvægt að þeir sem kaupa skerðanlega orku geti og sætti sig við að taka á sig skerðingar þegar til þess kemur. Því miður er oft látið eins og skerðanleg orka sé neikvæð á einhvern hátt. Kannski vekur nafnið þau hughrif. Réttara væri að kalla þetta bónusorku, viðbótarorku eða umframorku. Það er ekkert nema jákvætt um það að segja að hægt sé að selja þessa umframorku og margir sem hafa notið góðs af því að fá ódýrustu orkuna sem í boði er – þegar hún er í boði. Þeir notendur sem þurfa að ganga að raforkunni sinni vísri allan ársins hring eiga ekki að kaupa skerðanlega orku. Ef þeim er um megn að kaupa örugga forgangsorku verða stjórnvöld að grípa inn í með einhverjum hætti því þótt Landsvirkjun sé í eigu þjóðarinnar lýtur fyrirtækið samkeppnislögum og má því ekki niðurgreiða orku til einstakra viðskiptavina. Skerðingar ótengdar orkuskorti Skerðingar eru ekki merki um orkuskort. Þær þýða bara að það varð ekki til mikil umframorka þetta árið. Það er alltaf staðið við gerða samninga um forgangsorku og svo reynt að selja það sem verður til umfram samningsgetu. Það er hins vegar orkuskortur ef við lendum í þeirri stöðu að ekki sé hægt að afhenda umsamda forgangsorku eða ef ekki er hægt að verða við óskum um slíka samninga á smásölumarkaði. Þess vegna er mikilvægt að heimilin þurfi ekki að keppa um orkuna við stóriðjuna, heldur séu þessir tveir markaðir aðskildir eins og hefur verið frá stofnun Landsvirkjunar. Betri vatnsár munu ekki bæta úr orkuskorti, því það er ekki hægt að semja um langtímasölu á þeirri umframorku sem þá verður til. Það er gott að geta gert verðmæti úr henni þegar þannig árar og nýta þannig auðlindina og fjárfestingarnar sem best - en hún verður aldrei undirstaða orkuöryggis. Höfundur er forstjóri Landsvirkjunar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun