Ekki þykjast ekki vita neitt Hjálmtýr Heiðdal skrifar 25. mars 2024 14:31 Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Átök í Ísrael og Palestínu KSÍ Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íslensk íþróttafélög og íþróttasambönd hyggjast halda áfram að eiga samskipti við íþróttafélög í Ísrael. Það þýðir að forysta íþróttahreyfingarinnar tekur afstöðu með ofbeldinu - það er augljóst. Þegar forysta KSÍ sendir knattspyrnumenn til þess að leika gegn liði frá Ísrael þá geta þeir ekki sagt að þeir hafi enga hugmynd um það sem Ísrael aðhefst á Gaza. Það veit allur heimurinn hvað mörg börn og mæður hafa verið drepin af ísraelska hernum - og íslensk íþróttaforysta veit það einnig. Forysta íþróttahreyfingarinnar virðist ekki ræða málin - það heyrist ekkert opinberlega um þessi samskipti við fulltrúa þjóðar sem fremur þjóðarmorð – annað en bara einfaldar tilkynningar um stöðu í riðlum og næstu leiki. Þó er það ekki svo að forysta íþróttahreyfingarinnar sjái ekki út fyrir sinn sjóndeildarhring þegar afdrifaríkir atburðir gerast. 22. Febrúar 2022 kom eftirfarandi yfirlýsing frá KSÍ: „Stjórn KSÍ hefur ákveðið að ekkert íslenskt knattspyrnulandslið muni leika við landslið frá Rússlandi meðan á hernaði Rússa stendur. Ákvörðunin nær m.a. til þeirra leikja sem eru framundan í Þjóðadeild UEFA … og engu skiptir þó viðkomandi lið leiki ekki undir nafni eða fána Rússlands.“ Í nóvember 2023 tilkynnti KSÍ: „ Ísland mætir Ísrael í undanúrslitum umspilsins fyrir EM 2024. Takist Íslandi að vinna Ísrael mætir það Bosníu og Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitum umspilsins .“ Ekkert um frestun leikja við Ísrael „meðan á hernaði ... stendur“. Forysta KSÍ á að vera leiðandi og kenna ungu fólki í íþróttahreyfingunni hver eru grunngildin sem við eigum að framfylgja. Í siðareglum KSÍ segir: „Fulltrúar skulu aðhyllast siðferðileg viðhorf við skyldustörf sín.“ og „ber fulltrúum KSÍ að vera hlutlausir í samskiptum sínum við opinberar stofnanir, innlend og alþjóðleg samtök, sambönd og hópa.“ Brottrekstur Rússlands er í samræmi við „siðferðileg viðhorf“, ríkið braut gegn grundvallarréttindum og réðist á Úkraínu. En í afstöðunni gagnvart Ísrael er siðferðinu sleppt og hlutleysið tekið við – sem er að sjálfsögðu ekkert hlutleysi. Þetta er skýr afstaða og segir íþróttafólki, ungu sem öldnu, að forysta KSÍ telur að Ísrael geti haldið sínu striki bæði í íþróttum og þjóðarmorði. Sama lærdóm er haldið að Íslendingum vegna þátttöku í Eurovision á vegum RÚV. Við leikum og dönsum með þóknanlegum þjóðum þrátt fyrir að æðsti dómstóll alþjóðasamfélagsins, Alþjóðadómstóllinn í Haag, segi okkur að á Gaza sé Ísraelsher líklegast að fremja þjóðarmorð. Nú skal heiðra skálkinn og láta eins og ekkert sé Hlutleysi KSÍ og annarra gagnvart morðherferð Ísraels á Gaza og á Vesturbakkanum gagnast engum nema Ísrael og selur Palestínumenn í hendur þeirra sem vinna leynt og ljóst að því að hrekja þá burt úr sínum heimahögum. Það er mikið talað og miklar vangaveltur á vettvangi alþjóðasamfélagsins um hernað Ísraels, árásir á spítala, bann á flutningi hjálpargagna, skotárásir á fólk sem leitar matar og hungursneyðina sem dregur fólk unnvörpum til dauða. En það er ekkert gert til að stöðva Ísrael - ekkert. Afstaða KSÍ er í fellur að þessum skollaleik, þeir gera ekkert og hafa engin orð um það hvers vegna þeir láta siðferðileg viðhorf lönd og leið. Þó ætti sú staðreynd að Ísraelsher hefur drepið fjölda knattspyrnumanna frá Palestínu að hreyfa við forystu KSÍ. En leit á vefnum skilar engu um afstöðu KSÍ, gagnrýni á Ísrael fyrirfinnst ekki. Það er ekki til neitt hlutlaust svæði þegar morðárásir eru annarsvegar. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun